„Náðum að keyra upp hraðann á réttum mómentum“ Stefán Marteinn skrifar 16. apríl 2024 21:55 Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir. Vísir/Diego Njarðvík kjöldróg Valsliðið í Ljónagryfjunni í kvöld 92-59 þegar liðin mættust í þriðja leik í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta. „Virkilega ánægður með svarið frá mínu liði og svarið í að framkvæma þá hluti sem að við erum búnar að eyða síðustu þremur dögum í að fara yfir og greina aðeins. Þannig ég er bara virkilega ánægður með heildar frammistöðuna.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Eftir óvænt tap í leik tvö á Hlíðarenda var mikilvægt að svara fyrir frammistöðuna í leik kvöldsins. „Það skiptir öllu máli. Góð lið gera þetta, láta ekki slá sig útaf laginu. Auðvitað bráðnauðsynlegt að mæta hérna og verja heimavöllinn og nú erum við aftur komnar í bílstjórasætið og getum klárað einvígið í N1 höllinni á föstudaginn. Það var því lífsnauðsynlegt fyrir okkur að klára þetta hérna í kvöld.“ „Við náðum að keyra upp hraðan á réttum mómentum og hlaupa í bakið á þeim og við vorum með 16 stoðsendingar útaf því að við erum með mjög gott körfuboltalið og það mun alltaf vera lykillinn af því þegar við spilum okkar bestu leiki að fá alla með í það sem að við erum að gera. Okkar markmið er að búa til há prósentu skot og mér finnst við ennþá geta gert betur því Vals vörnin tekur ýmislegt í burtu frá okkur en skilur eftir mörg svæði opin og við þurfum að vera með meiri stöðugleika í 40 mínútur að finna þessi svæði.“ Sagði Rúnar Ingi aðspurður um hvað það væri sem hafi tryggt sigurinn í kvöld. Rúnar Ingi var ekki sáttur með sitt lið eftir leik tvö og vonast til þess að hans lið verði betur undirbúnar andlega fyrir leikinn í N1 höllinni næst. „Ég kastaði reyndar boltanum hérna í vegg hérna fyrir tveimur dögum síðan aðeins til að vekja þær. Kannski ég geri það aftur bara svona upp á gamanið, ég er hjátrúarfullur. Heilt yfir býst ég bara við því að við fáum núna tvo daga á milli að við höldum áfram einbeittar. Við vitum að þær munu koma og berja á okkur, þær munu koma með mikla stemningu og selja sig til síðasta blóðdropa.Við þurfum að svara því og vera miklu tilbúnari andlega fyrir það heldur en við vorum í leik tvö.“ Rúnar Ingi kallar eftir stuðning frá Njarðvíkingum. „Það skiptir öllu máli. Þetta á líka að vera skemmtilegasti tími ársins og yfirleitt í Íslensku íþróttalífi þá er munur. Mér finnst ekkert rosalega mikill munur. Njarðvíkingar þurfa bara að rífa sig í gang og við erum með íþróttafélag sem er að setja ótrúlegan metnað í bæði kvenna og karla starfsemina sem mér finnst frábært að vera þátttakandi af. Mér finnst áhorfendurnir hér í kvöld, við getum gert svo miklu betur en credit á alla sem mættu hérna í kvöld og fengu sé börger og komu en við þurfum að gera miklu betur því mér finnst stelpurnar mínar eiga miklu betra skilið. “ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
„Virkilega ánægður með svarið frá mínu liði og svarið í að framkvæma þá hluti sem að við erum búnar að eyða síðustu þremur dögum í að fara yfir og greina aðeins. Þannig ég er bara virkilega ánægður með heildar frammistöðuna.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Eftir óvænt tap í leik tvö á Hlíðarenda var mikilvægt að svara fyrir frammistöðuna í leik kvöldsins. „Það skiptir öllu máli. Góð lið gera þetta, láta ekki slá sig útaf laginu. Auðvitað bráðnauðsynlegt að mæta hérna og verja heimavöllinn og nú erum við aftur komnar í bílstjórasætið og getum klárað einvígið í N1 höllinni á föstudaginn. Það var því lífsnauðsynlegt fyrir okkur að klára þetta hérna í kvöld.“ „Við náðum að keyra upp hraðan á réttum mómentum og hlaupa í bakið á þeim og við vorum með 16 stoðsendingar útaf því að við erum með mjög gott körfuboltalið og það mun alltaf vera lykillinn af því þegar við spilum okkar bestu leiki að fá alla með í það sem að við erum að gera. Okkar markmið er að búa til há prósentu skot og mér finnst við ennþá geta gert betur því Vals vörnin tekur ýmislegt í burtu frá okkur en skilur eftir mörg svæði opin og við þurfum að vera með meiri stöðugleika í 40 mínútur að finna þessi svæði.“ Sagði Rúnar Ingi aðspurður um hvað það væri sem hafi tryggt sigurinn í kvöld. Rúnar Ingi var ekki sáttur með sitt lið eftir leik tvö og vonast til þess að hans lið verði betur undirbúnar andlega fyrir leikinn í N1 höllinni næst. „Ég kastaði reyndar boltanum hérna í vegg hérna fyrir tveimur dögum síðan aðeins til að vekja þær. Kannski ég geri það aftur bara svona upp á gamanið, ég er hjátrúarfullur. Heilt yfir býst ég bara við því að við fáum núna tvo daga á milli að við höldum áfram einbeittar. Við vitum að þær munu koma og berja á okkur, þær munu koma með mikla stemningu og selja sig til síðasta blóðdropa.Við þurfum að svara því og vera miklu tilbúnari andlega fyrir það heldur en við vorum í leik tvö.“ Rúnar Ingi kallar eftir stuðning frá Njarðvíkingum. „Það skiptir öllu máli. Þetta á líka að vera skemmtilegasti tími ársins og yfirleitt í Íslensku íþróttalífi þá er munur. Mér finnst ekkert rosalega mikill munur. Njarðvíkingar þurfa bara að rífa sig í gang og við erum með íþróttafélag sem er að setja ótrúlegan metnað í bæði kvenna og karla starfsemina sem mér finnst frábært að vera þátttakandi af. Mér finnst áhorfendurnir hér í kvöld, við getum gert svo miklu betur en credit á alla sem mættu hérna í kvöld og fengu sé börger og komu en við þurfum að gera miklu betur því mér finnst stelpurnar mínar eiga miklu betra skilið. “
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum