Curry reyndi að fá Clark til Under Armour en Nike hafði betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. apríl 2024 15:00 Caitlin Clark á toppi Empire State byggingarinnar í New York. getty/Roy Rochlin Körfuboltakonan Caitlin Clark mun skrifa undir nýjan risa skósamning við Nike. Hún fær sinn eigin einkennisskó hjá Nike. Indiana Fever valdi Clark með fyrsta valrétti í nýliðavali WNBA-deildarinnar á mánudaginn eins og við var búist. Hún átti frábæran feril með Iowa í háskólaboltanum og er stigahæst í sögu efstu deildar hans. Clark er gríðarlega vinsæl og hefur aukið áhugann á kvennakörfubolta. Til marks um það var uppselt á alla leiki Iowa í vetur, miðaverðið á þeim rauk upp og nærri nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í háskólakörfuboltanum þar sem Iowa tapaði fyrir South Carolina. Og nú þegar er ljóst að 36 af fjörutíu leikjum Indiana Fever á tímabilinu verði sýndir beint á stóru sjónvarpsstöðvunum í Bandaríkjunum. Í takt við vinsældir sínar mun Clark skrifa undir nýjan samning við Nike. Adidas og Under Armour báru einnig víurnar í Clark en Nike hafði betur gegn þeim. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, er skærasta stjarnan sem er samningsbundin Under Armour og hann fundaði meðal annars með Clark fyrir hönd íþróttavöruframleiðandans en það dugði ekki til. Clark fær sinn eigin skó hjá Nike eins og sannri ofurstjörnu sæmir. Tvær aðrar körfuboltakonur eru með sinn eigin skó hjá Nike; Sabrina Ionescu hjá New York Liberty og Elena Delle Donne hjá Washington Mystics. Auk þess að vera að fá samning við Nike er Clark með samninga við Gatorade, State Farm og Panini. Helgina fyrir nýliðavalið kom Clark fram í Saturday Night Live sem sýnir hversu mikil ofurstjarna hún er. Áhorf á nýliðaval WNBA var svo gríðarlegt og treyjur Indiana Fever með nafni hennar ruku út. Hin 22 ára Clark leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Indiana Fever þegar liðið mætir Dallas Wings í æfingaleik föstudaginn 3. maí. WNBA Tíska og hönnun Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Indiana Fever valdi Clark með fyrsta valrétti í nýliðavali WNBA-deildarinnar á mánudaginn eins og við var búist. Hún átti frábæran feril með Iowa í háskólaboltanum og er stigahæst í sögu efstu deildar hans. Clark er gríðarlega vinsæl og hefur aukið áhugann á kvennakörfubolta. Til marks um það var uppselt á alla leiki Iowa í vetur, miðaverðið á þeim rauk upp og nærri nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í háskólakörfuboltanum þar sem Iowa tapaði fyrir South Carolina. Og nú þegar er ljóst að 36 af fjörutíu leikjum Indiana Fever á tímabilinu verði sýndir beint á stóru sjónvarpsstöðvunum í Bandaríkjunum. Í takt við vinsældir sínar mun Clark skrifa undir nýjan samning við Nike. Adidas og Under Armour báru einnig víurnar í Clark en Nike hafði betur gegn þeim. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, er skærasta stjarnan sem er samningsbundin Under Armour og hann fundaði meðal annars með Clark fyrir hönd íþróttavöruframleiðandans en það dugði ekki til. Clark fær sinn eigin skó hjá Nike eins og sannri ofurstjörnu sæmir. Tvær aðrar körfuboltakonur eru með sinn eigin skó hjá Nike; Sabrina Ionescu hjá New York Liberty og Elena Delle Donne hjá Washington Mystics. Auk þess að vera að fá samning við Nike er Clark með samninga við Gatorade, State Farm og Panini. Helgina fyrir nýliðavalið kom Clark fram í Saturday Night Live sem sýnir hversu mikil ofurstjarna hún er. Áhorf á nýliðaval WNBA var svo gríðarlegt og treyjur Indiana Fever með nafni hennar ruku út. Hin 22 ára Clark leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Indiana Fever þegar liðið mætir Dallas Wings í æfingaleik föstudaginn 3. maí.
WNBA Tíska og hönnun Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira