Hvað eru mikilvægir hagsmunir? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. apríl 2024 14:01 Mjög langur vegur er frá því að aldrei séu teknar ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins sem fara gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja innan þess eins og stundum hefur verið haldið fram í gegnum tíðina í röðum þeirra sem kalla eftir inngöngu Íslands í sambandið. Mun minna þó í seinni tíð. Enginn skortur er þannig á dæmum um það að farið hafi verið gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja þess. Vert er að hafa í huga í þessum efnum að ríkin ákveða ekki sjálf hvað flokkist sem mikilvægir hagsmunir þeirra heldur Evrópusambandið. Væri það í höndum ríkjanna sjálfra myndu þau ekki ósennilega skilgreina flest eða öll hagsmunamál sín sem mikilvæg. Þá eru ófá dæmi um það að minna mikilvægum hagsmunum að mati sambandsins hafi verið fórnað fyrir hagsmuni sem talið hefur verið að skiptu meira máli. Hagsmunir fjölmennari ríkja innan Evrópusambandsins, og þá einkum og sér í lagi þeirra fjölmennustu, teljast iðulega vega mun þyngra en hagsmunir fámennari ríkja. Einkum þeirra fámennustu. Hagsmunir fjölmennustu ríkjanna eru þannig allajafna taldir mikilvægustu hagsmunirnir. Ekki bætir úr skák að tvö fjölmennustu ríkin, Þýzkaland og Frakkland, funda reglulega og samræma afstöðu sína til einstakra mála. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Hvorki sjávarútvegsmál né orkumál, sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli, eru þar á meðal. Þar, líkt og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins í ráðherraráði sambandsins allajafna aðeins um 0,08% sem væri á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Staðan í þeim efnum yrði eilítið skárri innan þings Evrópusambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar. Þar fengi Ísland sex þingmenn af rúmlega 700 sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Þó ríkin tilnefni einn einstakling hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála þess að þeim sem þar sitja sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Fyrir vikið gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni eðli málsins samkvæmt seint talizt málsvari Íslands. Viðkomandi yrði einfaldlega embættismaður sambandsins. Við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar miklir hagsmunir þeirra hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við makrílsamning við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrðum við Íslendingar eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar yrðu á vettvangi þess væru okkur hagfelldar enda ljóst að þær yrðu seint teknar með íslenzka hagsmuni og aðstæður í huga og að við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn í þeim efnum. Þó einhverjar þeirra gætu mögulega hentað sæmilega skipti vitanlega mestu þegar sú yrði ekki raunin. Málflutningur talsmanna þess að Ísland gangi í Evrópusambandið breyttist ekki að ástæðulausu fyrir 15-20 árum síðan úr því að landið þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Fyrir utan aðrar afleiðingar inngöngu í sambandið er lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Mjög langur vegur er frá því að aldrei séu teknar ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins sem fara gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja innan þess eins og stundum hefur verið haldið fram í gegnum tíðina í röðum þeirra sem kalla eftir inngöngu Íslands í sambandið. Mun minna þó í seinni tíð. Enginn skortur er þannig á dæmum um það að farið hafi verið gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja þess. Vert er að hafa í huga í þessum efnum að ríkin ákveða ekki sjálf hvað flokkist sem mikilvægir hagsmunir þeirra heldur Evrópusambandið. Væri það í höndum ríkjanna sjálfra myndu þau ekki ósennilega skilgreina flest eða öll hagsmunamál sín sem mikilvæg. Þá eru ófá dæmi um það að minna mikilvægum hagsmunum að mati sambandsins hafi verið fórnað fyrir hagsmuni sem talið hefur verið að skiptu meira máli. Hagsmunir fjölmennari ríkja innan Evrópusambandsins, og þá einkum og sér í lagi þeirra fjölmennustu, teljast iðulega vega mun þyngra en hagsmunir fámennari ríkja. Einkum þeirra fámennustu. Hagsmunir fjölmennustu ríkjanna eru þannig allajafna taldir mikilvægustu hagsmunirnir. Ekki bætir úr skák að tvö fjölmennustu ríkin, Þýzkaland og Frakkland, funda reglulega og samræma afstöðu sína til einstakra mála. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Hvorki sjávarútvegsmál né orkumál, sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli, eru þar á meðal. Þar, líkt og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins í ráðherraráði sambandsins allajafna aðeins um 0,08% sem væri á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Staðan í þeim efnum yrði eilítið skárri innan þings Evrópusambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar. Þar fengi Ísland sex þingmenn af rúmlega 700 sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Þó ríkin tilnefni einn einstakling hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála þess að þeim sem þar sitja sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Fyrir vikið gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni eðli málsins samkvæmt seint talizt málsvari Íslands. Viðkomandi yrði einfaldlega embættismaður sambandsins. Við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar miklir hagsmunir þeirra hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við makrílsamning við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrðum við Íslendingar eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar yrðu á vettvangi þess væru okkur hagfelldar enda ljóst að þær yrðu seint teknar með íslenzka hagsmuni og aðstæður í huga og að við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn í þeim efnum. Þó einhverjar þeirra gætu mögulega hentað sæmilega skipti vitanlega mestu þegar sú yrði ekki raunin. Málflutningur talsmanna þess að Ísland gangi í Evrópusambandið breyttist ekki að ástæðulausu fyrir 15-20 árum síðan úr því að landið þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Fyrir utan aðrar afleiðingar inngöngu í sambandið er lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun