Vilja taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. apríl 2024 22:03 Kristrún kynnti útspilið á fréttamannafundi í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag. Magnús Hlynur Samfylkingin segir enga skýra auðlindastefnu vera á Íslandi og heildarsýn skorti á nýtingu auðlinda. Flokkurinn vill taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna. Einnig vilja þau auka fjárfestingar í samgönguinnviðum og nýta fleiri virkjanakosti. Kristrún Frostadóttir kynnti í dag nýjasta útspil Samfylkingarinnar sem ber yfirskriftina „Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum“. Útspilið er afrakstur málefnastarfs síðustu 6 mánaða, þar sem forystufólk flokksins heimsótti 180 fyrirtæki og efndi til margra opinna funda um samgöngur víðs vegar um landið. Grundvallarkröfurnar þrjár Í stuttu máli eru grundvallarkröfur Samfylkingarinnar þrjár: 1. Krafa um framfarir í orku- og samgöngumálum Í þessu er tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh. Fjárfestingar í samgöngumálum eigi svo að fara aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030. 2. Krafa um skynsemi í auðlindastefnu. Samfylkingin vill að almenn auðlindagjöld renni til nærsamfélags og þjóðar. 3. Krafa um íslensk kjör og atvinnustefnu fyrir Ísland. Samfylkingin sýnir á spilin í orkumálum Í útspilinu eru sett fram tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh, til að styðja við verðmætasköpun og orkuskipti, og bæta orkunýtni um eitt TWh á sama tíma. Tekið er fram að Samfylkingin vill hvorki láta loka verksmiðjum né virkja sérstaklega fyrir nýja risanotendur raforku á borð við ný álver á þessum tímapunkti. Í útspilinu er einnig haft orð á því að umræða um orkuþörf geti verið villandi. Spurningarnar sem þurfi að spyrja um þau mál séu hvaða orkuvilja við höfum, hvað viljum við nýta mikla orku og hvernig? Samfylkingin vill leggja fram skýr markmið um orkuöflun og að rammaáætlun verði afgreidd á Alþingi reglulega svo hægt sé að standa undir markmiðunum. Þá vill Samfylkingin fjölga virkjunarkostum í nýtingarflokki í samræmi við tillögur verkefnastjórnar rammaáætlunar og ráðast í lagabreytingar sem eru til þess fallnar að hraða leyfisveitingum vegna framkvæmda sem hafa verið samkþykktar í nýtingarflokk. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, með útspilið sem kynnt var í dag.Samfylkingin Auðlindagjald og fjárfestingar í samgönguinnviðum Sagt er í útspilinu að engin auðlindastefna sé á Íslandi, engin heildarsýn á nýtingu náttúruauðlinda. Samfylkingin vill taka upp almenn auðlindagjöld, að hætti Norðmanna, frá fyrsta kjörtímabili í nýrri ríkisstjórn. Tekjum yrði skipt á milli sveitarélaga og ríkissjóðs, til að stilla saman hagsmuni nærsamfélags og þjóðar. Auðlindagjöldin yrðu tekin í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Þar að auki kallar Samfylkingin eftir hærra veiðigjaldi með þrepaskiptingu. Bent er á það að fjárfestingar í samgönguinnviðum á Íslandi sé langt undir meðaltali OECD-ríkja. Samfylkingin vill að fjárfestingarnar fari aftur upp í meðaltal ríkjanna fyrir árið 2030. Lögð verði áhersla á að bora jarðgöng, og alltaf séu framkvæmdir við ein til tvö jarðgöng í gangi. Þá kallar Samfylkingin eftir því að stjórnvöld hafi stefnu um það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi til að standa undir íslenskum kjörum og velferð. Taka verði fast á félagslegum undirboðum og stofnað verði Atvinnuvegaráð Íslands með ráðgefandi hlutverk við mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Hægt er að lesa útspilið í heild sinni á síðu Samfylkingarinnar. Samfylkingin Orkumál Samgöngur Skattar og tollar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Kristrún Frostadóttir kynnti í dag nýjasta útspil Samfylkingarinnar sem ber yfirskriftina „Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum“. Útspilið er afrakstur málefnastarfs síðustu 6 mánaða, þar sem forystufólk flokksins heimsótti 180 fyrirtæki og efndi til margra opinna funda um samgöngur víðs vegar um landið. Grundvallarkröfurnar þrjár Í stuttu máli eru grundvallarkröfur Samfylkingarinnar þrjár: 1. Krafa um framfarir í orku- og samgöngumálum Í þessu er tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh. Fjárfestingar í samgöngumálum eigi svo að fara aftur upp í meðaltal OECD-ríkja fyrir árið 2030. 2. Krafa um skynsemi í auðlindastefnu. Samfylkingin vill að almenn auðlindagjöld renni til nærsamfélags og þjóðar. 3. Krafa um íslensk kjör og atvinnustefnu fyrir Ísland. Samfylkingin sýnir á spilin í orkumálum Í útspilinu eru sett fram tíu ára markmið um að auka ársframleiðslu á raforku um fimm TWh, til að styðja við verðmætasköpun og orkuskipti, og bæta orkunýtni um eitt TWh á sama tíma. Tekið er fram að Samfylkingin vill hvorki láta loka verksmiðjum né virkja sérstaklega fyrir nýja risanotendur raforku á borð við ný álver á þessum tímapunkti. Í útspilinu er einnig haft orð á því að umræða um orkuþörf geti verið villandi. Spurningarnar sem þurfi að spyrja um þau mál séu hvaða orkuvilja við höfum, hvað viljum við nýta mikla orku og hvernig? Samfylkingin vill leggja fram skýr markmið um orkuöflun og að rammaáætlun verði afgreidd á Alþingi reglulega svo hægt sé að standa undir markmiðunum. Þá vill Samfylkingin fjölga virkjunarkostum í nýtingarflokki í samræmi við tillögur verkefnastjórnar rammaáætlunar og ráðast í lagabreytingar sem eru til þess fallnar að hraða leyfisveitingum vegna framkvæmda sem hafa verið samkþykktar í nýtingarflokk. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, með útspilið sem kynnt var í dag.Samfylkingin Auðlindagjald og fjárfestingar í samgönguinnviðum Sagt er í útspilinu að engin auðlindastefna sé á Íslandi, engin heildarsýn á nýtingu náttúruauðlinda. Samfylkingin vill taka upp almenn auðlindagjöld, að hætti Norðmanna, frá fyrsta kjörtímabili í nýrri ríkisstjórn. Tekjum yrði skipt á milli sveitarélaga og ríkissjóðs, til að stilla saman hagsmuni nærsamfélags og þjóðar. Auðlindagjöldin yrðu tekin í sjávarútvegi, fiskeldi, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Þar að auki kallar Samfylkingin eftir hærra veiðigjaldi með þrepaskiptingu. Bent er á það að fjárfestingar í samgönguinnviðum á Íslandi sé langt undir meðaltali OECD-ríkja. Samfylkingin vill að fjárfestingarnar fari aftur upp í meðaltal ríkjanna fyrir árið 2030. Lögð verði áhersla á að bora jarðgöng, og alltaf séu framkvæmdir við ein til tvö jarðgöng í gangi. Þá kallar Samfylkingin eftir því að stjórnvöld hafi stefnu um það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi til að standa undir íslenskum kjörum og velferð. Taka verði fast á félagslegum undirboðum og stofnað verði Atvinnuvegaráð Íslands með ráðgefandi hlutverk við mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Hægt er að lesa útspilið í heild sinni á síðu Samfylkingarinnar.
Samfylkingin Orkumál Samgöngur Skattar og tollar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira