„Sorgmædd en stolt“ eftir flokksstjórnarfund Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. apríl 2024 23:42 Sabine Leskopf harmar að flokkurinn hafi ekki treyst sér til að greiða atkvæði með ályktun sinni. Vísir/Samsett Ósætti er innan Samfylkingarinnar um nýjar áherslur flokksins í útlendingamálum eftir flokkstjórnarfund sem haldinn var í Miðfirði í dag. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greindi frá því í dag að tillögu hennar um ályktun um að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi hafi verið vísað til nefndar í stað þess að greitt hafi verið um hana atkvæði. Sabine segist vera sorgmædd en stolt af sínu framlagi og harmar það að flokkurinn skuli ekki hafa treyst sér að greiða atkvæði með ályktuninni. „Verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn tortryggni“ Í ályktuninni Sabine segir að framlag innflytjenda í íslensku samfélagi sé ómetanlegt og að tryggja þurfi að aðfluttir landsmenn geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu til jafns við aðra íbúa. „Hafa þarf virka inngildingu íbúa af erlendum uppruna, samráð, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi í allri stefnumótun og þjónustu hins opinbera. Andúð og fordómar vinna gegn inngildingu og eru öllum landsmönnum skaðleg óháð uppruna. Það er verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn ótta og tortryggni í samfélaginu og efla samstöðu og samkennd þvert á hópa,“ skrifar Sabine. Samfylkingin skuli leggja áherslu á að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni og móttökukerfi umsækjenda um alþjóðlega vernd verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi. „Samfylkingin geldur mikinn varhug við lokuðum búsetuúrræðum og aðför gegn og þrengingu á rétti til fjölskyldusameiningar flóttafólks. Þrenging á rétti til fjölskyldusameiningar hefði komið í veg fyrir að fjölskyldum frá Gaza, einkum konum og börnum, hefði verið veitt lífsbjörg og komið í öruggt skjól, sem tekist hefur á undanförnum vikum. Fjölskyldusameiningar eru mannréttindi og er það hagur íslensks samfélags að stuðla að farsælum fjölskyldusameiningum fólks sem kemur til landsins,“ segir í ályktunartillögu Sabine. „Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands bendir á að lífsgæði á Íslandi til frambúðar byggjast ekki hvað síst á því að taka vel á móti þeim sem hingað vilja flytja. Til þess að ná árangi þarf heildstæða sýn í málflokknum og horfa til framtíðar með gildi jafnaðarfólks að leiðarljósi.“ „Flokknum til háborinnar skammar“ Í athugasemdum við færsluna er bent á að ályktunin hafi ekki verið felld heldur vísað til nefndar en Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, tekur undir með Sabine og segir það að vísa til nefndar ekki vera nema „heimilisleg aðferð“ til að fella ályktun. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, segir ályktun Sabine vera afskaplega vel skrifaða og vel ígrundaða. „Þetta þykja mér ekki góðar fréttir,“ skrifar Helga Vala í athugasemd við færslu Sabine. Sema Erla Serdaroglu aðgerðarsinni tekur einnig undir með Sabine og segir þetta vera flokknum til háborinnar skammar. Þó komi það henni því miður ekki á óvart. Samfylkingin Hælisleitendur Tengdar fréttir Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Sjá meira
Sabine segist vera sorgmædd en stolt af sínu framlagi og harmar það að flokkurinn skuli ekki hafa treyst sér að greiða atkvæði með ályktuninni. „Verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn tortryggni“ Í ályktuninni Sabine segir að framlag innflytjenda í íslensku samfélagi sé ómetanlegt og að tryggja þurfi að aðfluttir landsmenn geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu til jafns við aðra íbúa. „Hafa þarf virka inngildingu íbúa af erlendum uppruna, samráð, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi í allri stefnumótun og þjónustu hins opinbera. Andúð og fordómar vinna gegn inngildingu og eru öllum landsmönnum skaðleg óháð uppruna. Það er verkefni jafnaðarfólks að vinna gegn ótta og tortryggni í samfélaginu og efla samstöðu og samkennd þvert á hópa,“ skrifar Sabine. Samfylkingin skuli leggja áherslu á að endurskoðun á útlendingalöggjöfinni og móttökukerfi umsækjenda um alþjóðlega vernd verði aðeins gerð með mannúð að leiðarljósi. „Samfylkingin geldur mikinn varhug við lokuðum búsetuúrræðum og aðför gegn og þrengingu á rétti til fjölskyldusameiningar flóttafólks. Þrenging á rétti til fjölskyldusameiningar hefði komið í veg fyrir að fjölskyldum frá Gaza, einkum konum og börnum, hefði verið veitt lífsbjörg og komið í öruggt skjól, sem tekist hefur á undanförnum vikum. Fjölskyldusameiningar eru mannréttindi og er það hagur íslensks samfélags að stuðla að farsælum fjölskyldusameiningum fólks sem kemur til landsins,“ segir í ályktunartillögu Sabine. „Samfylkingin - jafnaðarflokkur Íslands bendir á að lífsgæði á Íslandi til frambúðar byggjast ekki hvað síst á því að taka vel á móti þeim sem hingað vilja flytja. Til þess að ná árangi þarf heildstæða sýn í málflokknum og horfa til framtíðar með gildi jafnaðarfólks að leiðarljósi.“ „Flokknum til háborinnar skammar“ Í athugasemdum við færsluna er bent á að ályktunin hafi ekki verið felld heldur vísað til nefndar en Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, tekur undir með Sabine og segir það að vísa til nefndar ekki vera nema „heimilisleg aðferð“ til að fella ályktun. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, segir ályktun Sabine vera afskaplega vel skrifaða og vel ígrundaða. „Þetta þykja mér ekki góðar fréttir,“ skrifar Helga Vala í athugasemd við færslu Sabine. Sema Erla Serdaroglu aðgerðarsinni tekur einnig undir með Sabine og segir þetta vera flokknum til háborinnar skammar. Þó komi það henni því miður ekki á óvart.
Samfylkingin Hælisleitendur Tengdar fréttir Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Sjá meira
Kristrún varar við kæruleysi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. 20. apríl 2024 16:51