Modi sakaður um múslimaandúð í miðjum kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2024 11:55 Narendra Modi hefur verið forsætisráðherra Indlands í áratug. Hann hefur gert hindúska þjóðernishyggju að ríkjandi hugmyndafræði í landinu á kostað ýmissa minnihlutahópa, sérstaklega múslima. AP/Rajesh Kumar Singh Andstæðingar Narendra Modi forsætisráðherra Indlands saka hann um að fara niðrandi orðum um múslima með ummælum sem hann lét falla um helgina. Þingkosningar hófust á Indlandi á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar á jörðinni. Tæpur milljarður manna hefur atkvæðisrétt í þingkosningunum sem fer fram í fjórum fösum yfir sjö daga til 1. júní. Ekki er búist við því að úrslit liggi fyrir fyrr en 4. júní. Modi býður sig fram til þriðja kjörtímabils sem forsætisráðherra. Honum tókst að reita andstæðinga sína til reiði með ummælum sem virtust beinast að múslimum og Congress-flokknum, aðalkeppinauti hans. Á kosningafundi í Rajasthan-ríki í gær sakaði Modi Congress-flokkinn um að ætla sér að dreifa auði landsins til „þeirra sem eiga mörg börn“ og „flugumanna“. Staðalmynd af múslimum á Indlandi er meðal annars að þeir séu barnmargir. „Fyrri ríkisstjórn [Congress] sagði að múslimar ættu forgang að auðæfum þjóðarinnar. Þetta þýðir að þeir ætla að innheimta fé fólks og dreifa því til hverra? Til þeirra sem eiga fleiri börn. Til flugumannana. Ætti að gefa féð sem þið hafið stritað fyrir flugumönnum?“ spurði Modi stuðningsmenn sína. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Modi hafi þar vísað til ræðu Manmohans Singh, þáverandi forsætisráðherra úr röðum Congress, frá 2006 þar sem hann talaði um að gera minnihlutahópum kleift að njóta ávaxta þróunar samfélagsins. Hatursorðræða til að dreifa athyglinni frá árangri andstæðinganna Mallikarjun Kharge, leiðtogi Congress, fordæmdi ummæli forsætisráðherrans sem „hatursorðræðu“ sem væri ætlað að beina athyglinni frá því að stjórnarandstaðan hafi átt betra gengi að fagna í fyrsta áfanga kosninganna en BJP-flokki hans. „Enginn forsætisráðherra hefur dregið úr virðingu embættis síns jafnmikið og Modi í sögu Indlands,“ sagði Kharge. Hermaður stendur vörð á meðan konur standa í röð og bíða eftir því að greiða atkvæði aftur í Manipur í dag.AP/Bullu Raj Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar gagnrýndu Modi fyrir að ala á sundrung og fjandskap í garð múslima. Saket Gokhale, þingmaður Trinamool Congress-flokksins, hvatti kjósendur til þess að kvarta undan ummælunum til yfirkjörstjórnar landsins. Modi og BJP hafa ítrekað verið sakaðir um að beina spjótum sínum að minnihlutahópum og múslimum sérstaklega. Mannréttindasamtök segja að múslimar sæti mismunun og árásum undir stjórn Modi sem er hindúskur þjóðernissinni. Umdeild lög um ríkisborgararétt sem Modi kom í gegn árið 2019 vöktu hörð mótmæli á Indlandi en þau mismunuðu fólki sem hafði komið ólöglega til landsins á grundvelli trúar. Lögin veittu öðrum en múslimum ríkisborgararétt. Kjósa aftur vegna vopnaðra manna sem eyðilögðu vélar Kosningarnar hafa ekki gengið áfallalaust alls staðar. Kjörstjórn ógilti úrslit ellefu kjörstaða af um þrjú þúsund í Manipur eftir að vopnaðir menn skemmdu kosningavélar þar á föstudag. Kjósendur þurftu því að kjósa aftur í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Átök hafa geisað á milli tveggja þjóðarbrota í ríkinu frá því í fyrra. Cogress-flokkurinn hélt því fram að úrslitum í Manipur hefði verið hagrætt á föstudag og fór fram á að atkvæði yrðu greidd aftur á 47 kjörstöðum. Indland Trúmál Tengdar fréttir Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. 22. janúar 2024 07:58 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Tæpur milljarður manna hefur atkvæðisrétt í þingkosningunum sem fer fram í fjórum fösum yfir sjö daga til 1. júní. Ekki er búist við því að úrslit liggi fyrir fyrr en 4. júní. Modi býður sig fram til þriðja kjörtímabils sem forsætisráðherra. Honum tókst að reita andstæðinga sína til reiði með ummælum sem virtust beinast að múslimum og Congress-flokknum, aðalkeppinauti hans. Á kosningafundi í Rajasthan-ríki í gær sakaði Modi Congress-flokkinn um að ætla sér að dreifa auði landsins til „þeirra sem eiga mörg börn“ og „flugumanna“. Staðalmynd af múslimum á Indlandi er meðal annars að þeir séu barnmargir. „Fyrri ríkisstjórn [Congress] sagði að múslimar ættu forgang að auðæfum þjóðarinnar. Þetta þýðir að þeir ætla að innheimta fé fólks og dreifa því til hverra? Til þeirra sem eiga fleiri börn. Til flugumannana. Ætti að gefa féð sem þið hafið stritað fyrir flugumönnum?“ spurði Modi stuðningsmenn sína. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Modi hafi þar vísað til ræðu Manmohans Singh, þáverandi forsætisráðherra úr röðum Congress, frá 2006 þar sem hann talaði um að gera minnihlutahópum kleift að njóta ávaxta þróunar samfélagsins. Hatursorðræða til að dreifa athyglinni frá árangri andstæðinganna Mallikarjun Kharge, leiðtogi Congress, fordæmdi ummæli forsætisráðherrans sem „hatursorðræðu“ sem væri ætlað að beina athyglinni frá því að stjórnarandstaðan hafi átt betra gengi að fagna í fyrsta áfanga kosninganna en BJP-flokki hans. „Enginn forsætisráðherra hefur dregið úr virðingu embættis síns jafnmikið og Modi í sögu Indlands,“ sagði Kharge. Hermaður stendur vörð á meðan konur standa í röð og bíða eftir því að greiða atkvæði aftur í Manipur í dag.AP/Bullu Raj Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar gagnrýndu Modi fyrir að ala á sundrung og fjandskap í garð múslima. Saket Gokhale, þingmaður Trinamool Congress-flokksins, hvatti kjósendur til þess að kvarta undan ummælunum til yfirkjörstjórnar landsins. Modi og BJP hafa ítrekað verið sakaðir um að beina spjótum sínum að minnihlutahópum og múslimum sérstaklega. Mannréttindasamtök segja að múslimar sæti mismunun og árásum undir stjórn Modi sem er hindúskur þjóðernissinni. Umdeild lög um ríkisborgararétt sem Modi kom í gegn árið 2019 vöktu hörð mótmæli á Indlandi en þau mismunuðu fólki sem hafði komið ólöglega til landsins á grundvelli trúar. Lögin veittu öðrum en múslimum ríkisborgararétt. Kjósa aftur vegna vopnaðra manna sem eyðilögðu vélar Kosningarnar hafa ekki gengið áfallalaust alls staðar. Kjörstjórn ógilti úrslit ellefu kjörstaða af um þrjú þúsund í Manipur eftir að vopnaðir menn skemmdu kosningavélar þar á föstudag. Kjósendur þurftu því að kjósa aftur í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Átök hafa geisað á milli tveggja þjóðarbrota í ríkinu frá því í fyrra. Cogress-flokkurinn hélt því fram að úrslitum í Manipur hefði verið hagrætt á föstudag og fór fram á að atkvæði yrðu greidd aftur á 47 kjörstöðum.
Indland Trúmál Tengdar fréttir Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. 22. janúar 2024 07:58 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Vígði nýtt hindúahof þar sem áður stóð moska Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hóf í dag vígsluathöfn stórs hindúahofs í Ayodhya á reit þar sem áður stóð moska. Miklar deilur hafa staðið um staðinn síðustu aldirnar, en BJP-flokkur Modi, þjóðefnisflokkur hindúa, hefur gert mikið úr vígsluathöfninni, nú þegar styttist í þingkosningar. 22. janúar 2024 07:58