Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2024 16:47 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir á í vök að verjast á þinginu en gríðarleg andstaða er við frumvarp sem hún mælti fyrir í dag og er því fundið flest til foráttu. vísir/vilhelm Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri sambandsins hefur sent öllum þingmönnum og ráðherrum ályktun fundarins sem fram fór fram 19. til 20 apríl. Þar segir: „Opið sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi við Íslandsstrendur veldur óhjákvæmilega erfðablöndun sem á endanum verður banabiti íslenskra laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem vegið geta upp neikvæð áhrif erfðablöndunar og íslenskir laxastofnar eru sérlega viðkvæmir fyrir henni nú þegar stofnstærðin er í lágmarki. Því krefst fundurinn þess að slíku eldi verði hætt eigi síðar en árið 2030. Þangað til verði einungis heimilt eldi með ófrjóum laxi í opnum kvíum.“ Þá varar aðalfundurinn við því að framlagt frumvarp um lagareldi á alþingi verði samþykkt óbreytt: Það myndi þýða útrýmingu villtra laxastofna.“ Í erindi Gunnars Arnar er það harmað að frumvarpið hafi tekið breytingum frá því það var lagt fyrir í samráðsgátt á þann hátt að verndun villtra laxastofna hefur verið takmörkuð. Lágmarksbreytingar sem gera þarf á frumvarpinu eru eftirfarandi: Banna notkun á frjóum laxi þegar í stað, þó þannig að þær kynslóðir sem nú eru í sjókvíum fái að klára sinn vöxt. Rekstrar- og starfsleyfi þurfa að vera tímabundin en ekki ótímabundin eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Strok eldisfiska þarf að leiða til lækkunnar framleiðsluheimilda (laxahlutar) eins gert var ráð fyrir í frumvarpinu sem lagt var fram í samráðsgátt. Þó þarf að hækka þau viðmið sem þar voru lögð til og eins þarf óþekkt strok að sæta afleiðingum líkt og lagt var til í upphafi. Verði fésektir niðurstaðan þarf að taka þak af hámarkssekt. Lækka þarf viðmiðunarmörk affalla á eldisfiski. „Ég grátbið ráðherra til að beita sér fyrir breytingum“ Þingmenn Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Viðreisnar hafa lýst yfir því að þeir séu óendanlega daprir vegna þess máls sem verið er að ræða í sal Alþingis, svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar. „Ég veit ekki hvert Vinstri græn eru komin.“ Hún grátbað ráðherra að beita sér fyrir breytingum á frumvarpinu. Tekist er á um meðal annars hvort ástæða sé til að veita rekstrarleyfi um aldur og ævi og spurt er hvers vegna fallið hafi verið frá því í meðförum ríkisstjórnar að fyrirtæki sættu framleiðsluskerðingum vegna stroks á eldisfiski og ætla í stað þess að beita sektum. Þá var það gagnrýnt að lítið sem ekkert ætti að greiða fyrir leyfin. Bjarkey Ólsen situr við sinn keyp og heldur því staðfastlega fram að um framfararskref sé að ræða. Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri sambandsins hefur sent öllum þingmönnum og ráðherrum ályktun fundarins sem fram fór fram 19. til 20 apríl. Þar segir: „Opið sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi við Íslandsstrendur veldur óhjákvæmilega erfðablöndun sem á endanum verður banabiti íslenskra laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem vegið geta upp neikvæð áhrif erfðablöndunar og íslenskir laxastofnar eru sérlega viðkvæmir fyrir henni nú þegar stofnstærðin er í lágmarki. Því krefst fundurinn þess að slíku eldi verði hætt eigi síðar en árið 2030. Þangað til verði einungis heimilt eldi með ófrjóum laxi í opnum kvíum.“ Þá varar aðalfundurinn við því að framlagt frumvarp um lagareldi á alþingi verði samþykkt óbreytt: Það myndi þýða útrýmingu villtra laxastofna.“ Í erindi Gunnars Arnar er það harmað að frumvarpið hafi tekið breytingum frá því það var lagt fyrir í samráðsgátt á þann hátt að verndun villtra laxastofna hefur verið takmörkuð. Lágmarksbreytingar sem gera þarf á frumvarpinu eru eftirfarandi: Banna notkun á frjóum laxi þegar í stað, þó þannig að þær kynslóðir sem nú eru í sjókvíum fái að klára sinn vöxt. Rekstrar- og starfsleyfi þurfa að vera tímabundin en ekki ótímabundin eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Strok eldisfiska þarf að leiða til lækkunnar framleiðsluheimilda (laxahlutar) eins gert var ráð fyrir í frumvarpinu sem lagt var fram í samráðsgátt. Þó þarf að hækka þau viðmið sem þar voru lögð til og eins þarf óþekkt strok að sæta afleiðingum líkt og lagt var til í upphafi. Verði fésektir niðurstaðan þarf að taka þak af hámarkssekt. Lækka þarf viðmiðunarmörk affalla á eldisfiski. „Ég grátbið ráðherra til að beita sér fyrir breytingum“ Þingmenn Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Viðreisnar hafa lýst yfir því að þeir séu óendanlega daprir vegna þess máls sem verið er að ræða í sal Alþingis, svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar. „Ég veit ekki hvert Vinstri græn eru komin.“ Hún grátbað ráðherra að beita sér fyrir breytingum á frumvarpinu. Tekist er á um meðal annars hvort ástæða sé til að veita rekstrarleyfi um aldur og ævi og spurt er hvers vegna fallið hafi verið frá því í meðförum ríkisstjórnar að fyrirtæki sættu framleiðsluskerðingum vegna stroks á eldisfiski og ætla í stað þess að beita sektum. Þá var það gagnrýnt að lítið sem ekkert ætti að greiða fyrir leyfin. Bjarkey Ólsen situr við sinn keyp og heldur því staðfastlega fram að um framfararskref sé að ræða.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39