Segja baráttuna bara rétt að hefjast Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2024 22:47 Helga Þórisdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Vísir/Arnar Þær Helga Þórisdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir, forsetaframbjóðendur, segja kosningabaráttuna rétt að byrja og þær muni láta ljós þeirra skína. Ásdís er nýbúin að safna nægilega mörgum undirskriftum og Helga segist á lokametrunum með það. „Þetta er að detta inn. Þetta eru búnir að vera stórkostlegir lokametrar. Gríðarlegur stuðningur og mikið fylgi sem ég fæ þegar ég fer meðal fólks, þannig að þetta er allt að gerast,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði það eiginlega merkilegt að hún hefði lítinn stuðning fengið úr opinbera geiranum, þar sem hún hefði lengi starfað, vegna þess að þar væri fólk að passa upp á hlutleysi sitt. Þess í stað hefði hún fengið nýjan og óvæntan stuðning frá ungu fólki þessa lands. „Það er bara tíu plús,“ sagði Helga um þá einkunn sem það unga fólk fær. Sjá einnig: Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Ásdís Rán , segist hafa klárað að safna undirskriftum í gær. Hún væri ofboðslega fegin með að hafa klárað söfnunina. „Þetta er búið að vera svolítið strembið verkefni en samt skemmtilegt líka,“ sagði Ásdís. Hún sagði viðtökurnar sem hún hefði fengið hjá kjósendum hafa verið ótrúlega góðar. Viðtalið við Helgu og Ásdísi má sjá í spilaranum hér að neðan. Bæði Helga og Ásdís hafa mælst með lítið fylgi. Helga sagði að framtíðin yrði að koma í ljós en henni hefði verið bent á að fyrsta hollið snerist um það hver væri þekktastur. Síðan muni baráttan fara að snúast um þekkingu, innstæðu og málefnin. „Þá held ég að fólk geti komið á óvart,“ sagði Helga. Ásdís sagðist ekki viss um að hún hefði fengið að vera með í flestum könnunum hingað til. Hún hefði verið með fínt fylgi í þeim könnunum sem hún hefði verið með í. „Ég held að vinsældir mínar eigi eftir að koma meira í ljós eftir því sem líður á vikurnar, út af því að ég á eftir að fá að láta ljós mitt skína fyrir framan þjóðina,“ sagði Ásdís. Báðar sögðu þær kosningabaráttuna bara rétt að byrja. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Katrín, Halla og Steinunn Ólína mætast í Pallborðinu á morgun Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að bjóða til sín forsetaframbjóðendum í Pallborðið, sem sýnt er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 22. apríl 2024 19:00 Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. 22. apríl 2024 17:18 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira
„Þetta er að detta inn. Þetta eru búnir að vera stórkostlegir lokametrar. Gríðarlegur stuðningur og mikið fylgi sem ég fæ þegar ég fer meðal fólks, þannig að þetta er allt að gerast,“ sagði Helga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði það eiginlega merkilegt að hún hefði lítinn stuðning fengið úr opinbera geiranum, þar sem hún hefði lengi starfað, vegna þess að þar væri fólk að passa upp á hlutleysi sitt. Þess í stað hefði hún fengið nýjan og óvæntan stuðning frá ungu fólki þessa lands. „Það er bara tíu plús,“ sagði Helga um þá einkunn sem það unga fólk fær. Sjá einnig: Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Ásdís Rán , segist hafa klárað að safna undirskriftum í gær. Hún væri ofboðslega fegin með að hafa klárað söfnunina. „Þetta er búið að vera svolítið strembið verkefni en samt skemmtilegt líka,“ sagði Ásdís. Hún sagði viðtökurnar sem hún hefði fengið hjá kjósendum hafa verið ótrúlega góðar. Viðtalið við Helgu og Ásdísi má sjá í spilaranum hér að neðan. Bæði Helga og Ásdís hafa mælst með lítið fylgi. Helga sagði að framtíðin yrði að koma í ljós en henni hefði verið bent á að fyrsta hollið snerist um það hver væri þekktastur. Síðan muni baráttan fara að snúast um þekkingu, innstæðu og málefnin. „Þá held ég að fólk geti komið á óvart,“ sagði Helga. Ásdís sagðist ekki viss um að hún hefði fengið að vera með í flestum könnunum hingað til. Hún hefði verið með fínt fylgi í þeim könnunum sem hún hefði verið með í. „Ég held að vinsældir mínar eigi eftir að koma meira í ljós eftir því sem líður á vikurnar, út af því að ég á eftir að fá að láta ljós mitt skína fyrir framan þjóðina,“ sagði Ásdís. Báðar sögðu þær kosningabaráttuna bara rétt að byrja.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Katrín, Halla og Steinunn Ólína mætast í Pallborðinu á morgun Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að bjóða til sín forsetaframbjóðendum í Pallborðið, sem sýnt er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 22. apríl 2024 19:00 Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. 22. apríl 2024 17:18 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira
Katrín, Halla og Steinunn Ólína mætast í Pallborðinu á morgun Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að bjóða til sín forsetaframbjóðendum í Pallborðið, sem sýnt er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 22. apríl 2024 19:00
Halla telur langt í að fólk sé búið að ákveða sig Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var á ferð um Suðurnes þegar Vísir náði í hana. Hún var að ganga inn á kosningafund á Hótel Keflavík. Hún sagði viðtökurnar á Suðurnesjum slíkar að ef væri miðað við þær væri hún með miklu meira fylgi en menn almennt ætla. 22. apríl 2024 17:18
Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47