Nýr Kjalvegur - Hraðbraut í gegnum hálendið Ágústa Ágústsdóttir skrifar 16. apríl 2024 08:01 Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs. Flutningsmaður tillögunnar, Njáll Trausti Friðbertsson 2. þingmaður NA kjördæmis ásamt öðrum meðflutningsfélögum sínum í Sjálfstæðisflokknum, virðist telja mikla fjölgun erlendra ferðamanna eitt af lykilatriðum þess að búa þurfi til hraðbraut yfir hálendið svo þeir dreifi sér betur um landið. Auðvitað hafi þetta ekkert að gera með að um einkaframkvæmd yrði að ræða þar sem einkaaðilum yrði afhent lyklavöld að einu af aðalhliðum hálendis Íslands og myndu stjórna gjaldtöku um veginn m.a.. Njáll gerist svo djarfur að líkja slíkri gjaldtöku við vel heppnaðan rekstur Hvalfjarðarganga. Sá reginmunur er þó á að Hvalfjarðargöng eru ekki lokuð marga mánuði á ári vegna hæðar yfir sjávarmáli og liggja ekki þvert í gegnum hálendi Íslands. Ljóst yrði að gjaldtaka yfir Kjalveg yrði að vera gríðarlega há til að þess að slík einkaframkvæmd myndi borga sig. Þá liggur tvískinnungur í rökum flutningsmanns um aukið öryggi umferðar á Kjalvegi. Að uppbyggð hraðbraut sem beini þá verulega auknum umferðarþunga upp á hálendi Íslands muni auka öryggi Kjalvegar stenst enga skoðun. Það ætti að vera þingmönnunum ljóst að slys á Kjalvegi eru mjög fátíð og þarf ekki annað en að skoða skýrslur Vegagerðar til að fá þá niðurstöðu. Það er því ljóst að rökin um aukið umferðaröryggi á við engin rök að styðjast og ljóst að með tilkomu hraðbrautar og mikilli aukningu á umferð ásamt þungaflutningum myndi auka hættuna á alvarlegum slysum. Þó má sannarlega taka undir þau sjónarmið að Kjalvegur þurfi á uppbyggingu að halda. Sú uppbygging þarf þó að haldast í hendur við umhverfið og þau sjónarmið að miklir þungaflutningar eiga lítið erindi upp á hálendi landsins sem rýrir bæði upplifun og gildi hálendisins. Nauðsynlegt er að nýr vegur liggi lágt með landinu, rísi nógu hátt til að koma í veg fyrir utanvegaakstur og að verulegar takmarkanir verði á leyfðum þungaflutningum. Þannig vegur myndi nýtast flest öllum ferðamönnum, innlendum sem erlendum án þess að rýra á nokkurn hátt upplifun þeirra af hálendinu. Slíkur vegur mun ekki á nokkurn hátt koma í veg fyrir dreifingu ferðamanna um landið. Sú besta vörn sem hálendið býr að eru einmitt slóðar og vegir sem ekki eru uppbyggðir fyrir almenna umferð sem og óbrúaðar ár og vöð sem krefjast breyttra og/eða stærri torfærubifreiða. Það er í raun stærsta vörn náttúrunnar fyrir of miklum ágangi ferðamanna. Þannig varnir fæða líka af sér geira í ferðaþjónustunni sem sérhæfa sig í upplifunarferðum um fáfarnari slóðir hálendisins. Fjölgun ferðamanna og fjölgun bílaleigubíla innan um allan þungaflutning landsbyggðarinnar ættu frekar að vekja upp þær spurningar hvort ekki væri nær að fara útrýma þeim fjölmörgu einbreiðu brúm sem enn finnast á hringveginum sjálfum. Í kjördæmum Njáls Trausta og meðflutningsmanna finnast enn nokkrir tugir slíkra brúa og fjölgar enn þegar aðrir stofnvegir eru skoðaðir. Má þar t.d. nefna Suðurfjarðaveg, einn hættulegasta veg landsins sem ber m.a. einn stærsta hluta þungaflutninga Austfjarða en mætti frekar líkja við veg ætlaðan hestakerrum. Mönnum væri nær að fara víkka út sjóndeildarhringinn í sínum eigin kjördæmum áður en lagt er í þá vegferð að tala um að malbika hálendið með einkaaðila sem hliðverði undir þeim rökum að það bæti umferðaröryggi landsmanna til muna. Sem vekur þá líka upp spurninguna um hvert allt það fjármagn sem innheimtist í ríkiskassann í gegnum samgönguskatta landsins fer og hversu skilvirkt það er þegar upp er staðið. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Alþingi Ágústa Ágústsdóttir Bláskógabyggð Húnabyggð Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs. Flutningsmaður tillögunnar, Njáll Trausti Friðbertsson 2. þingmaður NA kjördæmis ásamt öðrum meðflutningsfélögum sínum í Sjálfstæðisflokknum, virðist telja mikla fjölgun erlendra ferðamanna eitt af lykilatriðum þess að búa þurfi til hraðbraut yfir hálendið svo þeir dreifi sér betur um landið. Auðvitað hafi þetta ekkert að gera með að um einkaframkvæmd yrði að ræða þar sem einkaaðilum yrði afhent lyklavöld að einu af aðalhliðum hálendis Íslands og myndu stjórna gjaldtöku um veginn m.a.. Njáll gerist svo djarfur að líkja slíkri gjaldtöku við vel heppnaðan rekstur Hvalfjarðarganga. Sá reginmunur er þó á að Hvalfjarðargöng eru ekki lokuð marga mánuði á ári vegna hæðar yfir sjávarmáli og liggja ekki þvert í gegnum hálendi Íslands. Ljóst yrði að gjaldtaka yfir Kjalveg yrði að vera gríðarlega há til að þess að slík einkaframkvæmd myndi borga sig. Þá liggur tvískinnungur í rökum flutningsmanns um aukið öryggi umferðar á Kjalvegi. Að uppbyggð hraðbraut sem beini þá verulega auknum umferðarþunga upp á hálendi Íslands muni auka öryggi Kjalvegar stenst enga skoðun. Það ætti að vera þingmönnunum ljóst að slys á Kjalvegi eru mjög fátíð og þarf ekki annað en að skoða skýrslur Vegagerðar til að fá þá niðurstöðu. Það er því ljóst að rökin um aukið umferðaröryggi á við engin rök að styðjast og ljóst að með tilkomu hraðbrautar og mikilli aukningu á umferð ásamt þungaflutningum myndi auka hættuna á alvarlegum slysum. Þó má sannarlega taka undir þau sjónarmið að Kjalvegur þurfi á uppbyggingu að halda. Sú uppbygging þarf þó að haldast í hendur við umhverfið og þau sjónarmið að miklir þungaflutningar eiga lítið erindi upp á hálendi landsins sem rýrir bæði upplifun og gildi hálendisins. Nauðsynlegt er að nýr vegur liggi lágt með landinu, rísi nógu hátt til að koma í veg fyrir utanvegaakstur og að verulegar takmarkanir verði á leyfðum þungaflutningum. Þannig vegur myndi nýtast flest öllum ferðamönnum, innlendum sem erlendum án þess að rýra á nokkurn hátt upplifun þeirra af hálendinu. Slíkur vegur mun ekki á nokkurn hátt koma í veg fyrir dreifingu ferðamanna um landið. Sú besta vörn sem hálendið býr að eru einmitt slóðar og vegir sem ekki eru uppbyggðir fyrir almenna umferð sem og óbrúaðar ár og vöð sem krefjast breyttra og/eða stærri torfærubifreiða. Það er í raun stærsta vörn náttúrunnar fyrir of miklum ágangi ferðamanna. Þannig varnir fæða líka af sér geira í ferðaþjónustunni sem sérhæfa sig í upplifunarferðum um fáfarnari slóðir hálendisins. Fjölgun ferðamanna og fjölgun bílaleigubíla innan um allan þungaflutning landsbyggðarinnar ættu frekar að vekja upp þær spurningar hvort ekki væri nær að fara útrýma þeim fjölmörgu einbreiðu brúm sem enn finnast á hringveginum sjálfum. Í kjördæmum Njáls Trausta og meðflutningsmanna finnast enn nokkrir tugir slíkra brúa og fjölgar enn þegar aðrir stofnvegir eru skoðaðir. Má þar t.d. nefna Suðurfjarðaveg, einn hættulegasta veg landsins sem ber m.a. einn stærsta hluta þungaflutninga Austfjarða en mætti frekar líkja við veg ætlaðan hestakerrum. Mönnum væri nær að fara víkka út sjóndeildarhringinn í sínum eigin kjördæmum áður en lagt er í þá vegferð að tala um að malbika hálendið með einkaaðila sem hliðverði undir þeim rökum að það bæti umferðaröryggi landsmanna til muna. Sem vekur þá líka upp spurninguna um hvert allt það fjármagn sem innheimtist í ríkiskassann í gegnum samgönguskatta landsins fer og hversu skilvirkt það er þegar upp er staðið. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun