Sakaður um fjölda afbrota: Ungar stúlkur einar heima urðu skelkaðar þegar hann ruddist inn Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2024 10:23 Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald mannsins. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um fjölda afbrota þarf að dúsa í gæsluvarðhaldi þangað til þann þrettánda maí næstkomandi. Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Eitt brotið sem maðurinn er sakaður um varðar húsbrot sem átti sér stað í janúar á þessu ári. Þá er hann sagður hafa ruðst inn í íbúð í fjölbýlishúsi í ótilgreindu bæjarfélagi. Þar hafi tvær níu ára stúlkur verið einar heima, sem urðu mjög skelkaðar vegna framgöngu mannsins. Þetta er eitt fjölda brota sem maðurinn hefur verið ákærður fyrir, en ákæruliðirnir eru tuttugu talsins. Af þeim varða allir nema þrír stuld að einhverju tagi. Níu ákæruliðanna varða þjófnað, átta þeirra nytjastuld, þá varða þrjú brotanna þjófnað, og eitt gripdeild. Í sumum ákæruliðum eru meint brot mannsins heimfærð undir fleiri en einn hatt. Meint brot áttu sér stað frá því í maí 2022 þangað til í febrúar á þessu ári. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn er sakaður um að hafa stolið ýmsum munum, en þar má nefna 66 gráður norður jakka, tveimur rútum af FAXE-bjór, Nintendo Switch-leikjatölvu, og þónokkrum bílum. Maðurinn er sakaður um að hafa framið þrjú rán. Það fyrsta í ótilgreindri verslun Nettó í október 2023. Þar er maðurinn sagður hafa sett sjö pakka af Malboro-sígarettum og þrjár dósir af Redbull í bakpokann sinn við afgreiðslukassann og síðan hlaupið úr verslunina. Hann er sakaður um að beita tvo starfsmenn verslunarinnar ofbeldi, en þeir reyndu að koma í veg fyrir að hann kæmi vörunum undan. Manninum er gefið a sök að ýta öðrum þeirra með báðum höndum og slá hinn í andlitið. Annað ránið átti sér stað á nuddstofu í desember í fyrra. Þar var manninum gefið að sök að taka glas, sem var í hillu á bak við afgreiðsluborð, sem innihélt um það bil 20 þúsund krónur í reiðufé. Hann er sagður hafa hótað starfsmanni líkamsmeiðingum þegar hún reyndi að stöðva hann og síðan tekið kókos-olíu og yfirgefið verslunina án þess að starfsmaðurinn hefði þorað að stöðva hann í ótta við viðbrögð hans. Þriðja ránið átti sér stað á bílastæði í febrúar á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi verið með hníf og neytt konu til að afhenda sér lykla að bíl. Hann er síðan sagður hafa stolið bílnum og ekið henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna þangað til lögregla stöðvaði för hans. Dómsmál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Eitt brotið sem maðurinn er sakaður um varðar húsbrot sem átti sér stað í janúar á þessu ári. Þá er hann sagður hafa ruðst inn í íbúð í fjölbýlishúsi í ótilgreindu bæjarfélagi. Þar hafi tvær níu ára stúlkur verið einar heima, sem urðu mjög skelkaðar vegna framgöngu mannsins. Þetta er eitt fjölda brota sem maðurinn hefur verið ákærður fyrir, en ákæruliðirnir eru tuttugu talsins. Af þeim varða allir nema þrír stuld að einhverju tagi. Níu ákæruliðanna varða þjófnað, átta þeirra nytjastuld, þá varða þrjú brotanna þjófnað, og eitt gripdeild. Í sumum ákæruliðum eru meint brot mannsins heimfærð undir fleiri en einn hatt. Meint brot áttu sér stað frá því í maí 2022 þangað til í febrúar á þessu ári. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn er sakaður um að hafa stolið ýmsum munum, en þar má nefna 66 gráður norður jakka, tveimur rútum af FAXE-bjór, Nintendo Switch-leikjatölvu, og þónokkrum bílum. Maðurinn er sakaður um að hafa framið þrjú rán. Það fyrsta í ótilgreindri verslun Nettó í október 2023. Þar er maðurinn sagður hafa sett sjö pakka af Malboro-sígarettum og þrjár dósir af Redbull í bakpokann sinn við afgreiðslukassann og síðan hlaupið úr verslunina. Hann er sakaður um að beita tvo starfsmenn verslunarinnar ofbeldi, en þeir reyndu að koma í veg fyrir að hann kæmi vörunum undan. Manninum er gefið a sök að ýta öðrum þeirra með báðum höndum og slá hinn í andlitið. Annað ránið átti sér stað á nuddstofu í desember í fyrra. Þar var manninum gefið að sök að taka glas, sem var í hillu á bak við afgreiðsluborð, sem innihélt um það bil 20 þúsund krónur í reiðufé. Hann er sagður hafa hótað starfsmanni líkamsmeiðingum þegar hún reyndi að stöðva hann og síðan tekið kókos-olíu og yfirgefið verslunina án þess að starfsmaðurinn hefði þorað að stöðva hann í ótta við viðbrögð hans. Þriðja ránið átti sér stað á bílastæði í febrúar á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi verið með hníf og neytt konu til að afhenda sér lykla að bíl. Hann er síðan sagður hafa stolið bílnum og ekið henni án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna þangað til lögregla stöðvaði för hans.
Dómsmál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira