Cox segir Phoenix ömurlegan sem Napóleon Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2024 12:30 Leikaraslagur: Brian Cox telur sjálfan sig hafa getað staðið sig betur en Joaquin Phoenix. EPA Skoski leikarinn Brian Cox gefur lítið fyrir frammistöðu Joaquin Phoenix í kvikmynd Ridley Scott um Napóleon, sem var sýnd á síðasta ári. Cox ,sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn sem fjölskyldufaðirinn Logan Roy í sjónvarpsþáttunum Succession og hefur einnig gert garðinn frægan í leikhúsi, telur sjálfan sig hafa geta gengið betur frá hlutverki franska þjóðarleiðtogans Napóleons Bónaparte. „Hræðileg. Hún er hræðileg. Svo sannarlega hræðileg frammistaða hjá Joaquin Phoenix. Hún var alveg voðaleg. Ég veit ekki hvað hann var að hugsa. Ég held að það sé honum sjálfum að kenna, og ég held að Ridley Scott hafi ekki hjálpað honum,“ sagði Cox í pallborðsumræðumá ráðstefnunni HistFest sem fer fram í London, en Evening Standard greinir frá. „Ég held að ég hefði staðið mig talsvert betur en Joaquin Phoenix, ég get sagt ykkur það. Þið getið sagt að þetta hafi verið gott drama. Nei – þetta eru lygar.“ Þá hefur Evening Standard einnig eftir Cox að Napóleon hans Phoenix hafi verið kjánaleg. Hann ræddi einnig um sögulega nákvæmni í kvikmyndum, og gaf til kynna að henni væri oft fórnað fyrir betri dramtík. „Braveherart er algjört rugl,“ sagði Cox. „Mel Gibson var æðislegur en þetta var haugalygi. Hann barnaði aldrei frönsku prinsessuna. Sú mynd er bull.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Cox ,sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn sem fjölskyldufaðirinn Logan Roy í sjónvarpsþáttunum Succession og hefur einnig gert garðinn frægan í leikhúsi, telur sjálfan sig hafa geta gengið betur frá hlutverki franska þjóðarleiðtogans Napóleons Bónaparte. „Hræðileg. Hún er hræðileg. Svo sannarlega hræðileg frammistaða hjá Joaquin Phoenix. Hún var alveg voðaleg. Ég veit ekki hvað hann var að hugsa. Ég held að það sé honum sjálfum að kenna, og ég held að Ridley Scott hafi ekki hjálpað honum,“ sagði Cox í pallborðsumræðumá ráðstefnunni HistFest sem fer fram í London, en Evening Standard greinir frá. „Ég held að ég hefði staðið mig talsvert betur en Joaquin Phoenix, ég get sagt ykkur það. Þið getið sagt að þetta hafi verið gott drama. Nei – þetta eru lygar.“ Þá hefur Evening Standard einnig eftir Cox að Napóleon hans Phoenix hafi verið kjánaleg. Hann ræddi einnig um sögulega nákvæmni í kvikmyndum, og gaf til kynna að henni væri oft fórnað fyrir betri dramtík. „Braveherart er algjört rugl,“ sagði Cox. „Mel Gibson var æðislegur en þetta var haugalygi. Hann barnaði aldrei frönsku prinsessuna. Sú mynd er bull.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira