Fimleikastelpurnar fá fjórtán milljarða vegna sinnuleysis FBI Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 06:41 Simone Biles var meðal þeirra fimleikakvenna sem sögðu frá samskiptum sínum við lækninn. Getty/Graeme Jennings-Pool Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að greiða hundrað fórnarlömbum fimleikalæknisins Larry Nassar samanlagt hundrað milljónir dollara í skaðabætur. Bandarískir miðlar segja að þetta sé nánast frágengið. Hundrað milljónir dollara eru meira en fjórtán milljarðar íslenskra króna. Ástæðan fyrir skaðabótunum eru mistök Alríkislögreglunnar, FBI, við rannsókn málsins. FBI fékk sterkar vísbendingar um brot Nassar en tók ekki mark á þeim og hann komst upp með brot sín áfram. Nú þykir það sannað að FBI lögreglumennirnir rannsökuðu ekki kvartanir fórnarlamba Nassar almennilega. Christopher Wray, yfirmaður FBI, bað fórnarlömbin afsökunar á sinnuleysi FBI á sínum tíma. Hann sagði það óafsakanlegt að rannsóknarlögreglumenn hafi ekki nýtt tækifærið til að stöðva skrímslið. The Justice Dept. is in settlement talks with victims of Larry Nassar, and the final settlement is likely to be close to $100 million, sources say. https://t.co/hcwKchrd1X— NBC News (@NBCNews) April 17, 2024 Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins og starfaði einnig hjá Michigan State háskólanum. Hann var dæmdur sekur fyrir kynferðisáreiti og barnaklám. Hann var kærður fyrir að áreita að minnsta kosti 265 stelpur eða ungar konur en hann vann í átján ár fyrir bandaríska landsliðið. Meðal fórnarlamba hans voru margir Ólympíufarar og verðlaunahafar á leikunum. Ein af þeim er stórstjarnan Simone Biles. Nassar verður í fangelsi til lífsloka. Hann fékk sextíu ára dóm fyrir barnaklám og svo 40 til 124 ár að auki fyrir kynferðisbrot. Þessar skaðabætur bætast við aðrar sem hafa verið greiddar til fórnarlamba hans. Talið er að þær fari yfir einn milljarða dollara gangi þessar greiðslur í gegn. Það gerir meira en 142 milljarða í íslenskum krónum. Survivors of Larry Nassar, the former team doctor for the women's national gymnastics team, are nearing a settlement with the Justice Department over the FBI's mishandling of the case, CBS News has learned. The potential settlement could reportedly amount to $100 million. pic.twitter.com/1UXyevGnl5— CBS Evening News (@CBSEveningNews) April 17, 2024 Fimleikar Mál Larry Nassar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilin á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sjá meira
Hundrað milljónir dollara eru meira en fjórtán milljarðar íslenskra króna. Ástæðan fyrir skaðabótunum eru mistök Alríkislögreglunnar, FBI, við rannsókn málsins. FBI fékk sterkar vísbendingar um brot Nassar en tók ekki mark á þeim og hann komst upp með brot sín áfram. Nú þykir það sannað að FBI lögreglumennirnir rannsökuðu ekki kvartanir fórnarlamba Nassar almennilega. Christopher Wray, yfirmaður FBI, bað fórnarlömbin afsökunar á sinnuleysi FBI á sínum tíma. Hann sagði það óafsakanlegt að rannsóknarlögreglumenn hafi ekki nýtt tækifærið til að stöðva skrímslið. The Justice Dept. is in settlement talks with victims of Larry Nassar, and the final settlement is likely to be close to $100 million, sources say. https://t.co/hcwKchrd1X— NBC News (@NBCNews) April 17, 2024 Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins og starfaði einnig hjá Michigan State háskólanum. Hann var dæmdur sekur fyrir kynferðisáreiti og barnaklám. Hann var kærður fyrir að áreita að minnsta kosti 265 stelpur eða ungar konur en hann vann í átján ár fyrir bandaríska landsliðið. Meðal fórnarlamba hans voru margir Ólympíufarar og verðlaunahafar á leikunum. Ein af þeim er stórstjarnan Simone Biles. Nassar verður í fangelsi til lífsloka. Hann fékk sextíu ára dóm fyrir barnaklám og svo 40 til 124 ár að auki fyrir kynferðisbrot. Þessar skaðabætur bætast við aðrar sem hafa verið greiddar til fórnarlamba hans. Talið er að þær fari yfir einn milljarða dollara gangi þessar greiðslur í gegn. Það gerir meira en 142 milljarða í íslenskum krónum. Survivors of Larry Nassar, the former team doctor for the women's national gymnastics team, are nearing a settlement with the Justice Department over the FBI's mishandling of the case, CBS News has learned. The potential settlement could reportedly amount to $100 million. pic.twitter.com/1UXyevGnl5— CBS Evening News (@CBSEveningNews) April 17, 2024
Fimleikar Mál Larry Nassar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilin á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sjá meira