Þróttarar kjósa um nýtt merki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2024 16:16 Gamla og nýja merki Þróttar. þróttur Á auka aðalfundi Þróttar í Reykjavík á mánudaginn verður kosið um breytingu á merki og búningi félagsins. Boðað hefur verið til auka aðalfundar hjá Þrótti mánudaginn 22. apríl. Þar kjósa fundargestir meðal annars um tillögu um að breyta merki félagsins. Þróttur hefur verið með fimm merki síðan félagið var stofnað 1949. Sú útgáfa þess sem flestir þekkja hefur verið notuð frá 1980. Gunnar Baldursson teiknaði það. Merkið er rautt og hvítt og í miðju þess er hvítur bolti og stafirnir KÞ sem stendur fyrir Knattspyrnufélagið Þróttur. Í kynningu á nýja merkinu á heimasíðu Þróttar segir að stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í að hanna það var vegna þess að Þróttur gengur í daglegu tali bara undir nafninu Þróttur, ekki Knattspyrnufélagið Þróttur. Í nýja merkinu eru ekki stafirnir KÞ heldur nafnið Þróttur á toppi þess. Tillaga að búningum með nýju merki. Þróttur Engar rendur eru í nýja merkinu eins og því gamla og skjöldurinn hefur verið hannaður upp á nýtt. Boltinn í nýja merkinu byggir á boltanum í gamla merkinu og hægra megin í skildinum er stórt Þ en það form ku einnig sækja í útlínur bragga. Þróttur var stofnaður í herbragga við Ægissíðu 5. ágúst 1949. Í kynningunni sem finna má finna á heimasíðu Þróttar er hægt að sjá hvernig nýja merkið kemur út á búningi og varningi tengdum félaginu. Þróttur Reykjavík Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Boðað hefur verið til auka aðalfundar hjá Þrótti mánudaginn 22. apríl. Þar kjósa fundargestir meðal annars um tillögu um að breyta merki félagsins. Þróttur hefur verið með fimm merki síðan félagið var stofnað 1949. Sú útgáfa þess sem flestir þekkja hefur verið notuð frá 1980. Gunnar Baldursson teiknaði það. Merkið er rautt og hvítt og í miðju þess er hvítur bolti og stafirnir KÞ sem stendur fyrir Knattspyrnufélagið Þróttur. Í kynningu á nýja merkinu á heimasíðu Þróttar segir að stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í að hanna það var vegna þess að Þróttur gengur í daglegu tali bara undir nafninu Þróttur, ekki Knattspyrnufélagið Þróttur. Í nýja merkinu eru ekki stafirnir KÞ heldur nafnið Þróttur á toppi þess. Tillaga að búningum með nýju merki. Þróttur Engar rendur eru í nýja merkinu eins og því gamla og skjöldurinn hefur verið hannaður upp á nýtt. Boltinn í nýja merkinu byggir á boltanum í gamla merkinu og hægra megin í skildinum er stórt Þ en það form ku einnig sækja í útlínur bragga. Þróttur var stofnaður í herbragga við Ægissíðu 5. ágúst 1949. Í kynningunni sem finna má finna á heimasíðu Þróttar er hægt að sjá hvernig nýja merkið kemur út á búningi og varningi tengdum félaginu.
Þróttur Reykjavík Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira