Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar Lovísa Arnardóttir skrifar 18. apríl 2024 07:55 Staðan í Grindavík hefur mikil áhrif á fasteignamarkaðinn. 675 íbúar hafa óskað þess að Þórkatla fasteignafélag kaupi sig út. Vísir/Arnar Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði. Alls voru gerðir 990 kaupsamningar í febrúar. Það eru 80 prósent fleiri samanborið við mánuðinn á undan og helmingi fleiri en í febrúar í fyrra. Mest er breytingin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en gerðir voru ríflega þrefalt fleiri kaupsamningar í Reykjanesbæ samanborið við fyrri mánuð. Rúmlega tvöfalt fleiri samningar voru gerðir á Akranesi og tæplega tvöfalt fleiri í Sveitarfélaginu Árborg. Fermetraverðið hefur hækkað.Mynd/Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Þetta, og meira, kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS. Þar segir að gögn um fasteignaauglýsingar bendi til þess að umsvif á fasteignamarkaði hafi einnig verið mikil í mars. Margar íbúðir hafi verið teknar úr birtingu af auglýsingasíðum, eða alls 1.251. í febrúar voru það 1.420. Það eru samanlagt 2.671. Til samanburðar voru þær undir 800 í nóvember og desember á síðasta ári. Þessu tengt er auðvitað staðan í Grindavík en í lok síðustu viku fóru í gegn fyrstu kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík í gegnum fasteignafélagið Þórkötlu. Þá höfðu alls 675 sótt um að Þórkatla keypti þau út. Í skýrslu HMS segir að til samanburðar hafi að meðaltali 625 kaupsamningum verið þinglýst í hverjum mánuði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess í fyrra. Ný íbúðakaup Grindvíkinga gætu því jafngilt mánaðareftirspurn á svæðinu. Fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í skýrslu HMS kemur fram að í febrúar hafi alls 13,4 prósent allra íbúða selst á yfirverði samanborið við 9,9 prósent þeirra í janúar. Hækkunin er að mestu vegna íbúða sem hafa selst á yfirverði á höfuðborgarsvæðinu en 15 prósent íbúða þar seldust á yfirverði í febrúar. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins seldust um 9,1 prósent íbúða á yfirverði. Annars staðar á landinu var hlutfallið 11,8 prósent. Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði hefur hækkað mikið, sérstaklega í póstnúmeri 107 og 220.Mynd/Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Mestur er áhuginn, eða kaupþrýstingurinn á höfuðborgarsvæðinu í póstnúmerum 107 og 220 þar sem þriðja hver íbúð seldist á yfirverði. Þar á eftir koma póstnúmer 108, 111, 113 og 203, þar sem íbúðir seldust á yfirverði í yfir 20 prósent tilfella. Utan höfuðborgarsvæðis er mestur kaupþrýstingur í Reykjanesbæ en tæplega fimmta hver íbúð seldist á yfirverði þar í febrúar. Leiguverð hækkað hratt á Suðurnesjum Þá segir í skýrslunni að einnig séu merki um viðsnúning á leigumarkaði. Leiguverð hafi hækkað hratt umfram almennt verðlag sér í lagi á Suðurnesjum. Leigjandi stærri (3 til 4 herbergja) leiguíbúðar á Suðurnesjum greiddi 215 þúsund krónur í upphafi árs 2023 en greiðir nú um 285 þúsund krónur eða 70 þúsund krónum meira. Þá segir að leiguverð, hvort heldur sem um er að ræða minni (1-2 herbergja) eða stærri leiguíbúða á Suðurnesjum, sé nú 16 prósent hærra en það var september í fyrra. Hækkanir á meðalleiguverði á höfuðborgarsvæðinu eru á bilinu frá 3 prósent til 9 prósent á sama tíma. Verð á húsnæði hefur hækkað og líka leigan.Mynd/Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Þá má einnig sjá áhrif þessa á lánamarkaði en heimilin leita nú til banka í auknum mæli í fjármögnun íbúðakaupa. Þetta er breyting frá síðasta ári þegar mikið jafnræði ríkti milli banka og lífeyrissjóða í nýjum lánveitingum til íbúðakaupa heimila. Hrein ný íbúðalán jukust um 20 prósent frá því í janúar en alls námu þau um 12,2 milljörðum króna í febrúar. Megnið af þessum hreinu nýju íbúðalánum í febrúar voru útlán banka til heimila eða 9 milljarðar af þessum 12,2 milljörðum króna hreinum nýjum útlánum til heimila. Fjárhæð nýrra lánveitinga banka í janúar og febrúar er tæplega tvöfalt hærri samanborið við lífeyrissjóði landsins. Framkvæmdum fækkar á sama tíma Á sama tíma hefur byggingamarkaðurinn dregist saman á síðustu mánuðum. Íbúðatalning HMS sýnir að framkvæmdum hafi fækkað á síðustu 12 mánuðum. Út frá talningunni er áætlað að 1.406 íbúðir komi á markað árið 2026. Það er um og innan við helmingur af væntu framboði íbúða í ár og eins á næsta ári. Í skýrslu HMS segir að þetta sé vegna þess að ráðist hafi verið í of fáar framkvæmdir á síðasta ári. Úr talningu HMS í mars og í september kemur fram að framkvæmdir voru byrjaðar á 1.887 íbúðum, þar af 1.333 á höfuðborgarsvæðinu. „Um er að ræða einungis um helming af þeim framkvæmdum sem fóru af stað síðustu tólf mánuði þar á undan á höfuðborgarsvæðinu. Enn ýktari sögu er að segja af nágrenni höfuðborgarsvæðis en 261 íbúð fór í framkvæmd á síðustu tólf mánuðum samanborið við 1.002 tólf mánuði þar á undan,“ segir í skýrslunni. Fjölda þarf framkvæmdum til að halda í við væntingar samkvæmt skýrslu HMS.Mynd/Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Í Reykjavíkurborg telja nýjar framkvæmdir 336 íbúðir, í Kópavogsbæ telja þær 52 íbúðir, í Garðabæ 164 íbúðir, í Hafnarfjarðarbæ 145 íbúðir og í Mosfellsbæ 38 íbúðir. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið eru flestar nýjar framkvæmdir í Sveitarfélaginu Árborg þar sem þær telja 92 íbúðir, í Akureyrarbæ telja þær 62 íbúðir og í Sveitarfélaginu Vogum 38 íbúðir. Yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði Talningar HMS og kannanir Samtaka iðnaðarins (SI) benda til mikils samdráttar í byggingariðnaði frá ársbyrjun 2023. Könnun SI frá janúar 2023 sýndi 65 prósenta samdrátt í áformum um nýjar byggingarframkvæmdir. Þessi spá raungerðist samkvæmt talningu HMS í september sama ár sem sýndi 70 prósenta samdrátt í nýjum framkvæmdum miðað við árið á undan. Í skýrslu HMS segir að könnun SI í byrjun mars á þessu ári hafi svo gefið vísbendingu um 15 prósenta samdrátt í áformum til viðbótar á milli ára, en nýjasta íbúðatalning HMS í mars, sem sýndi 9,3 prósenta samdrátt í umfangi íbúða í byggingu, staðfesti þær vísbendingar. Vænt framboð og svo vænt hlutfall uppfylltrar íbúðaþarfar. Mynd/Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Taflan hér að ofan sýnir íbúðaþörf, samanborið við vænt framboð íbúða samkvæmt nýjustu íbúðatalningu HMS. Samkvæmt henni mun uppbygging íbúða einungis ná að sinna um 56% af væntri íbúðaþörf þessa árs og næsta árs, ef tekið er tillit til aukinnar húsnæðisþarfar vegna búferlaflutninga Grindvíkinga. Samkvæmt áætlun HMS munu 1.406 íbúðir sem eru nú í byggingu koma inn á markað árið 2026. Samkvæmt þeirra gögnum er það nægilega mikið til að sinna um 29 prósent af væntri íbúðaþörf á því ári. Hefja þyrfti framkvæmdir á tæplega 3.500 íbúðum til viðbótar það sem af er ári til að byggt verði í samræmi við íbúðaþörf árið 2026, ef gert er ráð fyrir að byggingartími hverrar íbúðar sé 18 til 24 mánuðir. Samkvæmt íbúðatalningunni var farið af stað með framkvæmdir á 1.065 íbúðum á milli september 2023 og mars 2024. Með óbreyttum hraða á nýjum framkvæmdum má því búast við að hafist verði handa við um 2.130 íbúðum á þessu ári. Tvöfalda þyrfti hraða nýrra framkvæmda á árinu hið minnsta til þess að hægt verði að sinna væntri íbúðaþörf árið 2026. Hægt er að kynna sér betur málið hér á vef HMS. Fasteignamarkaður Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Efnahagsmál Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Allir sem voru á þessum markaði spáðu því að þetta yrði svona“ Framkvæmdastjóri Jáverks segir að afleiðingar aðgerðarleysis stjórnvalda í húsnæðismálum séu að koma fram núna. Dýrt fjármagn og skortur á lóðaframboði hægi á uppbyggingu. 16. apríl 2024 23:52 Starfsskilyrði versna og skýr merki um samdrátt Gjaldþrotum starfandi fyrirtækja fjölgaði verulega á milli ára og í byggingariðnaði voru þau þrefalt fleiri í fyrra en árið á undan. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir starfsskilyrði í greininni hafa versnað mikið og skýr merki um samdrátt í íbúðauppbyggingu. 14. febrúar 2024 11:47 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Alls voru gerðir 990 kaupsamningar í febrúar. Það eru 80 prósent fleiri samanborið við mánuðinn á undan og helmingi fleiri en í febrúar í fyrra. Mest er breytingin í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en gerðir voru ríflega þrefalt fleiri kaupsamningar í Reykjanesbæ samanborið við fyrri mánuð. Rúmlega tvöfalt fleiri samningar voru gerðir á Akranesi og tæplega tvöfalt fleiri í Sveitarfélaginu Árborg. Fermetraverðið hefur hækkað.Mynd/Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Þetta, og meira, kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS. Þar segir að gögn um fasteignaauglýsingar bendi til þess að umsvif á fasteignamarkaði hafi einnig verið mikil í mars. Margar íbúðir hafi verið teknar úr birtingu af auglýsingasíðum, eða alls 1.251. í febrúar voru það 1.420. Það eru samanlagt 2.671. Til samanburðar voru þær undir 800 í nóvember og desember á síðasta ári. Þessu tengt er auðvitað staðan í Grindavík en í lok síðustu viku fóru í gegn fyrstu kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík í gegnum fasteignafélagið Þórkötlu. Þá höfðu alls 675 sótt um að Þórkatla keypti þau út. Í skýrslu HMS segir að til samanburðar hafi að meðaltali 625 kaupsamningum verið þinglýst í hverjum mánuði á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess í fyrra. Ný íbúðakaup Grindvíkinga gætu því jafngilt mánaðareftirspurn á svæðinu. Fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í skýrslu HMS kemur fram að í febrúar hafi alls 13,4 prósent allra íbúða selst á yfirverði samanborið við 9,9 prósent þeirra í janúar. Hækkunin er að mestu vegna íbúða sem hafa selst á yfirverði á höfuðborgarsvæðinu en 15 prósent íbúða þar seldust á yfirverði í febrúar. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins seldust um 9,1 prósent íbúða á yfirverði. Annars staðar á landinu var hlutfallið 11,8 prósent. Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði hefur hækkað mikið, sérstaklega í póstnúmeri 107 og 220.Mynd/Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Mestur er áhuginn, eða kaupþrýstingurinn á höfuðborgarsvæðinu í póstnúmerum 107 og 220 þar sem þriðja hver íbúð seldist á yfirverði. Þar á eftir koma póstnúmer 108, 111, 113 og 203, þar sem íbúðir seldust á yfirverði í yfir 20 prósent tilfella. Utan höfuðborgarsvæðis er mestur kaupþrýstingur í Reykjanesbæ en tæplega fimmta hver íbúð seldist á yfirverði þar í febrúar. Leiguverð hækkað hratt á Suðurnesjum Þá segir í skýrslunni að einnig séu merki um viðsnúning á leigumarkaði. Leiguverð hafi hækkað hratt umfram almennt verðlag sér í lagi á Suðurnesjum. Leigjandi stærri (3 til 4 herbergja) leiguíbúðar á Suðurnesjum greiddi 215 þúsund krónur í upphafi árs 2023 en greiðir nú um 285 þúsund krónur eða 70 þúsund krónum meira. Þá segir að leiguverð, hvort heldur sem um er að ræða minni (1-2 herbergja) eða stærri leiguíbúða á Suðurnesjum, sé nú 16 prósent hærra en það var september í fyrra. Hækkanir á meðalleiguverði á höfuðborgarsvæðinu eru á bilinu frá 3 prósent til 9 prósent á sama tíma. Verð á húsnæði hefur hækkað og líka leigan.Mynd/Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Þá má einnig sjá áhrif þessa á lánamarkaði en heimilin leita nú til banka í auknum mæli í fjármögnun íbúðakaupa. Þetta er breyting frá síðasta ári þegar mikið jafnræði ríkti milli banka og lífeyrissjóða í nýjum lánveitingum til íbúðakaupa heimila. Hrein ný íbúðalán jukust um 20 prósent frá því í janúar en alls námu þau um 12,2 milljörðum króna í febrúar. Megnið af þessum hreinu nýju íbúðalánum í febrúar voru útlán banka til heimila eða 9 milljarðar af þessum 12,2 milljörðum króna hreinum nýjum útlánum til heimila. Fjárhæð nýrra lánveitinga banka í janúar og febrúar er tæplega tvöfalt hærri samanborið við lífeyrissjóði landsins. Framkvæmdum fækkar á sama tíma Á sama tíma hefur byggingamarkaðurinn dregist saman á síðustu mánuðum. Íbúðatalning HMS sýnir að framkvæmdum hafi fækkað á síðustu 12 mánuðum. Út frá talningunni er áætlað að 1.406 íbúðir komi á markað árið 2026. Það er um og innan við helmingur af væntu framboði íbúða í ár og eins á næsta ári. Í skýrslu HMS segir að þetta sé vegna þess að ráðist hafi verið í of fáar framkvæmdir á síðasta ári. Úr talningu HMS í mars og í september kemur fram að framkvæmdir voru byrjaðar á 1.887 íbúðum, þar af 1.333 á höfuðborgarsvæðinu. „Um er að ræða einungis um helming af þeim framkvæmdum sem fóru af stað síðustu tólf mánuði þar á undan á höfuðborgarsvæðinu. Enn ýktari sögu er að segja af nágrenni höfuðborgarsvæðis en 261 íbúð fór í framkvæmd á síðustu tólf mánuðum samanborið við 1.002 tólf mánuði þar á undan,“ segir í skýrslunni. Fjölda þarf framkvæmdum til að halda í við væntingar samkvæmt skýrslu HMS.Mynd/Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Í Reykjavíkurborg telja nýjar framkvæmdir 336 íbúðir, í Kópavogsbæ telja þær 52 íbúðir, í Garðabæ 164 íbúðir, í Hafnarfjarðarbæ 145 íbúðir og í Mosfellsbæ 38 íbúðir. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið eru flestar nýjar framkvæmdir í Sveitarfélaginu Árborg þar sem þær telja 92 íbúðir, í Akureyrarbæ telja þær 62 íbúðir og í Sveitarfélaginu Vogum 38 íbúðir. Yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði Talningar HMS og kannanir Samtaka iðnaðarins (SI) benda til mikils samdráttar í byggingariðnaði frá ársbyrjun 2023. Könnun SI frá janúar 2023 sýndi 65 prósenta samdrátt í áformum um nýjar byggingarframkvæmdir. Þessi spá raungerðist samkvæmt talningu HMS í september sama ár sem sýndi 70 prósenta samdrátt í nýjum framkvæmdum miðað við árið á undan. Í skýrslu HMS segir að könnun SI í byrjun mars á þessu ári hafi svo gefið vísbendingu um 15 prósenta samdrátt í áformum til viðbótar á milli ára, en nýjasta íbúðatalning HMS í mars, sem sýndi 9,3 prósenta samdrátt í umfangi íbúða í byggingu, staðfesti þær vísbendingar. Vænt framboð og svo vænt hlutfall uppfylltrar íbúðaþarfar. Mynd/Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Taflan hér að ofan sýnir íbúðaþörf, samanborið við vænt framboð íbúða samkvæmt nýjustu íbúðatalningu HMS. Samkvæmt henni mun uppbygging íbúða einungis ná að sinna um 56% af væntri íbúðaþörf þessa árs og næsta árs, ef tekið er tillit til aukinnar húsnæðisþarfar vegna búferlaflutninga Grindvíkinga. Samkvæmt áætlun HMS munu 1.406 íbúðir sem eru nú í byggingu koma inn á markað árið 2026. Samkvæmt þeirra gögnum er það nægilega mikið til að sinna um 29 prósent af væntri íbúðaþörf á því ári. Hefja þyrfti framkvæmdir á tæplega 3.500 íbúðum til viðbótar það sem af er ári til að byggt verði í samræmi við íbúðaþörf árið 2026, ef gert er ráð fyrir að byggingartími hverrar íbúðar sé 18 til 24 mánuðir. Samkvæmt íbúðatalningunni var farið af stað með framkvæmdir á 1.065 íbúðum á milli september 2023 og mars 2024. Með óbreyttum hraða á nýjum framkvæmdum má því búast við að hafist verði handa við um 2.130 íbúðum á þessu ári. Tvöfalda þyrfti hraða nýrra framkvæmda á árinu hið minnsta til þess að hægt verði að sinna væntri íbúðaþörf árið 2026. Hægt er að kynna sér betur málið hér á vef HMS.
Fasteignamarkaður Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Efnahagsmál Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Allir sem voru á þessum markaði spáðu því að þetta yrði svona“ Framkvæmdastjóri Jáverks segir að afleiðingar aðgerðarleysis stjórnvalda í húsnæðismálum séu að koma fram núna. Dýrt fjármagn og skortur á lóðaframboði hægi á uppbyggingu. 16. apríl 2024 23:52 Starfsskilyrði versna og skýr merki um samdrátt Gjaldþrotum starfandi fyrirtækja fjölgaði verulega á milli ára og í byggingariðnaði voru þau þrefalt fleiri í fyrra en árið á undan. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir starfsskilyrði í greininni hafa versnað mikið og skýr merki um samdrátt í íbúðauppbyggingu. 14. febrúar 2024 11:47 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Allir sem voru á þessum markaði spáðu því að þetta yrði svona“ Framkvæmdastjóri Jáverks segir að afleiðingar aðgerðarleysis stjórnvalda í húsnæðismálum séu að koma fram núna. Dýrt fjármagn og skortur á lóðaframboði hægi á uppbyggingu. 16. apríl 2024 23:52
Starfsskilyrði versna og skýr merki um samdrátt Gjaldþrotum starfandi fyrirtækja fjölgaði verulega á milli ára og í byggingariðnaði voru þau þrefalt fleiri í fyrra en árið á undan. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir starfsskilyrði í greininni hafa versnað mikið og skýr merki um samdrátt í íbúðauppbyggingu. 14. febrúar 2024 11:47