Stuðningur úr óvæntri átt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. apríl 2024 09:00 „Ég trúði þessu ekki og hélt fram á síðasta dag að þetta væri della. Ég gaf þessu ekki neinn séns og þetta pirraði mig í raun og veru. Mér finnst þetta bara skrítið í alla staði. Upplifunin mín er að þetta sé eiginlega ekki sanngjarnt.“ Þetta hafði Vísir.is eftir Jóni Gnarr forsetaframbjóðanda fyrr í vikunni um framboð Katrínar Jakobsdóttur en fréttin var unnin upp úr viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Haft er eftir Jóni að Katrín hafi þannig ákveðið forskot í kosningabaráttunni á aðra frambjóðendur. Líkir hann því við það að Katrín væri að spila í meistaradeild í knattspyrnu á meðan hann og aðrir frambjóðendur væru í annarri deild. Erfitt er að skilja orð Jóns á annan veg en þann að Katrín beri að hans mati höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur. Þar með talinn hann sjálfan. Í því felist hin meinta ósanngirni. Hér er auðvitað á ferðinni mjög afgerandi stuðningsyfirlýsing við framboð Katrínar sem að auki kemur úr nokkuð óvæntri átt þó vitanlega hafi það ekki verið markmið Jóns. Engu að síður eru skilaboðin eðli málsins samkvæmt þau að hann telji Katrínu standa honum og öðrum frambjóðendum framar. Mætti raunar skilja orð hans svo að hann hefði mögulega ekki farið í framboð hefði hann talið að Katrín tæki slaginn. Verður að eiga það við sig sjálfan Hitt er svo annað mál að það er óneitanlega afar athyglisvert að frambjóðandi, sem ekki er einungis fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og forystumaður stjórnmálaframboðs sem vann stórsigur í borginni hér um árið heldur verið landsþekktur leikari og skemmtikraftur í áratugi, skuli kvarta sáran undan samkeppni við Katrínu og stilla sér enn fremur upp með öðrum frambjóðendum sem eru flestir margfalt minna þekktir. Færa má rök fyrir því að Jón sé mögulega þekktasti forsetaframbjóðandinn að þessu sinni. Ekki er ósennilegt að ýmsum öðrum frambjóðendum þyki einmitt ósanngjarnt að þurfa að etja kappi við hann af þeim sökum. Jón virðist alls ekki hafa hugsað út í það. Athyglisvert er að hann skuli vera svo upptekinn af eigin aðstæðum að hann átti sig ekki á því að hann hittir vitanlega ekki sízt sjálfan sig fyrir með gagnrýni sinni. Mjög skiljanlegt er að Jón sé svekktur yfir því að hafa misreiknað sig og talið að Katrín myndi ekki gefa kost á sér. Það verður hann hins vegar að eiga við sig sjálfan. Öllum er vitanlega frjálst að bjóða sig fram til forseta sem hafa til þess kjörgengi. Hvort sem um er að ræða landsfræga skemmtikrafta, fyrrverandi forsætisráðherra eða aðra. Í öllu falli er í það minnsta nokkuð ljóst hvern Jón telur öflugasta frambjóðandann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
„Ég trúði þessu ekki og hélt fram á síðasta dag að þetta væri della. Ég gaf þessu ekki neinn séns og þetta pirraði mig í raun og veru. Mér finnst þetta bara skrítið í alla staði. Upplifunin mín er að þetta sé eiginlega ekki sanngjarnt.“ Þetta hafði Vísir.is eftir Jóni Gnarr forsetaframbjóðanda fyrr í vikunni um framboð Katrínar Jakobsdóttur en fréttin var unnin upp úr viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Haft er eftir Jóni að Katrín hafi þannig ákveðið forskot í kosningabaráttunni á aðra frambjóðendur. Líkir hann því við það að Katrín væri að spila í meistaradeild í knattspyrnu á meðan hann og aðrir frambjóðendur væru í annarri deild. Erfitt er að skilja orð Jóns á annan veg en þann að Katrín beri að hans mati höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur. Þar með talinn hann sjálfan. Í því felist hin meinta ósanngirni. Hér er auðvitað á ferðinni mjög afgerandi stuðningsyfirlýsing við framboð Katrínar sem að auki kemur úr nokkuð óvæntri átt þó vitanlega hafi það ekki verið markmið Jóns. Engu að síður eru skilaboðin eðli málsins samkvæmt þau að hann telji Katrínu standa honum og öðrum frambjóðendum framar. Mætti raunar skilja orð hans svo að hann hefði mögulega ekki farið í framboð hefði hann talið að Katrín tæki slaginn. Verður að eiga það við sig sjálfan Hitt er svo annað mál að það er óneitanlega afar athyglisvert að frambjóðandi, sem ekki er einungis fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og forystumaður stjórnmálaframboðs sem vann stórsigur í borginni hér um árið heldur verið landsþekktur leikari og skemmtikraftur í áratugi, skuli kvarta sáran undan samkeppni við Katrínu og stilla sér enn fremur upp með öðrum frambjóðendum sem eru flestir margfalt minna þekktir. Færa má rök fyrir því að Jón sé mögulega þekktasti forsetaframbjóðandinn að þessu sinni. Ekki er ósennilegt að ýmsum öðrum frambjóðendum þyki einmitt ósanngjarnt að þurfa að etja kappi við hann af þeim sökum. Jón virðist alls ekki hafa hugsað út í það. Athyglisvert er að hann skuli vera svo upptekinn af eigin aðstæðum að hann átti sig ekki á því að hann hittir vitanlega ekki sízt sjálfan sig fyrir með gagnrýni sinni. Mjög skiljanlegt er að Jón sé svekktur yfir því að hafa misreiknað sig og talið að Katrín myndi ekki gefa kost á sér. Það verður hann hins vegar að eiga við sig sjálfan. Öllum er vitanlega frjálst að bjóða sig fram til forseta sem hafa til þess kjörgengi. Hvort sem um er að ræða landsfræga skemmtikrafta, fyrrverandi forsætisráðherra eða aðra. Í öllu falli er í það minnsta nokkuð ljóst hvern Jón telur öflugasta frambjóðandann. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun