„Taktlaust og ósmekklegt“ Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 16. apríl 2024 11:40 Inga Sæland er fyrsti flutningsmaður vantrauststillögunnar. Hún vill þingkosningar í september. Vísir/Arnar „Okkur þykir það einstaklega slæm skilaboð að það að axla ábyrgð sé að komast upp með það að fara ekki eftir neinum reglum sem um störf þessara aðila gilda eins og þau hafa sýnt og sannað. Við teljum það ekki vera að axla ábyrgð á ganga á milli ráðuneyta í stað þess að stíga til hliðar og viðurkenna að það að maður hafi gerst brotlegur í starfi.“ Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um þá vantrauststillögu þingmanna flokks hennar og Pírata sem lögð hefur verið fram á þingi. Í tillögunni er vantraust lýst yfir á ríkisstjórnina í heild sinni, að hér verði þingrof og boðað verði til þingkosninga í september. Hún segir það afskaplega taktlaust og ósmekklegt að ráðherrann [Bjarni Benediktsson] sem hafi flæmst úr fjármálaráðuneytinu og gert sig að utanríkisráðherra sé nú orðinn forsætisráðherra. „Okkur þykir líka taktlaust að matvælaráðherrann [Svandís Svavarsdóttir] sem var líka brotlegur við stjórnsýslulögin og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins skuli vera búin að færast upp um stiga líka og sé orðinn innviðaráðherra,“ segir Inga. Vonast til að verði tekin fyrir á morgun Inga segir að flutningsmenn tillögunnar hafi talað við alla þingmenn stjórnarandstöðunnar varðandi það að vera meðflutningsmenn. „Við töluðum við alla. Þau ákváðu að vera ekki á vantrausttillögunni sjálfri. Mér skilst að flestir – ég held bara allir – muni greiða atkvæði með vantraustinu vegna þess að við höfum öll gefið það út, stjórnarandstaðan eins og hún leggur sig, að við treystum ekki þessari ríkisstjórn.“ Inga segist vonast til að tillagan verði tekin fyrir á morgun, enda eigi að taka svona tillögur fyrir eins fljótt og kostur sé. Vonandi verði hægt að taka málið fyrir áður en umræður hefjast um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hverjar telur þú líkurnar á að þetta verði samþykkt? „Ég tel þær afskaplega litlar. Þeir eru með 38 þingmenn og þeir eru ekki að fara að lýsa vantrausti á sjálfa sig. Ég gat ekki betur séð en að þau hafi verið að faðmast voðalega mikið eftir þetta áfall að Katrín ákvað að yfirgefa skútuna, fyrst allra. Þau eru svo sem ekkert að líta á hvert annað einhverjum hlýleikaaugum en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að þau reyna að halda út eins og kostur sé þar til einhver önnur bomba springur hjá þeim.“ Inga segir tillagan nú sé fyrst og fremst táknræn aðgerð. „Á bak við þessa aðgerð eru líka á milli 40 og 50 þúsund kjósendur og einstaklingar sem hafa skrifað undir undirskriftarlista og mótmælt því að Bjarni Benediktsson skuli vera orðinn yfir öllum valdrastrúktúr framkvæmdavaldsins í landinu.“ Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um þá vantrauststillögu þingmanna flokks hennar og Pírata sem lögð hefur verið fram á þingi. Í tillögunni er vantraust lýst yfir á ríkisstjórnina í heild sinni, að hér verði þingrof og boðað verði til þingkosninga í september. Hún segir það afskaplega taktlaust og ósmekklegt að ráðherrann [Bjarni Benediktsson] sem hafi flæmst úr fjármálaráðuneytinu og gert sig að utanríkisráðherra sé nú orðinn forsætisráðherra. „Okkur þykir líka taktlaust að matvælaráðherrann [Svandís Svavarsdóttir] sem var líka brotlegur við stjórnsýslulögin og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins skuli vera búin að færast upp um stiga líka og sé orðinn innviðaráðherra,“ segir Inga. Vonast til að verði tekin fyrir á morgun Inga segir að flutningsmenn tillögunnar hafi talað við alla þingmenn stjórnarandstöðunnar varðandi það að vera meðflutningsmenn. „Við töluðum við alla. Þau ákváðu að vera ekki á vantrausttillögunni sjálfri. Mér skilst að flestir – ég held bara allir – muni greiða atkvæði með vantraustinu vegna þess að við höfum öll gefið það út, stjórnarandstaðan eins og hún leggur sig, að við treystum ekki þessari ríkisstjórn.“ Inga segist vonast til að tillagan verði tekin fyrir á morgun, enda eigi að taka svona tillögur fyrir eins fljótt og kostur sé. Vonandi verði hægt að taka málið fyrir áður en umræður hefjast um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hverjar telur þú líkurnar á að þetta verði samþykkt? „Ég tel þær afskaplega litlar. Þeir eru með 38 þingmenn og þeir eru ekki að fara að lýsa vantrausti á sjálfa sig. Ég gat ekki betur séð en að þau hafi verið að faðmast voðalega mikið eftir þetta áfall að Katrín ákvað að yfirgefa skútuna, fyrst allra. Þau eru svo sem ekkert að líta á hvert annað einhverjum hlýleikaaugum en það breytir þó ekki þeirri staðreynd að þau reyna að halda út eins og kostur sé þar til einhver önnur bomba springur hjá þeim.“ Inga segir tillagan nú sé fyrst og fremst táknræn aðgerð. „Á bak við þessa aðgerð eru líka á milli 40 og 50 þúsund kjósendur og einstaklingar sem hafa skrifað undir undirskriftarlista og mótmælt því að Bjarni Benediktsson skuli vera orðinn yfir öllum valdrastrúktúr framkvæmdavaldsins í landinu.“
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira