Modi sakaður um múslimaandúð í miðjum kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 11:55 Narendra Modi hefur verið forsætisráðherra Indlands í áratug. Hann hefur gert hindúska þjóðernishyggju að ríkjandi hugmyndafræði í landinu á kostað ýmissa minnihlutahópa, sérstaklega múslima. AP/Rajesh Kumar Singh Andstæðingar Narendra Modi forsætisráðherra Indlands saka hann um að fara niðrandi orðum um múslima með ummælum sem hann lét falla um helgina. Þingkosningar hófust á Indlandi á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar á jörðinni. Tæpur milljarður manna hefur atkvæðisrétt í þingkosningunum sem fer fram í fjórum fösum yfir sjö daga til 1. júní. Ekki er búist við því að úrslit liggi fyrir fyrr en 4. júní. Modi býður sig fram til þriðja kjörtímabils sem forsætisráðherra. Honum tókst að reita andstæðinga sína til reiði með ummælum sem virtust beinast að múslimum og Congress-flokknum, aðalkeppinauti hans. Á kosningafundi í Rajasthan-ríki í gær sakaði Modi Congress-flokkinn um að ætla sér að dreifa auði landsins til „þeirra sem eiga mörg börn“ og „flugumanna“. Staðalmynd af múslimum á Indlandi er meðal annars að þeir séu barnmargir. „Fyrri ríkisstjórn [Congress] sagði að múslimar ættu forgang að auðæfum þjóðarinnar. Þetta þýðir að þeir ætla að innheimta fé fólks og dreifa því til hverra? Til þeirra sem eiga fleiri börn. Til flugumannana. Ætti að gefa féð sem þið hafið stritað fyrir flugumönnum?“ spurði Modi stuðningsmenn sína. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Modi hafi þar vísað til ræðu Manmohans Singh, þáverandi forsætisráðherra úr röðum Congress, frá 2006 þar sem hann talaði um að gera minnihlutahópum kleift að njóta ávaxta þróunar samfélagsins. Hatursorðræða til að dreifa athyglinni frá árangri andstæðinganna Mallikarjun Kharge, leiðtogi Congress, fordæmdi ummæli forsætisráðherrans sem „hatursorðræðu“ sem væri ætlað að beina athyglinni frá því að stjórnarandstaðan hafi átt betra gengi að fagna í fyrsta áfanga kosninganna en BJP-flokki hans. „Enginn forsætisráðherra hefur dregið úr virðingu embættis síns jafnmikið og Modi í sögu Indlands,“ sagði Kharge. Hermaður stendur vörð á meðan konur standa í röð og bíða eftir því að greiða atkvæði aftur í Manipur í dag.AP/Bullu Raj Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar gagnrýndu Modi fyrir að ala á sundrung og fjandskap í garð múslima. Saket Gokhale, þingmaður Trinamool Congress-flokksins, hvatti kjósendur til þess að kvarta undan ummælunum til yfirkjörstjórnar landsins. Modi og BJP hafa ítrekað verið sakaðir um að beina spjótum sínum að minnihlutahópum og múslimum sérstaklega. Mannréttindasamtök segja að múslimar sæti mismunun og árásum undir stjórn Modi sem er hindúskur þjóðernissinni. Umdeild lög um ríkisborgararétt sem Modi kom í gegn árið 2019 vöktu hörð mótmæli á Indlandi en þau mismunuðu fólki sem hafði komið ólöglega til landsins á grundvelli trúar. Lögin veittu öðrum en múslimum ríkisborgararétt. Kjósa aftur vegna vopnaðra manna sem eyðilögðu vélar Kosningarnar hafa ekki gengið áfallalaust alls staðar. Kjörstjórn ógilti úrslit ellefu kjörstaða af um þrjú þúsund í Manipur eftir að vopnaðir menn skemmdu kosningavélar þar á föstudag. Kjósendur þurftu því að kjósa aftur í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Átök hafa geisað á milli tveggja þjóðarbrota í ríkinu frá því í fyrra. Cogress-flokkurinn hélt því fram að úrslitum í Manipur hefði verið hagrætt á föstudag og fór fram á að atkvæði yrðu greidd aftur á 47 kjörstöðum. Indland Trúmál Tengdar fréttir Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. 22. janúar 2024 07:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Tæpur milljarður manna hefur atkvæðisrétt í þingkosningunum sem fer fram í fjórum fösum yfir sjö daga til 1. júní. Ekki er búist við því að úrslit liggi fyrir fyrr en 4. júní. Modi býður sig fram til þriðja kjörtímabils sem forsætisráðherra. Honum tókst að reita andstæðinga sína til reiði með ummælum sem virtust beinast að múslimum og Congress-flokknum, aðalkeppinauti hans. Á kosningafundi í Rajasthan-ríki í gær sakaði Modi Congress-flokkinn um að ætla sér að dreifa auði landsins til „þeirra sem eiga mörg börn“ og „flugumanna“. Staðalmynd af múslimum á Indlandi er meðal annars að þeir séu barnmargir. „Fyrri ríkisstjórn [Congress] sagði að múslimar ættu forgang að auðæfum þjóðarinnar. Þetta þýðir að þeir ætla að innheimta fé fólks og dreifa því til hverra? Til þeirra sem eiga fleiri börn. Til flugumannana. Ætti að gefa féð sem þið hafið stritað fyrir flugumönnum?“ spurði Modi stuðningsmenn sína. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Modi hafi þar vísað til ræðu Manmohans Singh, þáverandi forsætisráðherra úr röðum Congress, frá 2006 þar sem hann talaði um að gera minnihlutahópum kleift að njóta ávaxta þróunar samfélagsins. Hatursorðræða til að dreifa athyglinni frá árangri andstæðinganna Mallikarjun Kharge, leiðtogi Congress, fordæmdi ummæli forsætisráðherrans sem „hatursorðræðu“ sem væri ætlað að beina athyglinni frá því að stjórnarandstaðan hafi átt betra gengi að fagna í fyrsta áfanga kosninganna en BJP-flokki hans. „Enginn forsætisráðherra hefur dregið úr virðingu embættis síns jafnmikið og Modi í sögu Indlands,“ sagði Kharge. Hermaður stendur vörð á meðan konur standa í röð og bíða eftir því að greiða atkvæði aftur í Manipur í dag.AP/Bullu Raj Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar gagnrýndu Modi fyrir að ala á sundrung og fjandskap í garð múslima. Saket Gokhale, þingmaður Trinamool Congress-flokksins, hvatti kjósendur til þess að kvarta undan ummælunum til yfirkjörstjórnar landsins. Modi og BJP hafa ítrekað verið sakaðir um að beina spjótum sínum að minnihlutahópum og múslimum sérstaklega. Mannréttindasamtök segja að múslimar sæti mismunun og árásum undir stjórn Modi sem er hindúskur þjóðernissinni. Umdeild lög um ríkisborgararétt sem Modi kom í gegn árið 2019 vöktu hörð mótmæli á Indlandi en þau mismunuðu fólki sem hafði komið ólöglega til landsins á grundvelli trúar. Lögin veittu öðrum en múslimum ríkisborgararétt. Kjósa aftur vegna vopnaðra manna sem eyðilögðu vélar Kosningarnar hafa ekki gengið áfallalaust alls staðar. Kjörstjórn ógilti úrslit ellefu kjörstaða af um þrjú þúsund í Manipur eftir að vopnaðir menn skemmdu kosningavélar þar á föstudag. Kjósendur þurftu því að kjósa aftur í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Átök hafa geisað á milli tveggja þjóðarbrota í ríkinu frá því í fyrra. Cogress-flokkurinn hélt því fram að úrslitum í Manipur hefði verið hagrætt á föstudag og fór fram á að atkvæði yrðu greidd aftur á 47 kjörstöðum.
Indland Trúmál Tengdar fréttir Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. 22. janúar 2024 07:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. 22. janúar 2024 07:58