Er þetta í alvöru verðlaunaefni? Snorri Másson skrifar 23. apríl 2024 10:30 Fyrsta enskumælandi pólitíska ráð á landinu er í Mýrdalshreppi og hlaut það samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár. Meira en 60% íbúa í Mýrdalshreppi hafa erlent ríkisfang og þeim hefur fjölgað stöðugt. Fyrir tveimur árum ákvað sveitarstjórnin þar að koma á laggirnar enskumælandi pólitísku ráði til þess að vera ráðgefandi um ýmis málefni sveitarfélagsins. Þar má segja að ákveðin stífla hafi brostið gagnvart íslenskri tungu, sem hefur hingað til verið eina opinbera málið í landinu – nú fer stjórnsýsla í landinu fram á íslensku og ensku; því verður ekki lýst öðruvísi. Sporin hræða… Svona atburður ætti að vekja alla til alvarlegrar umhugsunar um þróunina, enda byrjar þetta smátt en getur hratt undið upp á sig. Loks getur komið að því að það mun þykja sjálfsögð „sanngirni“ að halda til dæmis þingfundi á ensku. Mörgum finnst þetta þó ekki tiltökumál. Þegar Mýrdalshreppur innleiddi ensku stjórnsýsluna á sínum tíma árið 2022 skrifaði Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar: „Væri það ekki góð hugmynd fyrir önnur sveitarfélög að fara að fordæmi Mýrdælinga og stofna til slíkra ráða?“ Meira svona, sem sagt! Nú í vikunni tilkynnti Byggðastofnun um að veita ætti Mýrdalshreppi samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar fyrir þetta enskumælandi ráð. Samfélagsviðurkenningunni, Landstólpanum, er lýst svona: „Landstólpann hafa hlotið einstaklingar, fyrirtæki og hópar sem þykja hafa skarað fram úr í verkefnum sínum og störfum. Landstólpinn er viðurkenning hugsuð sem nokkurs konar hvatningar- og bjartsýnisverðlaun.“ Í umfjöllun um verðlaunin er Tomasz Chochołowicz, formaður enskumælandi ráðsins í Mýrdalshreppi, tekinn tali: „Ég var búinn að búa í Vík í átta ár en fannst ég aldrei tilheyra að fullu eða geta haft einhver áhrif á samfélagið. Það er frábært að þarna sé kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar og geta komið sínum hugmyndum á framfæri.“ Hér birtist okkur sú sýn að eina leið íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif, eða í það minnsta áhrifamesta leið þeirra til að gera það, sé að stjórnsýslan færist yfir á ensku. Eins og það sé varla hægt að ætlast til þess úr þessu að umræddir íbúar læri íslensku og hafi áhrif eftir þeirri leið. Í tilkynningu Byggðastofnunar er orðræðan á þá leið að enska stjórnsýslan sé „mikilvægt jafnréttismál“, enda hafi ekki allir „sömu tækifærin“ til að læra íslensku heldur sé þarna (fyrst!) loksins „kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar.“ Ef þessi sjónarmið eru tekin alla leið að sínum lógíska endapunkti getur hin eina sanna Inngilding™ ekki orðið fyrr en við tökum upp ensku sem opinbert mál á öllum stigum, enda verður alltaf einhver sem ekki skilur íslensku. Menn munu varla treysta sér til að setja sig upp á móti svo „mikilvægu jafnréttismáli“ þegar þar að kemur. Það er kostulegt út af fyrir sig að Byggðastofnun skuli veita sveitarfélögum hvatningarverðlaun fyrir að minnka hlut íslenskrar tungu í opinberri stjórnsýslu. En það er alvarlegra rannsóknarefni ef Byggðastofnun telur þróunina í Vík í Mýrdal vera góða byggðastefnu, þar sem sveitarfélagið reiðir sig á eina atvinnugrein, íbúar með erlent ríkisfang eru í yfirgnæfandi meirihluta og það er orðinn óvinnandi vegur að reka samfélagið á íslensku. Höfundur er ritstjóri á https://www.ritstjori.is/. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Íslensk tunga Stjórnsýsla Snorri Másson Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fyrsta enskumælandi pólitíska ráð á landinu er í Mýrdalshreppi og hlaut það samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár. Meira en 60% íbúa í Mýrdalshreppi hafa erlent ríkisfang og þeim hefur fjölgað stöðugt. Fyrir tveimur árum ákvað sveitarstjórnin þar að koma á laggirnar enskumælandi pólitísku ráði til þess að vera ráðgefandi um ýmis málefni sveitarfélagsins. Þar má segja að ákveðin stífla hafi brostið gagnvart íslenskri tungu, sem hefur hingað til verið eina opinbera málið í landinu – nú fer stjórnsýsla í landinu fram á íslensku og ensku; því verður ekki lýst öðruvísi. Sporin hræða… Svona atburður ætti að vekja alla til alvarlegrar umhugsunar um þróunina, enda byrjar þetta smátt en getur hratt undið upp á sig. Loks getur komið að því að það mun þykja sjálfsögð „sanngirni“ að halda til dæmis þingfundi á ensku. Mörgum finnst þetta þó ekki tiltökumál. Þegar Mýrdalshreppur innleiddi ensku stjórnsýsluna á sínum tíma árið 2022 skrifaði Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar: „Væri það ekki góð hugmynd fyrir önnur sveitarfélög að fara að fordæmi Mýrdælinga og stofna til slíkra ráða?“ Meira svona, sem sagt! Nú í vikunni tilkynnti Byggðastofnun um að veita ætti Mýrdalshreppi samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar fyrir þetta enskumælandi ráð. Samfélagsviðurkenningunni, Landstólpanum, er lýst svona: „Landstólpann hafa hlotið einstaklingar, fyrirtæki og hópar sem þykja hafa skarað fram úr í verkefnum sínum og störfum. Landstólpinn er viðurkenning hugsuð sem nokkurs konar hvatningar- og bjartsýnisverðlaun.“ Í umfjöllun um verðlaunin er Tomasz Chochołowicz, formaður enskumælandi ráðsins í Mýrdalshreppi, tekinn tali: „Ég var búinn að búa í Vík í átta ár en fannst ég aldrei tilheyra að fullu eða geta haft einhver áhrif á samfélagið. Það er frábært að þarna sé kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar og geta komið sínum hugmyndum á framfæri.“ Hér birtist okkur sú sýn að eina leið íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif, eða í það minnsta áhrifamesta leið þeirra til að gera það, sé að stjórnsýslan færist yfir á ensku. Eins og það sé varla hægt að ætlast til þess úr þessu að umræddir íbúar læri íslensku og hafi áhrif eftir þeirri leið. Í tilkynningu Byggðastofnunar er orðræðan á þá leið að enska stjórnsýslan sé „mikilvægt jafnréttismál“, enda hafi ekki allir „sömu tækifærin“ til að læra íslensku heldur sé þarna (fyrst!) loksins „kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar.“ Ef þessi sjónarmið eru tekin alla leið að sínum lógíska endapunkti getur hin eina sanna Inngilding™ ekki orðið fyrr en við tökum upp ensku sem opinbert mál á öllum stigum, enda verður alltaf einhver sem ekki skilur íslensku. Menn munu varla treysta sér til að setja sig upp á móti svo „mikilvægu jafnréttismáli“ þegar þar að kemur. Það er kostulegt út af fyrir sig að Byggðastofnun skuli veita sveitarfélögum hvatningarverðlaun fyrir að minnka hlut íslenskrar tungu í opinberri stjórnsýslu. En það er alvarlegra rannsóknarefni ef Byggðastofnun telur þróunina í Vík í Mýrdal vera góða byggðastefnu, þar sem sveitarfélagið reiðir sig á eina atvinnugrein, íbúar með erlent ríkisfang eru í yfirgnæfandi meirihluta og það er orðinn óvinnandi vegur að reka samfélagið á íslensku. Höfundur er ritstjóri á https://www.ritstjori.is/.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun