Sería A örugg með fimm Meistaradeildarsæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 12:30 Christian Pulisic fagnar marki með AC Milan en ítölsku félögin voru duglega að safna stigum í Evrópu á leiktíðinni. Getty/Giuseppe Cottini Ítalir fögnuðu ekki aðeins því í gær að Atalanta, Roma og Fiorentina komust áfram í undanúrslit Evrópukeppnanna. Góður árangur ítölsku félaganna hefur nú tryggt það að Sería A mun fá annað af bónussætunum í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Fimm lið frá Ítalíu verða því í nýrri Meistaradeild en að þessu sinni taka 36 lið þátt. Ítölsku liðin eru með bestan árangur í Evrópukeppnunum á þessu tímabili og það skipti ekki máli að ekkert ítalskt félag komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Gengi ítalskra félaga var það gott í Evrópu í vetur en lið fá stig fyrir sigra og jafntefli og samanlagður heildarfjöldi stiga hjá liðum í hverju landi ræður síðan röðun þeirra á styrkleikalista UEFA. Serie A secures extra place in Champions LeagueSerie A will have five teams in the Champions League next season after it secured one of the two extra places for performance across the three European competitions this season.https://t.co/JhnsKVXpxM— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 18, 2024 Sætið hjá Ítölunum var tryggt eftir að fjögur af fimm enskum liðum í átta liða úrslitum Evrópukeppnanna duttu úr leik. Manchester City, Arsenal, Liverpool og West Ham sátu öll með sárt ennið og líklegast er núna að Þýskaland fái hitt aukasætið. Bayern München og Borussia Dortmund komust bæði áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar og Bayer Leverkusen sló West Ham út í gær. Þýskaland þarf aðeins tvo sigra eða einn sigur og tvö jafntefli í viðbót í undanúrslitaleikjunum til að tryggja sér endanlega sætið. Roma er eins og er í fimmta sætinu á Ítalíu en í sjötta sætinu er Atalanta. Þau eru bæði í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og ef þau vinna hana þá hjálpa þau hinu liðinu inn í Meistaradeildina því Ítalía yrði þá með sex lið í henni á næstu leiktíð. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Góður árangur ítölsku félaganna hefur nú tryggt það að Sería A mun fá annað af bónussætunum í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Fimm lið frá Ítalíu verða því í nýrri Meistaradeild en að þessu sinni taka 36 lið þátt. Ítölsku liðin eru með bestan árangur í Evrópukeppnunum á þessu tímabili og það skipti ekki máli að ekkert ítalskt félag komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Gengi ítalskra félaga var það gott í Evrópu í vetur en lið fá stig fyrir sigra og jafntefli og samanlagður heildarfjöldi stiga hjá liðum í hverju landi ræður síðan röðun þeirra á styrkleikalista UEFA. Serie A secures extra place in Champions LeagueSerie A will have five teams in the Champions League next season after it secured one of the two extra places for performance across the three European competitions this season.https://t.co/JhnsKVXpxM— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 18, 2024 Sætið hjá Ítölunum var tryggt eftir að fjögur af fimm enskum liðum í átta liða úrslitum Evrópukeppnanna duttu úr leik. Manchester City, Arsenal, Liverpool og West Ham sátu öll með sárt ennið og líklegast er núna að Þýskaland fái hitt aukasætið. Bayern München og Borussia Dortmund komust bæði áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar og Bayer Leverkusen sló West Ham út í gær. Þýskaland þarf aðeins tvo sigra eða einn sigur og tvö jafntefli í viðbót í undanúrslitaleikjunum til að tryggja sér endanlega sætið. Roma er eins og er í fimmta sætinu á Ítalíu en í sjötta sætinu er Atalanta. Þau eru bæði í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og ef þau vinna hana þá hjálpa þau hinu liðinu inn í Meistaradeildina því Ítalía yrði þá með sex lið í henni á næstu leiktíð.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira