Ellefu af 33 Palestínumönnum með dvalarleyfi væntanlegir í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. apríl 2024 06:46 Ástandið á Gasa versnar dag frá degi og hjálparsamtök segja aðflutning matvæla ekki duga til að koma í veg fyrir hungursneyð. AP/Fatima Shbair Fimmtán einstaklingar frá Palestínu sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar hafa verið fluttir frá Kaíró í Egyptalandi til Íslands frá því að störfum sendinefndar utanríkisráðuneytisins í Kaíró lauk 8. mars sl. Þetta kemur fram í svörum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Ráðuneytið segir að sér sé kunnugt um að 33 Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi séu enn á Gasa eða í Kaíró. Þar af séu fjórtán börn og um sé að ræða þrettán fjölskyldueiningar. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er sem fyrr segir með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina í tengslum við aðstoð við flóttafólk sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga ef þörf er á.Í sérstökum tilfellum býðst einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar aðstoð á vegum stofnunarinnar við að komast til Íslands og kemur fólkið sér þá sjálft á skrifstofu hennar. Í tilfelli fólks frá Gaza er næsta skrifstofa í Kaíró í Egyptalandi,“ segir í svörum ráðuneytisins við því hvort einhver vinna sé í gangi við að aðstoða umrædda einstaklinga við að koma til Íslands. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur átt í reglulegum samskiptum við ofangreinda stofnun vegna einstaklinga sem hafa eða kunna að koma sér sjálfir yfir landamærin frá Gaza og til Egyptalands og óskað eftir því að hún aðstoði þá við að komast til Íslands frá Kaíró.“ Ellefu væntanlegir til landsins í dag Morgunblaðið greinir frá því í morgun að af þessum 33 einstaklingum séu ellefu væntanlegir til landsins í dag. Þá séu sjö komnir til Kaíró og bíði flutnings en fimmtán séu enn á Gasa. Um er að ræða fjórtán börn, ellefu konur og átta karla. Einstaklingarnir sem væntanlegir eru til landsins í dag komust yfir landamærin frá Gasa til Egyptalands með aðstoð Solaris. Alls komu 72 dvalarleyfishafar frá Gasa til Íslands þann 8. mars síðastliðinn, eftir aðkomu íslenskra stjórnvalda að því að ná þeim út af svæðinu og til Egyptalands. Ítrekað var í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þann dag að um væri að ræða aðgerð „umfram lagaskyldu stjórnvalda og almenna venju“. „Í ljósi aðstæðna á svæðinu var þó ákveðið að ráðast í einstaka aðgerð þessa efnis í kjölfar umfjöllunar í ráðherranefnd um innflytjendur og flóttamenn, en þar var lögð áhersla á einskiptisaðgerð sem ekki skapaði fordæmi eða umframþrýsting á íslensk kerfi. Á vettvangi nefndarinnar var enn fremur unnin ný heildarsýn í útlendingamálum.“ Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Ráðuneytið segir að sér sé kunnugt um að 33 Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi séu enn á Gasa eða í Kaíró. Þar af séu fjórtán börn og um sé að ræða þrettán fjölskyldueiningar. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er sem fyrr segir með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina í tengslum við aðstoð við flóttafólk sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga ef þörf er á.Í sérstökum tilfellum býðst einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar aðstoð á vegum stofnunarinnar við að komast til Íslands og kemur fólkið sér þá sjálft á skrifstofu hennar. Í tilfelli fólks frá Gaza er næsta skrifstofa í Kaíró í Egyptalandi,“ segir í svörum ráðuneytisins við því hvort einhver vinna sé í gangi við að aðstoða umrædda einstaklinga við að koma til Íslands. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur átt í reglulegum samskiptum við ofangreinda stofnun vegna einstaklinga sem hafa eða kunna að koma sér sjálfir yfir landamærin frá Gaza og til Egyptalands og óskað eftir því að hún aðstoði þá við að komast til Íslands frá Kaíró.“ Ellefu væntanlegir til landsins í dag Morgunblaðið greinir frá því í morgun að af þessum 33 einstaklingum séu ellefu væntanlegir til landsins í dag. Þá séu sjö komnir til Kaíró og bíði flutnings en fimmtán séu enn á Gasa. Um er að ræða fjórtán börn, ellefu konur og átta karla. Einstaklingarnir sem væntanlegir eru til landsins í dag komust yfir landamærin frá Gasa til Egyptalands með aðstoð Solaris. Alls komu 72 dvalarleyfishafar frá Gasa til Íslands þann 8. mars síðastliðinn, eftir aðkomu íslenskra stjórnvalda að því að ná þeim út af svæðinu og til Egyptalands. Ítrekað var í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þann dag að um væri að ræða aðgerð „umfram lagaskyldu stjórnvalda og almenna venju“. „Í ljósi aðstæðna á svæðinu var þó ákveðið að ráðast í einstaka aðgerð þessa efnis í kjölfar umfjöllunar í ráðherranefnd um innflytjendur og flóttamenn, en þar var lögð áhersla á einskiptisaðgerð sem ekki skapaði fordæmi eða umframþrýsting á íslensk kerfi. Á vettvangi nefndarinnar var enn fremur unnin ný heildarsýn í útlendingamálum.“
Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira