Ættingjarnir ábyggilega þreyttir á manni Aron Guðmundsson skrifar 28. apríl 2024 08:00 Björgvin Páll í fyrri leik Vals og Minaur Baia Mare Vísir/Hulda Margrét „Ættingjarnir eru ábyggilega orðnir þreyttir á því að maður sé að reyna selja þeim fullt af hlutum,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals í handbolta sem hefur, líkt og aðrir leikmenn liðsins, þurft að grípa til ýmissa leiða til að fjármagna Evrópuævintýri liðsins í ár. Á dögunum var greint frá því að leikmenn Vals í handbolta þyrftu sjálfir að skuldbinda sig í nokkur hundruð þúsund króna kostnað fyrir hverja umferð sem liðið kemst áfram í Evrópukeppni. Valsmenn eru komnir alla leið í undanúrslit Evrópubikarsins og líkurnar á sæti í sjálfum úrslitaleik mótsins góðar því liðið vann Minaur Baia Mare í N1-höllinni að Hlíðarenda í fyrri leik liðanna með átta mörkum og heldur því út til Rúmeníu í seinni leikinn í góðri forystu. Ljóst er að kostnaðurinn sem fylgir þessu góða gengi Vals í Evrópu er gríðarlegur mikill fyrir leikmenn. En hvernig er það fyrir leikmenn að þurfa safna saman fjármunum fyrir þátttökunni í Evrópubikarnum? „Það er bara skemmtilegt,“ svarar Björgvin Páll, markvörður Vals sem og íslenska landsliðsins. „Það er ákveðinn innri hvati sem fylgir þessu. Við erum að safna pening með ýmsum leiðum. Setja perur í smart ljósabekki, selja alls konar huti. Ég held hins vegar að ættingjarnir séu orðnir þreyttir á því að maður sé alltaf að reyna selja þeim einhverja hluti.“ „Þetta hefur verið svona í gegnum árin. Hefur alltaf verið svona. Þetta er lenskan. Svolítið mikið í þetta skipti, því við erum að fara í mikið af erfiðum ferðalögum á þessu tímabili. Löng ferðalög. Mörg flug. En það er kannski í gegnum svona framtak sem ástríða allra þeirra sem standa að liðinu skín í gegn? „Já það er ekkert grín að leita uppi einhverjar þrjátíu milljónir. Þetta er hellings vinna. Flestir eru að gera þetta í sjálfboðavinnu í kringum félagið. Þetta er erfitt en líka innan vallar. Við ætlum bara að verða Evrópumeistarar innan sem utan vallar.“ Valur mætir Minaur Baia Mare úti í Rúmeníu í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikarsins í handbolta í dag klukkan þrjú. Valur EHF-bikarinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að leikmenn Vals í handbolta þyrftu sjálfir að skuldbinda sig í nokkur hundruð þúsund króna kostnað fyrir hverja umferð sem liðið kemst áfram í Evrópukeppni. Valsmenn eru komnir alla leið í undanúrslit Evrópubikarsins og líkurnar á sæti í sjálfum úrslitaleik mótsins góðar því liðið vann Minaur Baia Mare í N1-höllinni að Hlíðarenda í fyrri leik liðanna með átta mörkum og heldur því út til Rúmeníu í seinni leikinn í góðri forystu. Ljóst er að kostnaðurinn sem fylgir þessu góða gengi Vals í Evrópu er gríðarlegur mikill fyrir leikmenn. En hvernig er það fyrir leikmenn að þurfa safna saman fjármunum fyrir þátttökunni í Evrópubikarnum? „Það er bara skemmtilegt,“ svarar Björgvin Páll, markvörður Vals sem og íslenska landsliðsins. „Það er ákveðinn innri hvati sem fylgir þessu. Við erum að safna pening með ýmsum leiðum. Setja perur í smart ljósabekki, selja alls konar huti. Ég held hins vegar að ættingjarnir séu orðnir þreyttir á því að maður sé alltaf að reyna selja þeim einhverja hluti.“ „Þetta hefur verið svona í gegnum árin. Hefur alltaf verið svona. Þetta er lenskan. Svolítið mikið í þetta skipti, því við erum að fara í mikið af erfiðum ferðalögum á þessu tímabili. Löng ferðalög. Mörg flug. En það er kannski í gegnum svona framtak sem ástríða allra þeirra sem standa að liðinu skín í gegn? „Já það er ekkert grín að leita uppi einhverjar þrjátíu milljónir. Þetta er hellings vinna. Flestir eru að gera þetta í sjálfboðavinnu í kringum félagið. Þetta er erfitt en líka innan vallar. Við ætlum bara að verða Evrópumeistarar innan sem utan vallar.“ Valur mætir Minaur Baia Mare úti í Rúmeníu í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikarsins í handbolta í dag klukkan þrjú.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira