„Sorgmædd en stolt“ eftir flokksstjórnarfund Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. apríl 2024 23:42 Sabine Leskopf harmar að flokkurinn hafi ekki treyst sér til að greiða atkvæði með ályktun sinni. Vísir/Samsett Ósætti er innan Samfylkingarinnar um nýjar áherslur flokksins í útlendingamálum eftir flokkstjórnarfund sem haldinn var í Miðfirði í dag. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greindi frá því í dag að tillögu hennar um ályktun um að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi hafi verið vísað til nefndar í stað þess að greitt hafi verið um hana atkvæði. Sabine segist vera sorgmædd en stolt af sínu framlagi og harmar það að flokkurinn skuli ekki hafa treyst sér að greiða atkvæði með ályktuninni. „Verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn tortryggni“ Í ályktuninni Sabine segir að framlag innflytjenda í íslensku samfélagi sé ómetanlegt og að tryggja þurfi að aðfluttir landsmenn geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu til jafns við aðra íbúa. „Hafa þarf virka inngildingu íbúa af erlendum uppruna, samráð, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi í allri stefnumótun og þjónustu hins opinbera. Andúð og fordómar vinna gegn inngildingu og eru öllum landsmönnum skaðleg óháð uppruna. Það er verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn ótta og tortryggni í samfélaginu og efla samstöðu og samkennd þvert á hópa,“ skrifar Sabine. Samfylkingin skuli leggja áherslu á að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni og móttökukerfi umsækjenda um alþjóðlega vernd verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi. „Samfylkingin geldur mikinn varhug við lokuðum búsetuúrræðum og aðför gegn og þrengingu á rétti til fjölskyldusameiningar flóttafólks. Þrenging á rétti til fjölskyldusameiningar hefði komið í veg fyrir að fjölskyldum frá Gaza, einkum konum og börnum, hefði verið veitt lífsbjörg og komið í öruggt skjól, sem tekist hefur á undanförnum vikum. Fjölskyldusameiningar eru mannréttindi og er það hagur íslensks samfélags að stuðla að farsælum fjölskyldusameiningum fólks sem kemur til landsins,“ segir í ályktunartillögu Sabine. „Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands bendir á að lífsgæði á Íslandi til frambúðar byggjast ekki hvað síst á því að taka vel á móti þeim sem hingað vilja flytja. Til þess að ná árangi þarf heildstæða sýn í málflokknum og horfa til framtíðar með gildi jafnaðarfólks að leiðarljósi.“ „Flokknum til háborinnar skammar“ Í athugasemdum við færsluna er bent á að ályktunin hafi ekki verið felld heldur vísað til nefndar en Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, tekur undir með Sabine og segir það að vísa til nefndar ekki vera nema „heimilisleg aðferð“ til að fella ályktun. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, segir ályktun Sabine vera afskaplega vel skrifaða og vel ígrundaða. „Þetta þykja mér ekki góðar fréttir,“ skrifar Helga Vala í athugasemd við færslu Sabine. Sema Erla Serdaroglu aðgerðarsinni tekur einnig undir með Sabine og segir þetta vera flokknum til háborinnar skammar. Þó komi það henni því miður ekki á óvart. Samfylkingin Hælisleitendur Tengdar fréttir Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Sabine segist vera sorgmædd en stolt af sínu framlagi og harmar það að flokkurinn skuli ekki hafa treyst sér að greiða atkvæði með ályktuninni. „Verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn tortryggni“ Í ályktuninni Sabine segir að framlag innflytjenda í íslensku samfélagi sé ómetanlegt og að tryggja þurfi að aðfluttir landsmenn geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu til jafns við aðra íbúa. „Hafa þarf virka inngildingu íbúa af erlendum uppruna, samráð, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi í allri stefnumótun og þjónustu hins opinbera. Andúð og fordómar vinna gegn inngildingu og eru öllum landsmönnum skaðleg óháð uppruna. Það er verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn ótta og tortryggni í samfélaginu og efla samstöðu og samkennd þvert á hópa,“ skrifar Sabine. Samfylkingin skuli leggja áherslu á að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni og móttökukerfi umsækjenda um alþjóðlega vernd verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi. „Samfylkingin geldur mikinn varhug við lokuðum búsetuúrræðum og aðför gegn og þrengingu á rétti til fjölskyldusameiningar flóttafólks. Þrenging á rétti til fjölskyldusameiningar hefði komið í veg fyrir að fjölskyldum frá Gaza, einkum konum og börnum, hefði verið veitt lífsbjörg og komið í öruggt skjól, sem tekist hefur á undanförnum vikum. Fjölskyldusameiningar eru mannréttindi og er það hagur íslensks samfélags að stuðla að farsælum fjölskyldusameiningum fólks sem kemur til landsins,“ segir í ályktunartillögu Sabine. „Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands bendir á að lífsgæði á Íslandi til frambúðar byggjast ekki hvað síst á því að taka vel á móti þeim sem hingað vilja flytja. Til þess að ná árangi þarf heildstæða sýn í málflokknum og horfa til framtíðar með gildi jafnaðarfólks að leiðarljósi.“ „Flokknum til háborinnar skammar“ Í athugasemdum við færsluna er bent á að ályktunin hafi ekki verið felld heldur vísað til nefndar en Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, tekur undir með Sabine og segir það að vísa til nefndar ekki vera nema „heimilisleg aðferð“ til að fella ályktun. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, segir ályktun Sabine vera afskaplega vel skrifaða og vel ígrundaða. „Þetta þykja mér ekki góðar fréttir,“ skrifar Helga Vala í athugasemd við færslu Sabine. Sema Erla Serdaroglu aðgerðarsinni tekur einnig undir með Sabine og segir þetta vera flokknum til háborinnar skammar. Þó komi það henni því miður ekki á óvart.
Samfylkingin Hælisleitendur Tengdar fréttir Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51