Rétta hallann af á fjórum árum Bjarki Sigurðsson skrifar 16. apríl 2024 09:50 Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem kynnt var í dag. Áætlunin er fyrir árin 2025 til 2029. Áframhaldandi kaupmáttarvöxtur Vöxtur kaupmáttar hér á Íslandi hefur verið langt umfram það sem þekkist hjá öllum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu undanfarinn áratug. Með fjármálaáætlun er lagður grunn að áframhaldandi kaupmáttarvexti. „Lífskjarabatinn birtist víðar en í vexti kaupmáttar. Þannig hafa skuldir heimilanna sjaldan á undanförnum áratugum verið lægri í hlutfalli við ráðstöfunartekjur þeirra,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um áætlunina. Gæta aðhalds Ríkisstjórnin mun gæta aðhalds í opinberum fjármálum og helminga halla ríkissjóðs á næsta ári, úr 49 milljörðum króna í 25 milljarða króna. Árið 2028 verður hallinn svo að afgangi. Útgjöld til heilbrigðismála og félags- og tryggingamála vega þyngst á tímabili fjármálaáætlunar og samsvara um helmingi af heildarútgjalda ríkissjóðs. „Ekki er almenn aðhaldskrafa á heilbrigðis- og velferðarmál og verður áfram forgangsraðað til þeirra málaflokka en útgjöld verða þar aukin um 80 milljarða króna milli 2024 og 2029 sem svarar til tæplega 12% aukningar að raunvirði,“ segir í tilkynningunni. Auðvelda verkefni Seðlabankans Aukinn kraftur verður settur í að bæta skilvirkni hins opinbera og stofnanaskipulagið við rekstur opinberrar þjónustu endurmetið. Miklir möguleikar liggi þar í að nýta fjármagn betur og gera stofnanir burðugri til að veita þjónustu sem þörf er á. „Útgjöld ríkissjóðs og hins opinbera í heild munu því vaxa hóflega í ár og á tímabili fjármálaáætlunar. Með hægfara útgjaldavexti er stefnt að því að hlutfall heildarútgjalda hins opinbera af vergri landsframleiðslu, sem í ár mun nema um 44%, verði orðið tæplega 41% undir lok tímabilsins. Með þeim hætti auðvelda opinber fjármál það verkefni Seðlabankans að stuðla að stöðugu verðlagi,“ segir í tilkynningunni. Ná að fjármagna aðgerðir í tengslum við kjarasamninga Þá munu stjórnvöld ráðast í aðgerðir samhliða gerð kjarasamninga og með þeim á að auka ráðstöfunartekjur heimila með sérstakri áherslu á húsnæðisuppbyggingu, húsnæðisstuðning og málefni barnafjölskyldna. „Þökk sé hóflegum vexti annarra útgjalda eins og fram hefur komið og nokkrum áframhaldandi vexti í tekjum ríkissjóðs næst að fjármagna aðgerðir til stuðnings kjarasamningum á komandi árum,“ segir í tilkynningunni. Draga úr óvissu Einnig munu stjórnvöld leggja ríka áherslu á að kjarasamningar á opinberum vinnumarkaði samrýmist þeirri heildarstefnunni sem hefur verið mörkuð á almennum vinnumarkaði. „Mikilvægt er að um verði að ræða langtímasamninga sem dragi úr óvissu og styðji við lækkun verðbólgu. Aðeins þannig myndast skilyrði fyrir lækkun vaxta,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fjármálaáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem kynnt var í dag. Áætlunin er fyrir árin 2025 til 2029. Áframhaldandi kaupmáttarvöxtur Vöxtur kaupmáttar hér á Íslandi hefur verið langt umfram það sem þekkist hjá öllum öðrum ríkjum Vestur-Evrópu undanfarinn áratug. Með fjármálaáætlun er lagður grunn að áframhaldandi kaupmáttarvexti. „Lífskjarabatinn birtist víðar en í vexti kaupmáttar. Þannig hafa skuldir heimilanna sjaldan á undanförnum áratugum verið lægri í hlutfalli við ráðstöfunartekjur þeirra,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um áætlunina. Gæta aðhalds Ríkisstjórnin mun gæta aðhalds í opinberum fjármálum og helminga halla ríkissjóðs á næsta ári, úr 49 milljörðum króna í 25 milljarða króna. Árið 2028 verður hallinn svo að afgangi. Útgjöld til heilbrigðismála og félags- og tryggingamála vega þyngst á tímabili fjármálaáætlunar og samsvara um helmingi af heildarútgjalda ríkissjóðs. „Ekki er almenn aðhaldskrafa á heilbrigðis- og velferðarmál og verður áfram forgangsraðað til þeirra málaflokka en útgjöld verða þar aukin um 80 milljarða króna milli 2024 og 2029 sem svarar til tæplega 12% aukningar að raunvirði,“ segir í tilkynningunni. Auðvelda verkefni Seðlabankans Aukinn kraftur verður settur í að bæta skilvirkni hins opinbera og stofnanaskipulagið við rekstur opinberrar þjónustu endurmetið. Miklir möguleikar liggi þar í að nýta fjármagn betur og gera stofnanir burðugri til að veita þjónustu sem þörf er á. „Útgjöld ríkissjóðs og hins opinbera í heild munu því vaxa hóflega í ár og á tímabili fjármálaáætlunar. Með hægfara útgjaldavexti er stefnt að því að hlutfall heildarútgjalda hins opinbera af vergri landsframleiðslu, sem í ár mun nema um 44%, verði orðið tæplega 41% undir lok tímabilsins. Með þeim hætti auðvelda opinber fjármál það verkefni Seðlabankans að stuðla að stöðugu verðlagi,“ segir í tilkynningunni. Ná að fjármagna aðgerðir í tengslum við kjarasamninga Þá munu stjórnvöld ráðast í aðgerðir samhliða gerð kjarasamninga og með þeim á að auka ráðstöfunartekjur heimila með sérstakri áherslu á húsnæðisuppbyggingu, húsnæðisstuðning og málefni barnafjölskyldna. „Þökk sé hóflegum vexti annarra útgjalda eins og fram hefur komið og nokkrum áframhaldandi vexti í tekjum ríkissjóðs næst að fjármagna aðgerðir til stuðnings kjarasamningum á komandi árum,“ segir í tilkynningunni. Draga úr óvissu Einnig munu stjórnvöld leggja ríka áherslu á að kjarasamningar á opinberum vinnumarkaði samrýmist þeirri heildarstefnunni sem hefur verið mörkuð á almennum vinnumarkaði. „Mikilvægt er að um verði að ræða langtímasamninga sem dragi úr óvissu og styðji við lækkun verðbólgu. Aðeins þannig myndast skilyrði fyrir lækkun vaxta,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira