Þegar þú ert báknið Gabríel Ingimarsson skrifar 26. apríl 2024 08:31 Flest okkar kannast eflaust við að standa ekki alveg við falleg fyrirheit gærdagsins. Við byrjuðum ekki í ræktinni á mánudaginn, okkur tókst ekki alveg að spara í fatakaupunum eða vorum ekki jafn dugleg að lesa og við ætluðum. En hvernig kljáist þú við þessar tilfinningar þegar þú ert stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn Íslands? Hvað gerir íslenskur stjórnmálaflokkur sem hefur byggt nær alla sína sjálfsmynd í kringum „báknið burt” þegar hann vaknar svo við þann raunveruleika að reynast sjálfur vera báknið? Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins viðurkenna allavega loksins að allar reglugerðir sem komi til þeirra vegna EES samstarfsins hafa verið gullhúðaðar (blýhúðaðar?) í eigin ráðuneytum. Það kallar auðvitað á starfshóp þar sem vel innmúraðir opinberir starfsmenn fá vinnu við það að ræða hvað þetta er nú mikið bákn. En gullhúðandi ráðherrum og ráðuneytum var blessunarlega fjölgað í pólitískri skák með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenska skattgreiðendur og að því er virðist með engan sérstakan tilgang nema að halda ákveðnu fólki inni í ríkisstjórn. Jú og til að minnka báknið! Báknsstækkunin ein og sér dugar þó ekki til, heldur leggjast þau á ráðin um hvernig best megi auka íþyngjandi ákvarðanir ríkisins sem mest. Þessir frelsiselskandi inngripshatendur hafa mörg hver lagst gegn rýmri heimild kvenna til þungunarrofs, sagst mótfallinn frelsi í neyslu kannabisefna, vilja takmarka frelsi á leigubílamörkuðum og vilja að ríkið ákveði hvað frjálst fólk fái að heita og hvað mjólkin má kosta. Nú er líka móðins hjá frelsiselskendunum að afnema heilbrigða samkeppni á mörkuðum og ríkisvæða fjármálafyrirtæki. Það er þeirra frelsi. Ítrekað stendur Sjálfstæðisflokkurinn svo í forsvari fyrir óráðsíu í ríkisfjármálum. Á met hagvaxtartímum var halli á ríkissjóði ár eftir ár og útgjaldablætið hélt áfram, raunar á það að halda áfram til ársins 2028. Hverjum ætli þrálát verðbólga sé annars að kenna? Útgjaldablætið er þó ekki að öllu leyti ófjármagnað, meintir frelsiselskandi báknminnkararnir hafa hækkað skatta fimm sinnum á móti hverri skattalækkun. Eru samt á móti sköttum en hækka bara þess í stað gjöld og álögur og leggja á „tímabundna” skatta. Og þegar „ekki-skattahækanirnar” duga ekki til þá má bara taka lán, jú blása út vaxtakostnað ríkisins og afborganir skattgreiðenda framtíðarinnar. Veski okkar enda óþrjótanlega auðlind. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Rekstur hins opinbera Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Sjá meira
Flest okkar kannast eflaust við að standa ekki alveg við falleg fyrirheit gærdagsins. Við byrjuðum ekki í ræktinni á mánudaginn, okkur tókst ekki alveg að spara í fatakaupunum eða vorum ekki jafn dugleg að lesa og við ætluðum. En hvernig kljáist þú við þessar tilfinningar þegar þú ert stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn Íslands? Hvað gerir íslenskur stjórnmálaflokkur sem hefur byggt nær alla sína sjálfsmynd í kringum „báknið burt” þegar hann vaknar svo við þann raunveruleika að reynast sjálfur vera báknið? Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins viðurkenna allavega loksins að allar reglugerðir sem komi til þeirra vegna EES samstarfsins hafa verið gullhúðaðar (blýhúðaðar?) í eigin ráðuneytum. Það kallar auðvitað á starfshóp þar sem vel innmúraðir opinberir starfsmenn fá vinnu við það að ræða hvað þetta er nú mikið bákn. En gullhúðandi ráðherrum og ráðuneytum var blessunarlega fjölgað í pólitískri skák með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenska skattgreiðendur og að því er virðist með engan sérstakan tilgang nema að halda ákveðnu fólki inni í ríkisstjórn. Jú og til að minnka báknið! Báknsstækkunin ein og sér dugar þó ekki til, heldur leggjast þau á ráðin um hvernig best megi auka íþyngjandi ákvarðanir ríkisins sem mest. Þessir frelsiselskandi inngripshatendur hafa mörg hver lagst gegn rýmri heimild kvenna til þungunarrofs, sagst mótfallinn frelsi í neyslu kannabisefna, vilja takmarka frelsi á leigubílamörkuðum og vilja að ríkið ákveði hvað frjálst fólk fái að heita og hvað mjólkin má kosta. Nú er líka móðins hjá frelsiselskendunum að afnema heilbrigða samkeppni á mörkuðum og ríkisvæða fjármálafyrirtæki. Það er þeirra frelsi. Ítrekað stendur Sjálfstæðisflokkurinn svo í forsvari fyrir óráðsíu í ríkisfjármálum. Á met hagvaxtartímum var halli á ríkissjóði ár eftir ár og útgjaldablætið hélt áfram, raunar á það að halda áfram til ársins 2028. Hverjum ætli þrálát verðbólga sé annars að kenna? Útgjaldablætið er þó ekki að öllu leyti ófjármagnað, meintir frelsiselskandi báknminnkararnir hafa hækkað skatta fimm sinnum á móti hverri skattalækkun. Eru samt á móti sköttum en hækka bara þess í stað gjöld og álögur og leggja á „tímabundna” skatta. Og þegar „ekki-skattahækanirnar” duga ekki til þá má bara taka lán, jú blása út vaxtakostnað ríkisins og afborganir skattgreiðenda framtíðarinnar. Veski okkar enda óþrjótanlega auðlind. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar