Segja valdarán framið og kirkju aðventista klofna Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2024 08:50 Gavin Anthony formaður safnaðarins. Þeir Jón og Ómar segja stjórnina þumbast við að veita upplýsingar og haldi ekki aðalfund. vísir Tveir félagar í Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA) bera stjórn safnaðarins þungum sökum og segja að þar hafi verið framið valdarán. Þeir segja söfnuðinn klofinn en undir lúra milljarða samningar þar sem heilt fjall er mulið og selt úr landi. Þeir Jón Hjörleifur Stefánsson guðfræðingur og Ómar Torfason sjúkraþjálfari rita grein þar sem þeir segja yfirstandandi aðalfund aðventista nú orðinn 18 mánaða gamlan, þann lengsta sem staðið hefur í 120 ára sögu trúfélagsins á Íslandi. Ástæðan er leynd sem snýst um samninga við Eden Mining, sem er í eigu Eiríks Ingvasonar og Kristins Ólafssonar og þeir eru báðir meðlimir í trúfélaginu. Eden Mining er milliliður sem hefur selt Heidelberg námuréttindi. „Eigendur Eden Mining hafa nefnilega gríðarlegra hagsmuna að gæta. Ef Ölfus veitir Heidelberg endanlega leyfi til að reisa verksmiðjuna þá munu eigendur Eden Mining hagnast gríðarlega. Að fresta aðalfundi hefur líka verið tekjulind fyrir launaða stjórnendur því þeir halda áfram að taka sér laun úr sjóðum kirkjunnar,“ segir meðal annars í afar athyglisverðri grein þeirra Jóns og Ómars. Trúfélag breytist í umboðsskrifstofu fyrir námagröft Þar er því haldið fram að núverandi stjórn hafi sett tvö og aðeins tvö verkefni í öndvegi en fjársvelt önnur verkefni. „Fjölskyldumeðlimir og vinir stjórnarinnar og Eden Mining hafa verið ráðnir í allmargar stöður í þessum tveimur verkefnum. Núverandi starfsmannafjöldi trúfélagsins hefur aukist undanfarin ár og hefur ekki verið jafnmikill áratugum saman. Aukningin er aðallega vegna þess að trúfélagið getur ráðið fleiri núna sökum tekna af samningum kirkjunnar við Eden Mining.“ Hér er því um gagnkvæma hagsmuni að ræða hjá Eden Mining og núverandi stjórn að ekki sé hróflað við samningum og að núverandi stjórn sitji sem lengst og verði helst endurkjörin. „Aðrir meðlimir segja hinsvegar að þetta sé spilling þar sem viss hópur hagnist á þessu fyrirkomulagi en ekki trúfélagið í heild sinni. Áframhaldandi seta stjórnarinnar sé valdarán þar sem hún sitji í umboðsleysi.“ Vísir hefur fjallað ítarlega um verkefnið enda um umdeilda risaframkvæmd að ræða; stórfelldir efnisflutningar um Þorlákshöfn til Evrópu. Risafyrirtækið HeidelbergCement hyggst nota jarðefnin sem íblöndunarefni í sement. Ráðgert er að moka heilu fjalli, Litla-Sandfelli í Þrengslunum, í burtu og flytja úr landi um Þorlákshöfn til frekari vinnslu. Þetta fjall er í eigu Kirkju sjöundadags aðventista. Málið klofið trúfélagið í tvennt Áætlanirnar eru umdeildar innan sveitarfélagsins en þetta mun breyta Þorlákshöfn í námabæ. Þessar áætlanir myndu breyta höfninni, ásýnd bæjarins og skapa gríðarlega mikla vörubílaumferð milli Þrengsla og Þorlákshafnar, auk þess sem Litla-Sandfell myndi hverfa með öllu. Áætlanirnar hafa einnig verið það umdeildar að Heidelberg hefur þegar breytt plönum sínum einusinni og sveitastjórnin hefur heitið íbúum íbúakosningu um málið. Hún verður haldin þann 1. júní næstkomandi. Í grein þeirra félaga er því haldið fram að minna hafi verið fjallað um það í fréttum hvers konar usla þessar fyrirætlanir hafa valdið innan KSDA, málið sé svo alvarlegt að það hafi klofið trúfélagið í tvennt. Vísir ræddi á sínum tíma við Gavin Anthony, formann KSDA, en hann vildi ekki gera mikið úr málinu. Hann taldi það reyndar jákvætt í alla staði: „Náman hefur í fyrirhuguðu fyrirkomulagi bæði í för með sér atvinnusköpun í sveitarfélaginu auk mikils sparnaðar á kolefnislosun í byggingariðnaði og þar með afleidd góð áhrif á heimsbyggðina alla. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum verður sparnaðurinn af kolefnislosun við nýtingu efnis úr námunni hið minnsta á pari við það sem allur íslenski bílaflotinn veldur,“ sagði Gavin í samtali við Vísi. Kolólöglegir samningar Hans orð eru á pari við þau sem Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg á Íslandi, hefur látið falla. En hann hefur sagt að í þetta verkefni verið ekki farið án þess að það verði í sátt við íbúa Þorlákshafnar. Þeir vilja verða góður granni. Hins vegar vilja margir meðlimir KSDA meina að undirritun samnings um námuvinnslu sé ólögleg. Í 18. grein samþykkta KSDA er lagt blátt bann við að stjórn selji eignir trúfélagsins ef það fellur ekki undir venjulega starfsemi. Í slíkum tilfellum verður stjórn að leggja slík áform fyrir aðalfund. Meðlimir hafa bent á að námurekstur er ekki venjuleg starfsemi trúfélagsins og að námusamningar fælu í sér sölu á jarðefnum. Jarðefnið í námunum er sennilega verðmætasta eign trúfélagsins og því ætti ákvæðið hér við. Jón og Ómar segja KSDA halda því fram að megin tilgangur félagsins sé boðun fagnaðarerindisins og að kristið fólk eigi að sýna fordæmi í viðskiptasiðferði. „Engu að síður sér stjórn trúfélagsins ekkert að því að ganga í viðskiptasamband við risastórt fyrirtæki með umdeildan orðstír. […] Heidelberg er eitt stærsta fyrirtæki heimsins og hefur margoft verið sakað um mannréttindabrot í mörgum löndum sem það starfar í, t.d. í Palestínu. Um þetta eru til skýrslur. Málið kært til sýslumanns og lögreglu Í greininni kemur fram að í upphafi árs 2024 hafi sumir meðlimir safnaðarins áttað sig á að samkvæmt núverandi lögum um lífsskoðunar- og trúfélög sinnir Sýslumaður ríkisaðhaldi þegar það kemur að slíkum félögum. Þeir höfðu því samband við Sýslumann og röktu málið fyrir honum, sérstaklega þann þátt að stjórnin sæti í leyfisleysi og neitaði að ljúka aðalfundi. „Ef Sýslumaður metur stöðuna sem svo að ekki sé verið að fara eftir lögum getur hann kallað eftir aðalfundi – það er því möguleiki að slíkur þrýstingur leiði til þess að seinnihluti aðalfundar verði loksins haldinn á næstunni.“ Þá segir einnig að sumir meðlimir hafi einnig haft samband við lögreglu og kært fyrir henni það að stjórnin sitji umboðslaus og væri því mögulega að fara gegn landslögum með því að halda áfram að borga sér laun. „Lögreglustjóri vísaði málinu frá og safnaðarmeðlimir áfrýjuðu úrskurði hans til embættis Ríkissaksóknara. Úrskurður verður væntanlega fyrirliggjandi um miðjan maí næstkomandi.“ Trúmál Félagasamtök Námuvinnsla Ölfus Árborg Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55 Hvaða hagsmunir ráða för? Nú þegar nýjar upplýsingar birtast bæði íbúum og kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins Ölfuss á síðum Morgunblaðsins um frekari og mjög stórtækar fyrirætlanir Heidelberg Materials í Þorlákshöfn, er rétt að fara aðeins yfir stöðuna. 9. janúar 2023 09:31 Verksmiðja eða gríðarstórt loftslagsverkefni? Í síðustu viku hélt Heidelberg Materials vel heppnaðan íbúafund um fyrirhugaða móbergsvinnslu í Þorlákshöfn þar sem íbúum bæjarins og sveitarfélagsins alls voru kynnt áform fyrirtækisins. 26. nóvember 2022 15:30 Aðventistar takast á um námugröft innan sinna vébanda Í kvöld hefst kjörfundur kirkju Sjöundadags aðventista en þar má búast við því að tekist verði á um óbeina aðkomu Aðventkirkjunnar að risavöxnu verkefni HeidelbergCement í Þorlákshöfn. Vel gæti komið til hallarbyltingar innan safnaðarins. 22. september 2022 13:31 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þeir Jón Hjörleifur Stefánsson guðfræðingur og Ómar Torfason sjúkraþjálfari rita grein þar sem þeir segja yfirstandandi aðalfund aðventista nú orðinn 18 mánaða gamlan, þann lengsta sem staðið hefur í 120 ára sögu trúfélagsins á Íslandi. Ástæðan er leynd sem snýst um samninga við Eden Mining, sem er í eigu Eiríks Ingvasonar og Kristins Ólafssonar og þeir eru báðir meðlimir í trúfélaginu. Eden Mining er milliliður sem hefur selt Heidelberg námuréttindi. „Eigendur Eden Mining hafa nefnilega gríðarlegra hagsmuna að gæta. Ef Ölfus veitir Heidelberg endanlega leyfi til að reisa verksmiðjuna þá munu eigendur Eden Mining hagnast gríðarlega. Að fresta aðalfundi hefur líka verið tekjulind fyrir launaða stjórnendur því þeir halda áfram að taka sér laun úr sjóðum kirkjunnar,“ segir meðal annars í afar athyglisverðri grein þeirra Jóns og Ómars. Trúfélag breytist í umboðsskrifstofu fyrir námagröft Þar er því haldið fram að núverandi stjórn hafi sett tvö og aðeins tvö verkefni í öndvegi en fjársvelt önnur verkefni. „Fjölskyldumeðlimir og vinir stjórnarinnar og Eden Mining hafa verið ráðnir í allmargar stöður í þessum tveimur verkefnum. Núverandi starfsmannafjöldi trúfélagsins hefur aukist undanfarin ár og hefur ekki verið jafnmikill áratugum saman. Aukningin er aðallega vegna þess að trúfélagið getur ráðið fleiri núna sökum tekna af samningum kirkjunnar við Eden Mining.“ Hér er því um gagnkvæma hagsmuni að ræða hjá Eden Mining og núverandi stjórn að ekki sé hróflað við samningum og að núverandi stjórn sitji sem lengst og verði helst endurkjörin. „Aðrir meðlimir segja hinsvegar að þetta sé spilling þar sem viss hópur hagnist á þessu fyrirkomulagi en ekki trúfélagið í heild sinni. Áframhaldandi seta stjórnarinnar sé valdarán þar sem hún sitji í umboðsleysi.“ Vísir hefur fjallað ítarlega um verkefnið enda um umdeilda risaframkvæmd að ræða; stórfelldir efnisflutningar um Þorlákshöfn til Evrópu. Risafyrirtækið HeidelbergCement hyggst nota jarðefnin sem íblöndunarefni í sement. Ráðgert er að moka heilu fjalli, Litla-Sandfelli í Þrengslunum, í burtu og flytja úr landi um Þorlákshöfn til frekari vinnslu. Þetta fjall er í eigu Kirkju sjöundadags aðventista. Málið klofið trúfélagið í tvennt Áætlanirnar eru umdeildar innan sveitarfélagsins en þetta mun breyta Þorlákshöfn í námabæ. Þessar áætlanir myndu breyta höfninni, ásýnd bæjarins og skapa gríðarlega mikla vörubílaumferð milli Þrengsla og Þorlákshafnar, auk þess sem Litla-Sandfell myndi hverfa með öllu. Áætlanirnar hafa einnig verið það umdeildar að Heidelberg hefur þegar breytt plönum sínum einusinni og sveitastjórnin hefur heitið íbúum íbúakosningu um málið. Hún verður haldin þann 1. júní næstkomandi. Í grein þeirra félaga er því haldið fram að minna hafi verið fjallað um það í fréttum hvers konar usla þessar fyrirætlanir hafa valdið innan KSDA, málið sé svo alvarlegt að það hafi klofið trúfélagið í tvennt. Vísir ræddi á sínum tíma við Gavin Anthony, formann KSDA, en hann vildi ekki gera mikið úr málinu. Hann taldi það reyndar jákvætt í alla staði: „Náman hefur í fyrirhuguðu fyrirkomulagi bæði í för með sér atvinnusköpun í sveitarfélaginu auk mikils sparnaðar á kolefnislosun í byggingariðnaði og þar með afleidd góð áhrif á heimsbyggðina alla. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum verður sparnaðurinn af kolefnislosun við nýtingu efnis úr námunni hið minnsta á pari við það sem allur íslenski bílaflotinn veldur,“ sagði Gavin í samtali við Vísi. Kolólöglegir samningar Hans orð eru á pari við þau sem Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg á Íslandi, hefur látið falla. En hann hefur sagt að í þetta verkefni verið ekki farið án þess að það verði í sátt við íbúa Þorlákshafnar. Þeir vilja verða góður granni. Hins vegar vilja margir meðlimir KSDA meina að undirritun samnings um námuvinnslu sé ólögleg. Í 18. grein samþykkta KSDA er lagt blátt bann við að stjórn selji eignir trúfélagsins ef það fellur ekki undir venjulega starfsemi. Í slíkum tilfellum verður stjórn að leggja slík áform fyrir aðalfund. Meðlimir hafa bent á að námurekstur er ekki venjuleg starfsemi trúfélagsins og að námusamningar fælu í sér sölu á jarðefnum. Jarðefnið í námunum er sennilega verðmætasta eign trúfélagsins og því ætti ákvæðið hér við. Jón og Ómar segja KSDA halda því fram að megin tilgangur félagsins sé boðun fagnaðarerindisins og að kristið fólk eigi að sýna fordæmi í viðskiptasiðferði. „Engu að síður sér stjórn trúfélagsins ekkert að því að ganga í viðskiptasamband við risastórt fyrirtæki með umdeildan orðstír. […] Heidelberg er eitt stærsta fyrirtæki heimsins og hefur margoft verið sakað um mannréttindabrot í mörgum löndum sem það starfar í, t.d. í Palestínu. Um þetta eru til skýrslur. Málið kært til sýslumanns og lögreglu Í greininni kemur fram að í upphafi árs 2024 hafi sumir meðlimir safnaðarins áttað sig á að samkvæmt núverandi lögum um lífsskoðunar- og trúfélög sinnir Sýslumaður ríkisaðhaldi þegar það kemur að slíkum félögum. Þeir höfðu því samband við Sýslumann og röktu málið fyrir honum, sérstaklega þann þátt að stjórnin sæti í leyfisleysi og neitaði að ljúka aðalfundi. „Ef Sýslumaður metur stöðuna sem svo að ekki sé verið að fara eftir lögum getur hann kallað eftir aðalfundi – það er því möguleiki að slíkur þrýstingur leiði til þess að seinnihluti aðalfundar verði loksins haldinn á næstunni.“ Þá segir einnig að sumir meðlimir hafi einnig haft samband við lögreglu og kært fyrir henni það að stjórnin sitji umboðslaus og væri því mögulega að fara gegn landslögum með því að halda áfram að borga sér laun. „Lögreglustjóri vísaði málinu frá og safnaðarmeðlimir áfrýjuðu úrskurði hans til embættis Ríkissaksóknara. Úrskurður verður væntanlega fyrirliggjandi um miðjan maí næstkomandi.“
Trúmál Félagasamtök Námuvinnsla Ölfus Árborg Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55 Hvaða hagsmunir ráða för? Nú þegar nýjar upplýsingar birtast bæði íbúum og kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins Ölfuss á síðum Morgunblaðsins um frekari og mjög stórtækar fyrirætlanir Heidelberg Materials í Þorlákshöfn, er rétt að fara aðeins yfir stöðuna. 9. janúar 2023 09:31 Verksmiðja eða gríðarstórt loftslagsverkefni? Í síðustu viku hélt Heidelberg Materials vel heppnaðan íbúafund um fyrirhugaða móbergsvinnslu í Þorlákshöfn þar sem íbúum bæjarins og sveitarfélagsins alls voru kynnt áform fyrirtækisins. 26. nóvember 2022 15:30 Aðventistar takast á um námugröft innan sinna vébanda Í kvöld hefst kjörfundur kirkju Sjöundadags aðventista en þar má búast við því að tekist verði á um óbeina aðkomu Aðventkirkjunnar að risavöxnu verkefni HeidelbergCement í Þorlákshöfn. Vel gæti komið til hallarbyltingar innan safnaðarins. 22. september 2022 13:31 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur. 6. nóvember 2023 13:55
Hvaða hagsmunir ráða för? Nú þegar nýjar upplýsingar birtast bæði íbúum og kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins Ölfuss á síðum Morgunblaðsins um frekari og mjög stórtækar fyrirætlanir Heidelberg Materials í Þorlákshöfn, er rétt að fara aðeins yfir stöðuna. 9. janúar 2023 09:31
Verksmiðja eða gríðarstórt loftslagsverkefni? Í síðustu viku hélt Heidelberg Materials vel heppnaðan íbúafund um fyrirhugaða móbergsvinnslu í Þorlákshöfn þar sem íbúum bæjarins og sveitarfélagsins alls voru kynnt áform fyrirtækisins. 26. nóvember 2022 15:30
Aðventistar takast á um námugröft innan sinna vébanda Í kvöld hefst kjörfundur kirkju Sjöundadags aðventista en þar má búast við því að tekist verði á um óbeina aðkomu Aðventkirkjunnar að risavöxnu verkefni HeidelbergCement í Þorlákshöfn. Vel gæti komið til hallarbyltingar innan safnaðarins. 22. september 2022 13:31