Ísraelar sagðir búnir að ákveða að svara fyrir sig Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 14:09 David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, (t.v.) ræðir við Isaac Herzog, forseta Ísraels, (t.h.) í Jersúsalem í dag. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum. 'Íranar skutu flugskeytum og sendu dróna í átt að Ísrael um helgina en þeir voru flestir skotnir niður. Enginn lést og aðeins minniháttar tjón hlaust af árásunum sem voru svar stjórnvalda í Teheran við loftárás sem felldi íranskan herforingja og fimm liðsmenn byltingarvarðarins 1. apríl. Íranar kenna Ísraelum um árásina en en þeir hafa ekki gengist við henni. Bandamenn Ísraela hafa þrýst á ísraelska ráðamenn að bregðast við árásinni um helgina af yfirvegun. Svo virðist sem að Ísraelar hafi ekki verið tilbúnir að fara að þeim ráðum ef marka má orð Davids Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sem hitti ísraelska ráðamenn í dag. „Það er ljóst að Ísraelar taka ákvörðun um að grípa til aðgerða. Við vonum að þeir geri það á hátt sem stigmagnar ástandið sem minnst,“ sagði Cameron eftir fund sinn með Isaac Herzog, forseta Ísraels. Í svipaðan streng tók Annalena Baerbock, þýski utanríkisráðherrann, sem er einnig í Ísrael. Hún sagði Þýskaland standa fyllilega við bakið á Ísrael en hvatti til stillingar. „Allir verða núna að vera hyggnir og ábyrgir. Ég á ekki við að gefast upp. Ég er að tala um skynsamlega stillingu sem er í raun styrkleiki. Vegna þess að Ísrael hefur sýnt styrkleika með varnarsigri sínum um helgina,“ sagði hún. Ebrahim Raisi, forseti Írans, ávarpar hermenn í Teheran í dag. Hann hét hörðum aðgerðum ef Ísrael gerði jafnvel „smávægilegstu innrás“ til að hefna fyrir árás helgarinnar.AP/Vahid Salemi Taka sínar eigin ákvarðanir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hitti bæði Cameron og Baerbock í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagði þau hafa lagt fram ýmsar tillögur og ráðleggingar. „Ég kann að meta það en ég vil taka það skýrt fram: við tökum okkar eigin ákvarðanir og Ísraelsríki gerir hvað sem það þarf til þess að verja sig,“ sagði forsætisráðherrann. Hverjar þær aðgerðir sem Ísraelsmenn grípa til gætu tendrað þá púðurtunnu sem heimshlutinn er þessa stundina. Ebrahim Raisi, forseti Írans, jók spennuna enn frekar í dag þegar hann sagði að árásin um helgina hefði verið „takmörkuð“. Ef Íranar vildu gera stærri árás væri ekkert eftir af Ísrael. Varaði Raisi við því að ef Ísraelar gerðu jafnvel smávægilegustu árás á móti yrði henni mætt af mikilli hörku. Íran Ísrael Hernaður Bretland Þýskaland Tengdar fréttir Ísraelsher staðráðinn í að bregðast við árás Írana Herráð Ísraelsmanna hittist í gær til þess að ræða viðbrögð við drónaárás Írana sem gerð var um helgina. 16. apríl 2024 07:34 Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
'Íranar skutu flugskeytum og sendu dróna í átt að Ísrael um helgina en þeir voru flestir skotnir niður. Enginn lést og aðeins minniháttar tjón hlaust af árásunum sem voru svar stjórnvalda í Teheran við loftárás sem felldi íranskan herforingja og fimm liðsmenn byltingarvarðarins 1. apríl. Íranar kenna Ísraelum um árásina en en þeir hafa ekki gengist við henni. Bandamenn Ísraela hafa þrýst á ísraelska ráðamenn að bregðast við árásinni um helgina af yfirvegun. Svo virðist sem að Ísraelar hafi ekki verið tilbúnir að fara að þeim ráðum ef marka má orð Davids Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sem hitti ísraelska ráðamenn í dag. „Það er ljóst að Ísraelar taka ákvörðun um að grípa til aðgerða. Við vonum að þeir geri það á hátt sem stigmagnar ástandið sem minnst,“ sagði Cameron eftir fund sinn með Isaac Herzog, forseta Ísraels. Í svipaðan streng tók Annalena Baerbock, þýski utanríkisráðherrann, sem er einnig í Ísrael. Hún sagði Þýskaland standa fyllilega við bakið á Ísrael en hvatti til stillingar. „Allir verða núna að vera hyggnir og ábyrgir. Ég á ekki við að gefast upp. Ég er að tala um skynsamlega stillingu sem er í raun styrkleiki. Vegna þess að Ísrael hefur sýnt styrkleika með varnarsigri sínum um helgina,“ sagði hún. Ebrahim Raisi, forseti Írans, ávarpar hermenn í Teheran í dag. Hann hét hörðum aðgerðum ef Ísrael gerði jafnvel „smávægilegstu innrás“ til að hefna fyrir árás helgarinnar.AP/Vahid Salemi Taka sínar eigin ákvarðanir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hitti bæði Cameron og Baerbock í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagði þau hafa lagt fram ýmsar tillögur og ráðleggingar. „Ég kann að meta það en ég vil taka það skýrt fram: við tökum okkar eigin ákvarðanir og Ísraelsríki gerir hvað sem það þarf til þess að verja sig,“ sagði forsætisráðherrann. Hverjar þær aðgerðir sem Ísraelsmenn grípa til gætu tendrað þá púðurtunnu sem heimshlutinn er þessa stundina. Ebrahim Raisi, forseti Írans, jók spennuna enn frekar í dag þegar hann sagði að árásin um helgina hefði verið „takmörkuð“. Ef Íranar vildu gera stærri árás væri ekkert eftir af Ísrael. Varaði Raisi við því að ef Ísraelar gerðu jafnvel smávægilegustu árás á móti yrði henni mætt af mikilli hörku.
Íran Ísrael Hernaður Bretland Þýskaland Tengdar fréttir Ísraelsher staðráðinn í að bregðast við árás Írana Herráð Ísraelsmanna hittist í gær til þess að ræða viðbrögð við drónaárás Írana sem gerð var um helgina. 16. apríl 2024 07:34 Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Ísraelsher staðráðinn í að bregðast við árás Írana Herráð Ísraelsmanna hittist í gær til þess að ræða viðbrögð við drónaárás Írana sem gerð var um helgina. 16. apríl 2024 07:34
Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00