Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir skrifar 15. apríl 2024 15:30 Nærandi ferðaþjónusta (e. Regenerative tourism) hefur verið áberandi í umræðunni síðustu ár um heim allan. Hugtakið fjallar í stuttu máli um að ferðaþjónustufyrirtæki og gestir þeirra hafi jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt og náttúru. Hugmyndin er að ferðaþjónustufyrirtæki og gestir þeirra skilji við áfangastaðinn í betra ásigkomulagi en áður en að heimsóknin átti sér stað. Það er því farið einu skrefi lengra en sjálfbærni hugsunin sem snýst um að skilja staði eftir í sama ásigkomulagi fyrir komandi kynslóðir. Þessi nýja hugsun um nærandi viðskiptahætti (e. Regenerative business practices) snýst um kerfishugsun og hristir upp í ýmsum rótgrónum hugmyndum í fyrirtækjarekstri um að einungis hagnaður skipti máli. Við erum öll hluti af þessu sama kerfi, við erum hluti af umhverfinu og því samfélagi sem að við búum í. Á dögunum fór fram vinnustofa hér á landi á vegum Ferðaklasans og CE4RT (e. Circular Economy for Regenerative Tourism) um nærandi ferðaþjónustu. Þar komu saman yfir 80 fulltrúar frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum úr ferðaþjónustunni á Írlandi, Hollandi, Póllandi, Finnlandi og Íslandi. Það var bæði fræðandi og hvetjandi að sitja vinnustofu með öllum þessum fyrirtækjum sem leggja metnað sinn í nærandi ferðaþjónustu. Það er mikilvægt og spennandi fyrir íslenska ferðaþjónustu að tileinka sér þessa hugmyndafræði til að stuðla að áframhaldandi blómstrandi ferðaþjónustu í sátt við íbúa landsins. Líkt og margar aðrar atvinnugreinar þá gengur ferðaþjónustan á auðlindir landsins og því er mikilvægt að leggja sitt af mörkum til að græða upp, fræða og minnka sóun. Ferðaþjónustan getur verið mikilvægt tól til að fræða gesti um sögu, menningu og náttúru. Hún er einnig mikilvæg til að styðja við byggðaþróun og tengja fólk við náttúruna og hvort annað. Ég leyfi mér að fullyrða að ferðaþjónustan á Íslandi sé einmitt að gera mikið af þessu nú þegar. Hinsvegar held ég að stundum vanti samtalið við íbúana. Við á Midgard ætlum að gera betur í að auka upplýsingaflæði um hin ýmsu verkefni sem við erum að taka þátt í og útskýra okkar hugsjón. Midgard væri ekki starfandi ef ekki væri fyrir fallegu náttúruperlurnar og nærsamfélagið með allar sínar áhugaverðu hefðir og merkilegu sögu. Það er okkar hlutverk að kynna þessa sögu og hefðir fyrir gestum og styðja við nærsamfélagið með ýmsum hætti. Við þurfum líka að huga að náttúrunni og gerum það meðal annars með því að skapa náttúrutengingu hjá gestum okkar og fræða þau um umhverfisvernd og virðingu fyrir náttúrunni. Við viljum að gestirnir okkar snúi aftur heim eftir magnaða upplifun í okkar íslensku náttúru með fróðleik í farteskinu sem þau geta nýtt sér þegar heim er komið. Á Midgard leggjum við mikla áherslu á flokkun og fræðslu til gesta um mikilvægi flokkunar og umhverfismál. Við erum stöðugt að vinna í því að minnka matarsóun og búa til verðmæti úr matarsóuninni. Við erum með umhverfisvæna innkaupastefnu og á veitingastað Midgard bjóðum við upp á á hráefni úr heimabyggð. Við leggjum einnig metnað okkar í að auðga nærsamfélagið með menningarviðburðum. Við erum að gera ýmislegt nú þegar en það er líka margt sem að við þurfum að gera betur. Mikilvægt er að fyrirtæki missi ekki móðinn þó að ekki sé hægt að gera allt í einu. Það er mikilvægt að marka sér skýra umhverfisstefnu en vera raunsær og byrja á einu eða fáum verkefnum í einu og fagna öllum litlu sigrunum. Núna í apríl höldum við í annað sinn sjálfbærniviku Midgard. Markmið þessarar viku er að skapa vitundarvakningu, auka fræðslu bæði innan og utan Midgard, græða upp landið, fjarlægja rusl og hafa gaman. Þetta er einn liður í því að stunda nærandi ferðaþjónustu og stuðla að því að okkar nærsamfélag blómstri. Hér fyrir neðan eru opnir viðburðir í sjálfbærni viku Midgard. Við hvetjum öll áhugsöm til að taka þátt. 24. apríl 21:00: Fyrirlestur um norræna goðafræði á Midgard Base Camp - á ensku 25. apríl 15:00 -16:30: Plokkhlaup 6 km frá Midgard á Hvolsvelli 29. apríl 13:00: Fyrirlestur um Bokhasi moltugerð Meltu á Midgard Base Camp - á ensku 30. apríl: Hreinsun Landeyjarfjöru með Bláa Hernum, tímasetning auglýst síða Höfundur rekur ferðaþjónustufyrirtækið Midgard á Hvolsvelli ásamt vinum og fjölskyldum og er með meistaragráðu í umhverfis og auðlindafræði. Meistararitgerðin fjallaði um nærandi ferðaþjónustu og sjálfbært viðskiptamódel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nærandi ferðaþjónusta (e. Regenerative tourism) hefur verið áberandi í umræðunni síðustu ár um heim allan. Hugtakið fjallar í stuttu máli um að ferðaþjónustufyrirtæki og gestir þeirra hafi jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt og náttúru. Hugmyndin er að ferðaþjónustufyrirtæki og gestir þeirra skilji við áfangastaðinn í betra ásigkomulagi en áður en að heimsóknin átti sér stað. Það er því farið einu skrefi lengra en sjálfbærni hugsunin sem snýst um að skilja staði eftir í sama ásigkomulagi fyrir komandi kynslóðir. Þessi nýja hugsun um nærandi viðskiptahætti (e. Regenerative business practices) snýst um kerfishugsun og hristir upp í ýmsum rótgrónum hugmyndum í fyrirtækjarekstri um að einungis hagnaður skipti máli. Við erum öll hluti af þessu sama kerfi, við erum hluti af umhverfinu og því samfélagi sem að við búum í. Á dögunum fór fram vinnustofa hér á landi á vegum Ferðaklasans og CE4RT (e. Circular Economy for Regenerative Tourism) um nærandi ferðaþjónustu. Þar komu saman yfir 80 fulltrúar frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum úr ferðaþjónustunni á Írlandi, Hollandi, Póllandi, Finnlandi og Íslandi. Það var bæði fræðandi og hvetjandi að sitja vinnustofu með öllum þessum fyrirtækjum sem leggja metnað sinn í nærandi ferðaþjónustu. Það er mikilvægt og spennandi fyrir íslenska ferðaþjónustu að tileinka sér þessa hugmyndafræði til að stuðla að áframhaldandi blómstrandi ferðaþjónustu í sátt við íbúa landsins. Líkt og margar aðrar atvinnugreinar þá gengur ferðaþjónustan á auðlindir landsins og því er mikilvægt að leggja sitt af mörkum til að græða upp, fræða og minnka sóun. Ferðaþjónustan getur verið mikilvægt tól til að fræða gesti um sögu, menningu og náttúru. Hún er einnig mikilvæg til að styðja við byggðaþróun og tengja fólk við náttúruna og hvort annað. Ég leyfi mér að fullyrða að ferðaþjónustan á Íslandi sé einmitt að gera mikið af þessu nú þegar. Hinsvegar held ég að stundum vanti samtalið við íbúana. Við á Midgard ætlum að gera betur í að auka upplýsingaflæði um hin ýmsu verkefni sem við erum að taka þátt í og útskýra okkar hugsjón. Midgard væri ekki starfandi ef ekki væri fyrir fallegu náttúruperlurnar og nærsamfélagið með allar sínar áhugaverðu hefðir og merkilegu sögu. Það er okkar hlutverk að kynna þessa sögu og hefðir fyrir gestum og styðja við nærsamfélagið með ýmsum hætti. Við þurfum líka að huga að náttúrunni og gerum það meðal annars með því að skapa náttúrutengingu hjá gestum okkar og fræða þau um umhverfisvernd og virðingu fyrir náttúrunni. Við viljum að gestirnir okkar snúi aftur heim eftir magnaða upplifun í okkar íslensku náttúru með fróðleik í farteskinu sem þau geta nýtt sér þegar heim er komið. Á Midgard leggjum við mikla áherslu á flokkun og fræðslu til gesta um mikilvægi flokkunar og umhverfismál. Við erum stöðugt að vinna í því að minnka matarsóun og búa til verðmæti úr matarsóuninni. Við erum með umhverfisvæna innkaupastefnu og á veitingastað Midgard bjóðum við upp á á hráefni úr heimabyggð. Við leggjum einnig metnað okkar í að auðga nærsamfélagið með menningarviðburðum. Við erum að gera ýmislegt nú þegar en það er líka margt sem að við þurfum að gera betur. Mikilvægt er að fyrirtæki missi ekki móðinn þó að ekki sé hægt að gera allt í einu. Það er mikilvægt að marka sér skýra umhverfisstefnu en vera raunsær og byrja á einu eða fáum verkefnum í einu og fagna öllum litlu sigrunum. Núna í apríl höldum við í annað sinn sjálfbærniviku Midgard. Markmið þessarar viku er að skapa vitundarvakningu, auka fræðslu bæði innan og utan Midgard, græða upp landið, fjarlægja rusl og hafa gaman. Þetta er einn liður í því að stunda nærandi ferðaþjónustu og stuðla að því að okkar nærsamfélag blómstri. Hér fyrir neðan eru opnir viðburðir í sjálfbærni viku Midgard. Við hvetjum öll áhugsöm til að taka þátt. 24. apríl 21:00: Fyrirlestur um norræna goðafræði á Midgard Base Camp - á ensku 25. apríl 15:00 -16:30: Plokkhlaup 6 km frá Midgard á Hvolsvelli 29. apríl 13:00: Fyrirlestur um Bokhasi moltugerð Meltu á Midgard Base Camp - á ensku 30. apríl: Hreinsun Landeyjarfjöru með Bláa Hernum, tímasetning auglýst síða Höfundur rekur ferðaþjónustufyrirtækið Midgard á Hvolsvelli ásamt vinum og fjölskyldum og er með meistaragráðu í umhverfis og auðlindafræði. Meistararitgerðin fjallaði um nærandi ferðaþjónustu og sjálfbært viðskiptamódel.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun