Þurfum við að tala um endó? Lilja Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2024 09:02 Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um endó. Þóra Karítas Árnadóttir leikstýrir myndinni. En af hverju þurfum við að tala um endó? Ástæðan er sú að það er gömul saga og ný að fólk með endómetríósu, í miklum meirihluta stelpur og konur, þurfi að ganga lengi og hart eftir því að fá greiningu við sjúkdómnum,eða í að meðaltali 7-10 ár. Á meðan beðið er eftir greiningu getur endómetríósa valdið óafturkræfum skaða á líffærum, skaða sem minnkar lífsgæði og eykur líkur á ófrjósemi. Markmið okkar í Endósamtökunum er að myndin opni augu almennings, heilbrigðisstarfsfólks og samfélagsins alls um það hversu víðtæk áhrif endómetríósa getur haft á líf fólks. Allt frá því að ég hóf að vinna fyrir samtökin árið 2017 hefur það verið á stefnuskránni að fræða börn og unglinga um sjúkdóminn. Sú fræðsla þarf að vera faglega unnin og gerð til þess að fræða, ekki hræða. Eitt aðalmarkmið fræðslumyndar um endómetríósu er að stytta greiningartíma. Greiningartími hlýtur að styttast ef meðvitund um sjúkdóminn í samfélaginu eykst og ef börn og unglingar átta sig á því að sárir túrverkir eru ekki eðlilegir. Það er ekki eðlilegt að falla í yfirlið eða æla vegna verkja. Það er óeðlilegt að íbúfen eða paratabs dugi ekki til þess að verkjastilla ungmenni þannig að það geti mætt í skóla eða sinnt félagslífi. Í haust stefna Endósamtökin að því að láta draum um fræðslu til barna og unglinga rætast. Með myndina í farteskinu eru okkur allir vegir færir og stefnum við á hringferð um landið. Þau fjölmörgu sem styrktu gerð myndarinnar og gerðu okkur kleift að láta drauminn um fræðslumynd rætast fá okkar bestu þakkir. Í þeirra hópi eru einstaklingar, listafólk sem gaf myndlist á listaverkauppboð, félagasamtök og ráðuneyti. Takk. Við þurfum að tala um endó: Fyrir barnið sem skilur ekkert hvað er að gerast í líkama sínum og upplifir sig eitt í heiminum. Fyrir unglinginn sem missir úr skóla og félagslífi. Fyrir foreldrana sem finna fyrir vanmætti. Fyrir þá sem glíma við ófrjósemi vegna endómetríósu. Fyrir foreldrið sem er of þreytt og verkjað til að sinna fjölskyldunni. Fyrir þá sem missa starfsgetuna og þurfa viðeigandi aðstoð. Fyrir hverja einustu manneskju með endó sem þráir skilning. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður Endósamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um endó. Þóra Karítas Árnadóttir leikstýrir myndinni. En af hverju þurfum við að tala um endó? Ástæðan er sú að það er gömul saga og ný að fólk með endómetríósu, í miklum meirihluta stelpur og konur, þurfi að ganga lengi og hart eftir því að fá greiningu við sjúkdómnum,eða í að meðaltali 7-10 ár. Á meðan beðið er eftir greiningu getur endómetríósa valdið óafturkræfum skaða á líffærum, skaða sem minnkar lífsgæði og eykur líkur á ófrjósemi. Markmið okkar í Endósamtökunum er að myndin opni augu almennings, heilbrigðisstarfsfólks og samfélagsins alls um það hversu víðtæk áhrif endómetríósa getur haft á líf fólks. Allt frá því að ég hóf að vinna fyrir samtökin árið 2017 hefur það verið á stefnuskránni að fræða börn og unglinga um sjúkdóminn. Sú fræðsla þarf að vera faglega unnin og gerð til þess að fræða, ekki hræða. Eitt aðalmarkmið fræðslumyndar um endómetríósu er að stytta greiningartíma. Greiningartími hlýtur að styttast ef meðvitund um sjúkdóminn í samfélaginu eykst og ef börn og unglingar átta sig á því að sárir túrverkir eru ekki eðlilegir. Það er ekki eðlilegt að falla í yfirlið eða æla vegna verkja. Það er óeðlilegt að íbúfen eða paratabs dugi ekki til þess að verkjastilla ungmenni þannig að það geti mætt í skóla eða sinnt félagslífi. Í haust stefna Endósamtökin að því að láta draum um fræðslu til barna og unglinga rætast. Með myndina í farteskinu eru okkur allir vegir færir og stefnum við á hringferð um landið. Þau fjölmörgu sem styrktu gerð myndarinnar og gerðu okkur kleift að láta drauminn um fræðslumynd rætast fá okkar bestu þakkir. Í þeirra hópi eru einstaklingar, listafólk sem gaf myndlist á listaverkauppboð, félagasamtök og ráðuneyti. Takk. Við þurfum að tala um endó: Fyrir barnið sem skilur ekkert hvað er að gerast í líkama sínum og upplifir sig eitt í heiminum. Fyrir unglinginn sem missir úr skóla og félagslífi. Fyrir foreldrana sem finna fyrir vanmætti. Fyrir þá sem glíma við ófrjósemi vegna endómetríósu. Fyrir foreldrið sem er of þreytt og verkjað til að sinna fjölskyldunni. Fyrir þá sem missa starfsgetuna og þurfa viðeigandi aðstoð. Fyrir hverja einustu manneskju með endó sem þráir skilning. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður Endósamtakanna.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun