Segja baráttuna bara rétt að hefjast Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2024 22:47 Helga Þórisdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Vísir/Arnar Þær Helga Þórisdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir, forsetaframbjóðendur, segja kosningabaráttuna rétt að byrja og þær muni láta ljós þeirra skína. Ásdís er nýbúin að safna nægilega mörgum undirskriftum og Helga segist á lokametrunum með það. „Þetta er að detta inn. Þetta eru búnir að vera stórkostlegir lokametrar. Gríðarlegur stuðningur og mikið fylgi sem ég fæ þegar ég fer meðal fólks, þannig að þetta er allt að gerast,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði það eiginlega merkilegt að hún hefði lítinn stuðning fengið úr opinbera geiranum, þar sem hún hefði lengi starfað, vegna þess að þar væri fólk að passa upp á hlutleysi sitt. Þess í stað hefði hún fengið nýjan og óvæntan stuðning frá ungu fólki þessa lands. „Það er bara tíu plús,“ sagði Helga um þá einkunn sem það unga fólk fær. Sjá einnig: Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Ásdís Rán , segist hafa klárað að safna undirskriftum í gær. Hún væri ofboðslega fegin með að hafa klárað söfnunina. „Þetta er búið að vera svolítið strembið verkefni en samt skemmtilegt líka,“ sagði Ásdís. Hún sagði viðtökurnar sem hún hefði fengið hjá kjósendum hafa verið ótrúlega góðar. Viðtalið við Helgu og Ásdísi má sjá í spilaranum hér að neðan. Bæði Helga og Ásdís hafa mælst með lítið fylgi. Helga sagði að framtíðin yrði að koma í ljós en henni hefði verið bent á að fyrsta hollið snerist um það hver væri þekktastur. Síðan muni baráttan fara að snúast um þekkingu, innstæðu og málefnin. „Þá held ég að fólk geti komið á óvart,“ sagði Helga. Ásdís sagðist ekki viss um að hún hefði fengið að vera með í flestum könnunum hingað til. Hún hefði verið með fínt fylgi í þeim könnunum sem hún hefði verið með í. „Ég held að vinsældir mínar eigi eftir að koma meira í ljós eftir því sem líður á vikurnar, út af því að ég á eftir að fá að láta ljós mitt skína fyrir framan þjóðina,“ sagði Ásdís. Báðar sögðu þær kosningabaráttuna bara rétt að byrja. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Katrín, Halla og Steinunn Ólína mætast í Pallborðinu á morgun Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að bjóða til sín forsetaframbjóðendum í Pallborðið, sem sýnt er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 22. apríl 2024 19:00 Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. 22. apríl 2024 17:18 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Þetta er að detta inn. Þetta eru búnir að vera stórkostlegir lokametrar. Gríðarlegur stuðningur og mikið fylgi sem ég fæ þegar ég fer meðal fólks, þannig að þetta er allt að gerast,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði það eiginlega merkilegt að hún hefði lítinn stuðning fengið úr opinbera geiranum, þar sem hún hefði lengi starfað, vegna þess að þar væri fólk að passa upp á hlutleysi sitt. Þess í stað hefði hún fengið nýjan og óvæntan stuðning frá ungu fólki þessa lands. „Það er bara tíu plús,“ sagði Helga um þá einkunn sem það unga fólk fær. Sjá einnig: Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Ásdís Rán , segist hafa klárað að safna undirskriftum í gær. Hún væri ofboðslega fegin með að hafa klárað söfnunina. „Þetta er búið að vera svolítið strembið verkefni en samt skemmtilegt líka,“ sagði Ásdís. Hún sagði viðtökurnar sem hún hefði fengið hjá kjósendum hafa verið ótrúlega góðar. Viðtalið við Helgu og Ásdísi má sjá í spilaranum hér að neðan. Bæði Helga og Ásdís hafa mælst með lítið fylgi. Helga sagði að framtíðin yrði að koma í ljós en henni hefði verið bent á að fyrsta hollið snerist um það hver væri þekktastur. Síðan muni baráttan fara að snúast um þekkingu, innstæðu og málefnin. „Þá held ég að fólk geti komið á óvart,“ sagði Helga. Ásdís sagðist ekki viss um að hún hefði fengið að vera með í flestum könnunum hingað til. Hún hefði verið með fínt fylgi í þeim könnunum sem hún hefði verið með í. „Ég held að vinsældir mínar eigi eftir að koma meira í ljós eftir því sem líður á vikurnar, út af því að ég á eftir að fá að láta ljós mitt skína fyrir framan þjóðina,“ sagði Ásdís. Báðar sögðu þær kosningabaráttuna bara rétt að byrja.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Katrín, Halla og Steinunn Ólína mætast í Pallborðinu á morgun Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að bjóða til sín forsetaframbjóðendum í Pallborðið, sem sýnt er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 22. apríl 2024 19:00 Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. 22. apríl 2024 17:18 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Katrín, Halla og Steinunn Ólína mætast í Pallborðinu á morgun Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að bjóða til sín forsetaframbjóðendum í Pallborðið, sem sýnt er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 22. apríl 2024 19:00
Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. 22. apríl 2024 17:18
Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47