Hafa tapað milljörðum vegna endurtekinna lokana Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. apríl 2024 20:45 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Vísir/Arnar Forsvarsmenn Bláa lónsins áætla að beinn kostnaður vegna lokana sökum jarðhræringa sé um fimm milljarðar króna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Tilefnið er að lóninu var lokað í morgun vegna gasmengunar. Það var opnað aftur klukkan tvö í dag og þegar fréttastofa ræddi við Helgu í kvöldfréttum voru margir gestir í lóninu. „Þetta er í annað sinn sem við höfum lokað vegna gasmengunar eða spár um gasmengun. Fólkið okkar hefur sýnt gríðarlega þrautseigju í gegnum allar þessar áskoranir. Eins og þetta var í dag þá fóru einhverjir heim þangað til það opnaði og aðrir biðu af sér hér inni en auðvitað er mun öruggara að vera inni en úti eins og menn vita.“ Fimm mánuðir eru síðan Grindavík og svæðið í kring var rýmt. Á þeim tíma hefur Bláa lóninu reglulega verið lokað. „Við erum búin að vera með lokað samtals í rúma þrjá mánuði síðan hræringarnar hófust. Við auðvitað erum á þessu svæði og við ætlum að lifa með þessum jarðhræringum og þessari stöðu, þannig við höfum verið að sýna sveigjanleika eins og hægt er og meta stöðuna hverju sinni auðvitað með sérfræðingum á hverju sviði,“ segir Helga. Hún segir forsvarsmenn lónsins reiða sig á gott og þéttriðið net sérfræðinga. Áætlað sé að beinn kostnaður vegna þessara lokana sé um fimm milljarðar. Hafið þið þegið þessa lokunarstyrki sem hafa verið í boði? „Við höfum litið á það sem samstarfsverkefni okkar og stjórnvalda að viðhalda þeim stöðugildum og þeim störfum sem hjá okkur eru og okkur hefur auðnast það og við höfum viðhaldið öllum átta hundruð störfunum en þessi kostnaður, jú við höfum fengið hluta af þessum styrkjum en beinn kostnaður nettó er um fimm milljarðar.“ Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Tilefnið er að lóninu var lokað í morgun vegna gasmengunar. Það var opnað aftur klukkan tvö í dag og þegar fréttastofa ræddi við Helgu í kvöldfréttum voru margir gestir í lóninu. „Þetta er í annað sinn sem við höfum lokað vegna gasmengunar eða spár um gasmengun. Fólkið okkar hefur sýnt gríðarlega þrautseigju í gegnum allar þessar áskoranir. Eins og þetta var í dag þá fóru einhverjir heim þangað til það opnaði og aðrir biðu af sér hér inni en auðvitað er mun öruggara að vera inni en úti eins og menn vita.“ Fimm mánuðir eru síðan Grindavík og svæðið í kring var rýmt. Á þeim tíma hefur Bláa lóninu reglulega verið lokað. „Við erum búin að vera með lokað samtals í rúma þrjá mánuði síðan hræringarnar hófust. Við auðvitað erum á þessu svæði og við ætlum að lifa með þessum jarðhræringum og þessari stöðu, þannig við höfum verið að sýna sveigjanleika eins og hægt er og meta stöðuna hverju sinni auðvitað með sérfræðingum á hverju sviði,“ segir Helga. Hún segir forsvarsmenn lónsins reiða sig á gott og þéttriðið net sérfræðinga. Áætlað sé að beinn kostnaður vegna þessara lokana sé um fimm milljarðar. Hafið þið þegið þessa lokunarstyrki sem hafa verið í boði? „Við höfum litið á það sem samstarfsverkefni okkar og stjórnvalda að viðhalda þeim stöðugildum og þeim störfum sem hjá okkur eru og okkur hefur auðnast það og við höfum viðhaldið öllum átta hundruð störfunum en þessi kostnaður, jú við höfum fengið hluta af þessum styrkjum en beinn kostnaður nettó er um fimm milljarðar.“
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira