Sérfræðingarnir ekki sammála og mikil spenna fyrir oddaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 12:00 Haukakonan Tinna Guðrún Alexandersdóttir verður í stóru hlutverki í leiknum í kvöld. Vísir/Diego Haukar og Stjarnan spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi til að spá fyrir um hvernig fer í kvöld. Lið Hauka og Stjörnunnar hafa bæði unnið tvo leiki í einvíginu, Haukastelpurnar unnu báða leikina í Hafnarfirði en Stjörnustelpur unnu báða leikina í Garðabæ. Í kvöld verður spilað í Ólafssal á Ásvöllum, heimavelli Hauka. Sigurvegari leiksins í kvöld mætir síðan deildar- og bikarmeisturum Keflavíkur í undanúrslitunum en í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Grindavík og Njarðvík. Leikurinn á Ásvöllum í kvöld hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 á sömu rás. Haukar enduðu einu sæti og einum sigri á undan Stjörnuliðinu í vetur en unnu þrjá af fjórum deildarleikjum liðanna í vetur. Stjörnukonur hafa enn fremur tapað fjórum sinnum á Ásvöllum í vetur, í deild og úrslitakeppnin, en það munaði aðeins tveimur stigum í síðasta leik. Stjörnuliðið er ungt og óreynt í úrslitakeppni en þær sýndu í síðasta leik að þær gefast aldrei upp. Þær voru fjórtán stigum undir í byrjun fjórða leikhluta og á leið í sumarfrí em unnu lokakafla leiksins 29-6 og tryggðu sér oddaleik. Haukakonur þekkja þessa stöðu miklu betur. Þær eru að spila oddaleik þriðja árið í röð en hafa reyndar tapað hinum tveimur (í lokaúrslitum 2022 og í undanúrslitum 2023). Nú hlýtur mottó þeirra að vera allt er þegar þrennt er. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins í kvöld og þar vekur athygli að sérfræðingarnir eru ekki sammála. Það sýnir því svart á hvítu að það er mikil spenna í loftinu fyrir þennan oddaleik. Þrír spá Haukum sigri og þrír spá Stjörnunni sigri. Þetta getur því ekki verið jafnara. Spá sérfræðinganna um oddaleik Hauka og Stjörnunnar: - Ólöf Helga Pálsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Leikurinn í járnum og endar með tveggja stiga mun eða framlengdum leik. Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Keira Robinson í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er alveg sama. - Hallveig Jónsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Mjög jafn leikur Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er slétt sama hverjar þær fá. Þær vinna bæði þessi lið 3-0 og í versta falli 3-1. - Bryndís Guðmundsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Stjarnan vinnur þetta með fimm stigum. Hver verður best? Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir í Stjörnunni Hvern vill Keflavík fá? Skiptir ekki máli hvort liðið þær fá. Keflavík vinnur þá seríu 3-0. - Pálína Gunnlaugsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Leikurinn verður í járnum frá fyrstu til síðustu mínútu. Spennustigið hátt og skotnýting beggja liða slök. Mikill barátta og barningur. Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins en allir litlu töffararnir verða í hlutverki. - Berglind Gunnarsdóttir Hver vinnur? Haukar Hvernig? Vinna með sex til átta stigum Hver verður best? Keira Robinson og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skilar sínu Hvern vill Keflavík fá? Keflavik slett sama og taka næstu seríu 3-1. - Ingibjörg Jakobsdóttir Hver vinnur? Stjarnan Hvernig? Stjarnan vinnur sannfærandi Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins ásamt Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. Hvern vill Keflavík fá? Keflavik er slétt sama. Vilja bara spila við hvern sem er. Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
Lið Hauka og Stjörnunnar hafa bæði unnið tvo leiki í einvíginu, Haukastelpurnar unnu báða leikina í Hafnarfirði en Stjörnustelpur unnu báða leikina í Garðabæ. Í kvöld verður spilað í Ólafssal á Ásvöllum, heimavelli Hauka. Sigurvegari leiksins í kvöld mætir síðan deildar- og bikarmeisturum Keflavíkur í undanúrslitunum en í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Grindavík og Njarðvík. Leikurinn á Ásvöllum í kvöld hefst klukkan 19.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 á sömu rás. Haukar enduðu einu sæti og einum sigri á undan Stjörnuliðinu í vetur en unnu þrjá af fjórum deildarleikjum liðanna í vetur. Stjörnukonur hafa enn fremur tapað fjórum sinnum á Ásvöllum í vetur, í deild og úrslitakeppnin, en það munaði aðeins tveimur stigum í síðasta leik. Stjörnuliðið er ungt og óreynt í úrslitakeppni en þær sýndu í síðasta leik að þær gefast aldrei upp. Þær voru fjórtán stigum undir í byrjun fjórða leikhluta og á leið í sumarfrí em unnu lokakafla leiksins 29-6 og tryggðu sér oddaleik. Haukakonur þekkja þessa stöðu miklu betur. Þær eru að spila oddaleik þriðja árið í röð en hafa reyndar tapað hinum tveimur (í lokaúrslitum 2022 og í undanúrslitum 2023). Nú hlýtur mottó þeirra að vera allt er þegar þrennt er. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins í kvöld og þar vekur athygli að sérfræðingarnir eru ekki sammála. Það sýnir því svart á hvítu að það er mikil spenna í loftinu fyrir þennan oddaleik. Þrír spá Haukum sigri og þrír spá Stjörnunni sigri. Þetta getur því ekki verið jafnara. Spá sérfræðinganna um oddaleik Hauka og Stjörnunnar: - Ólöf Helga Pálsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Leikurinn í járnum og endar með tveggja stiga mun eða framlengdum leik. Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Keira Robinson í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er alveg sama. - Hallveig Jónsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Mjög jafn leikur Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er slétt sama hverjar þær fá. Þær vinna bæði þessi lið 3-0 og í versta falli 3-1. - Bryndís Guðmundsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Stjarnan vinnur þetta með fimm stigum. Hver verður best? Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir í Stjörnunni Hvern vill Keflavík fá? Skiptir ekki máli hvort liðið þær fá. Keflavík vinnur þá seríu 3-0. - Pálína Gunnlaugsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Leikurinn verður í járnum frá fyrstu til síðustu mínútu. Spennustigið hátt og skotnýting beggja liða slök. Mikill barátta og barningur. Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins en allir litlu töffararnir verða í hlutverki. - Berglind Gunnarsdóttir Hver vinnur? Haukar Hvernig? Vinna með sex til átta stigum Hver verður best? Keira Robinson og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skilar sínu Hvern vill Keflavík fá? Keflavik slett sama og taka næstu seríu 3-1. - Ingibjörg Jakobsdóttir Hver vinnur? Stjarnan Hvernig? Stjarnan vinnur sannfærandi Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins ásamt Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. Hvern vill Keflavík fá? Keflavik er slétt sama. Vilja bara spila við hvern sem er.
Spá sérfræðinganna um oddaleik Hauka og Stjörnunnar: - Ólöf Helga Pálsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Leikurinn í járnum og endar með tveggja stiga mun eða framlengdum leik. Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Keira Robinson í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er alveg sama. - Hallveig Jónsdóttir Hver vinnur? Haukar. Hvernig? Mjög jafn leikur Hver verður best? Tinna Guðrún Alexandersdóttir í Haukum Hvern vill Keflavík fá? Keflavík er slétt sama hverjar þær fá. Þær vinna bæði þessi lið 3-0 og í versta falli 3-1. - Bryndís Guðmundsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Stjarnan vinnur þetta með fimm stigum. Hver verður best? Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir í Stjörnunni Hvern vill Keflavík fá? Skiptir ekki máli hvort liðið þær fá. Keflavík vinnur þá seríu 3-0. - Pálína Gunnlaugsdóttir Hver vinnur? Stjarnan. Hvernig? Leikurinn verður í járnum frá fyrstu til síðustu mínútu. Spennustigið hátt og skotnýting beggja liða slök. Mikill barátta og barningur. Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins en allir litlu töffararnir verða í hlutverki. - Berglind Gunnarsdóttir Hver vinnur? Haukar Hvernig? Vinna með sex til átta stigum Hver verður best? Keira Robinson og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skilar sínu Hvern vill Keflavík fá? Keflavik slett sama og taka næstu seríu 3-1. - Ingibjörg Jakobsdóttir Hver vinnur? Stjarnan Hvernig? Stjarnan vinnur sannfærandi Hver verður best? Katarzyna Trzeciak verður maður leiksins ásamt Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. Hvern vill Keflavík fá? Keflavik er slétt sama. Vilja bara spila við hvern sem er.
Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira