Hvað eru mikilvægir hagsmunir? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. apríl 2024 14:01 Mjög langur vegur er frá því að aldrei séu teknar ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins sem fara gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja innan þess eins og stundum hefur verið haldið fram í gegnum tíðina í röðum þeirra sem kalla eftir inngöngu Íslands í sambandið. Mun minna þó í seinni tíð. Enginn skortur er þannig á dæmum um það að farið hafi verið gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja þess. Vert er að hafa í huga í þessum efnum að ríkin ákveða ekki sjálf hvað flokkist sem mikilvægir hagsmunir þeirra heldur Evrópusambandið. Væri það í höndum ríkjanna sjálfra myndu þau ekki ósennilega skilgreina flest eða öll hagsmunamál sín sem mikilvæg. Þá eru ófá dæmi um það að minna mikilvægum hagsmunum að mati sambandsins hafi verið fórnað fyrir hagsmuni sem talið hefur verið að skiptu meira máli. Hagsmunir fjölmennari ríkja innan Evrópusambandsins, og þá einkum og sér í lagi þeirra fjölmennustu, teljast iðulega vega mun þyngra en hagsmunir fámennari ríkja. Einkum þeirra fámennustu. Hagsmunir fjölmennustu ríkjanna eru þannig allajafna taldir mikilvægustu hagsmunirnir. Ekki bætir úr skák að tvö fjölmennustu ríkin, Þýzkaland og Frakkland, funda reglulega og samræma afstöðu sína til einstakra mála. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Hvorki sjávarútvegsmál né orkumál, sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli, eru þar á meðal. Þar, líkt og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins í ráðherraráði sambandsins allajafna aðeins um 0,08% sem væri á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Staðan í þeim efnum yrði eilítið skárri innan þings Evrópusambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar. Þar fengi Ísland sex þingmenn af rúmlega 700 sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Þó ríkin tilnefni einn einstakling hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála þess að þeim sem þar sitja sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Fyrir vikið gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni eðli málsins samkvæmt seint talizt málsvari Íslands. Viðkomandi yrði einfaldlega embættismaður sambandsins. Við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar miklir hagsmunir þeirra hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við makrílsamning við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrðum við Íslendingar eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar yrðu á vettvangi þess væru okkur hagfelldar enda ljóst að þær yrðu seint teknar með íslenzka hagsmuni og aðstæður í huga og að við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn í þeim efnum. Þó einhverjar þeirra gætu mögulega hentað sæmilega skipti vitanlega mestu þegar sú yrði ekki raunin. Málflutningur talsmanna þess að Ísland gangi í Evrópusambandið breyttist ekki að ástæðulausu fyrir 15-20 árum síðan úr því að landið þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Fyrir utan aðrar afleiðingar inngöngu í sambandið er lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Mjög langur vegur er frá því að aldrei séu teknar ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins sem fara gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja innan þess eins og stundum hefur verið haldið fram í gegnum tíðina í röðum þeirra sem kalla eftir inngöngu Íslands í sambandið. Mun minna þó í seinni tíð. Enginn skortur er þannig á dæmum um það að farið hafi verið gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja þess. Vert er að hafa í huga í þessum efnum að ríkin ákveða ekki sjálf hvað flokkist sem mikilvægir hagsmunir þeirra heldur Evrópusambandið. Væri það í höndum ríkjanna sjálfra myndu þau ekki ósennilega skilgreina flest eða öll hagsmunamál sín sem mikilvæg. Þá eru ófá dæmi um það að minna mikilvægum hagsmunum að mati sambandsins hafi verið fórnað fyrir hagsmuni sem talið hefur verið að skiptu meira máli. Hagsmunir fjölmennari ríkja innan Evrópusambandsins, og þá einkum og sér í lagi þeirra fjölmennustu, teljast iðulega vega mun þyngra en hagsmunir fámennari ríkja. Einkum þeirra fámennustu. Hagsmunir fjölmennustu ríkjanna eru þannig allajafna taldir mikilvægustu hagsmunirnir. Ekki bætir úr skák að tvö fjölmennustu ríkin, Þýzkaland og Frakkland, funda reglulega og samræma afstöðu sína til einstakra mála. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Hvorki sjávarútvegsmál né orkumál, sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli, eru þar á meðal. Þar, líkt og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins í ráðherraráði sambandsins allajafna aðeins um 0,08% sem væri á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Staðan í þeim efnum yrði eilítið skárri innan þings Evrópusambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar. Þar fengi Ísland sex þingmenn af rúmlega 700 sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Þó ríkin tilnefni einn einstakling hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála þess að þeim sem þar sitja sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Fyrir vikið gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni eðli málsins samkvæmt seint talizt málsvari Íslands. Viðkomandi yrði einfaldlega embættismaður sambandsins. Við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar miklir hagsmunir þeirra hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við makrílsamning við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrðum við Íslendingar eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar yrðu á vettvangi þess væru okkur hagfelldar enda ljóst að þær yrðu seint teknar með íslenzka hagsmuni og aðstæður í huga og að við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn í þeim efnum. Þó einhverjar þeirra gætu mögulega hentað sæmilega skipti vitanlega mestu þegar sú yrði ekki raunin. Málflutningur talsmanna þess að Ísland gangi í Evrópusambandið breyttist ekki að ástæðulausu fyrir 15-20 árum síðan úr því að landið þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Fyrir utan aðrar afleiðingar inngöngu í sambandið er lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar