Lögregla í Kaupmannahöfn greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X.
„Við grípum til allra nauðsynlegra varúðarráðstafana og erum búin að girða af svæði þannig að almenningi stafar ekki hætta af. Við vinnum saman með öllum viðeigandi viðbraðgsaðilum og munum koma með frekari upplýsingar eftir því sem líður.“
Í DR segir að búið sé að hafa samband við Kaupmannahafnarlögreglu og að ekki sé hægt að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu.