Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2024 11:54 Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er sleginn yfir brunanum í Kaupmannahöfn. Vísir/Vilhelm Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað Tilkynnt var um eldinn á áttunda tímanum morgun en byggingin er í hjarta Kaupmannahafnar, nærri danska þinginu. Eldurinn breiddist hratt út og í morgun féll spíralturn Børsen sem hefur verið hefur eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, sem skrifaði bókina Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, segist verulega brugðið. „Þetta er svona svipað og þegar maður frétti af Notre Dame, þetta er höfuðbygging þarna í Kaupmannahöfn og hefur sett svip sinn á borgina mjög lengi, í fjögur hundruð ár.“ Spíralturninn var 56 metra hár og sést hér í ljósum logum áður en hann féll.vísir/ap Framkvæmdir stóðu þar yfir í tengslum við fjögur hundruð ára afmælishátíð hússins sem átti að halda á þessu ári. Byggingin var reist í tíð Kristjáns fjórða Danakonungs, sem lét sérstaklega smíða á hana turninn fræga. „Hann er mjög sérstakur. Þetta eru drekar og halarnir snúast upp í spíru, og það var talað um að hann væri táknrænn gegn óvinahernaði og eldsvoðum en nú er hann fallinn,“ segir Guðjón og bendir á hina augljósu íroníu. Í Børsen var lengst um sinn markaður þar sem Íslendingar stunduðu meðal annars viðskipti með saltfisk en byggingin var gerð að kauphöll um miðja 19. öld og var það til ársins 1974. Síðan hafa sambönd atvinnurekenda verið þar með skrifstofur auk þess sem húsið hefur verið leigt út til veisluhalda. Í morgun hafa sést myndir af fólki hlaupa inn í brennandi bygginguna til að bjarga menningarverðmætum. Børsen er í hjarta Kaupmannahafnar og var eitt helsta kennileiti borgarinnar.vísir/ap „Það er til dæmis þarna mjög þekkt málverk eftir Krøyer, sem var einhver þekktasti listamaður Danmerkur á nítjándu öld. Ég sá að það var borið út og þurfti fjölda manns til að bera verkið, það er svo stórt,“ segir Guðjón og bætir við að reikna megi við að ýmis verðmæti séu líklega farin þrátt fyrir að mörgu hafi verið bjargað. Ráðamenn í Danmörku eru slegnir yfir atburðum morgunsins en vonir standa til þess að slökkvilið nái tökum á eldinum á næstu klukkustundum. Svæðið í kring hefur verið rýmt og fólki ráðlagt að loka gluggum vegna reykjarmakkar. Guðjón trúir ekki öðru en að byggingin verði endurreist. „Ég held að Danir geti ekki annað en endurbyggt þetta hús. Veit ekki hvort eldurinn nái því öllu en ég trúi ekki öðru en að þeir endurbygggi þar sem þetta er eitt af kennileitum Kaupmannahafnar og er þarna á hallarhólmanum rétt við Kristjánsborgarhöll. Þannig mér finnst mjög líklegt að þeir muni endurreisa það eins og það var. Ég bara trúi ekki öðru.“ Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Tilkynnt var um eldinn á áttunda tímanum morgun en byggingin er í hjarta Kaupmannahafnar, nærri danska þinginu. Eldurinn breiddist hratt út og í morgun féll spíralturn Børsen sem hefur verið hefur eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, sem skrifaði bókina Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, segist verulega brugðið. „Þetta er svona svipað og þegar maður frétti af Notre Dame, þetta er höfuðbygging þarna í Kaupmannahöfn og hefur sett svip sinn á borgina mjög lengi, í fjögur hundruð ár.“ Spíralturninn var 56 metra hár og sést hér í ljósum logum áður en hann féll.vísir/ap Framkvæmdir stóðu þar yfir í tengslum við fjögur hundruð ára afmælishátíð hússins sem átti að halda á þessu ári. Byggingin var reist í tíð Kristjáns fjórða Danakonungs, sem lét sérstaklega smíða á hana turninn fræga. „Hann er mjög sérstakur. Þetta eru drekar og halarnir snúast upp í spíru, og það var talað um að hann væri táknrænn gegn óvinahernaði og eldsvoðum en nú er hann fallinn,“ segir Guðjón og bendir á hina augljósu íroníu. Í Børsen var lengst um sinn markaður þar sem Íslendingar stunduðu meðal annars viðskipti með saltfisk en byggingin var gerð að kauphöll um miðja 19. öld og var það til ársins 1974. Síðan hafa sambönd atvinnurekenda verið þar með skrifstofur auk þess sem húsið hefur verið leigt út til veisluhalda. Í morgun hafa sést myndir af fólki hlaupa inn í brennandi bygginguna til að bjarga menningarverðmætum. Børsen er í hjarta Kaupmannahafnar og var eitt helsta kennileiti borgarinnar.vísir/ap „Það er til dæmis þarna mjög þekkt málverk eftir Krøyer, sem var einhver þekktasti listamaður Danmerkur á nítjándu öld. Ég sá að það var borið út og þurfti fjölda manns til að bera verkið, það er svo stórt,“ segir Guðjón og bætir við að reikna megi við að ýmis verðmæti séu líklega farin þrátt fyrir að mörgu hafi verið bjargað. Ráðamenn í Danmörku eru slegnir yfir atburðum morgunsins en vonir standa til þess að slökkvilið nái tökum á eldinum á næstu klukkustundum. Svæðið í kring hefur verið rýmt og fólki ráðlagt að loka gluggum vegna reykjarmakkar. Guðjón trúir ekki öðru en að byggingin verði endurreist. „Ég held að Danir geti ekki annað en endurbyggt þetta hús. Veit ekki hvort eldurinn nái því öllu en ég trúi ekki öðru en að þeir endurbygggi þar sem þetta er eitt af kennileitum Kaupmannahafnar og er þarna á hallarhólmanum rétt við Kristjánsborgarhöll. Þannig mér finnst mjög líklegt að þeir muni endurreisa það eins og það var. Ég bara trúi ekki öðru.“
Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
„Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39