Ekki normalisera þjóðarmorð: Sniðgöngum Ísrael - Sniðgöngum Eurovision Yousef Ingi Tamimi skrifar 15. apríl 2024 07:01 Það er löngu orðið augljóst að Ísrael fremur þjóðarmorð í Palestínu. Linnulausar árásir Ísraels á Palestínu síðustu 6 mánuði eru skýrt merki um einbeittan brotavilja Ísraels gagnvart alþjóðalögum og vilja Ísraels til að losna við alla Palestínumenn. Ríkisstjórn Ísraels hefur engin áform um að viðurkenna Palestínu og stelur stöðugt meira landi, drepur, arðrænir og stundar aðskilnaðarstefnu og þjóðernishreinsanir í Palestínu. Það skýtur því skökku við að Ísland ætli að taka þátt í Eurovision í ár, vitandi það að Ísrael nýtir vettvanginn til að hreinsa ímynd sína með glamúr og glimmeri. Að taka þátt í Eurovision fyrir Ísrael er draumur, þar sem ríkið hefur fengið stóra sviðið til að reyna réttlæta ímynd sína, ímynd sem frjálslynt, vestrænt og siðmenntað ríki en ekki sem hernemandi og arðrænandi þjóð. Frá október 2023 hefur Ísrael myrt meira en 33.000 Palestínumenn í Gaza, þar á meðal að minnsta kosti 12.300 börn, og sært yfir 76.000 manneskjur að auki. Ísraelski forsetinn Isaac Herzog, sem áttar sig vel á áróðursgildi keppninnar, og þá sérstaklega á tímum þjóðarmorðs, hefur látið hafa eftir sér að „Það er mikilvægt fyrir Ísrael að koma fram í Eurovision”. Að Ísland vilji svo gjarnan deila sviði með Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðernishreinsarnir og þjóðarmorð og fulltrúi íslensku þjóðarinnar á þessu sviði lýsi því yfir að hún “elski ísraelska” framlagið er skömm fyrir Ísland. Það fer ekki framhjá neinum einstaklingi þær hörmulegu aðgerðir sem Ísrael stundar gagnvart Palestínu - og að RÚV og farandsveit þeirra sé tilbúin að deila sviði með ríkinu segir mikið um þeirra innri mann. Það eru þó nokkrir hugrakkir einstaklingar og félagasamtök nátengd Eurovision sem hafa komið fram og hafnað þátttöku í ár vegna þátttöku Ísraels. Gísli Marteinn hefur afþakkað að lýsa viðburðinum vegna framgöngu Ísraela og vegna viðbragða keppninnar við henni og tónlistarmaðurinn Magnús Jónsson dró framlag sitt til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins. Ásdís María lagahöfundur sigurlagsins hefur sagt að samviskan sína leyfir sér ekki að taka þátt og hefur sýnt hugrekki sem fleiri í Eurovision hópnum mættu taka til fyrirmynda. Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður og tónlistarfræðingur ekkert fjallað um Eurovision í ár, sem hann hefur gert samviskusamlega í mörg ár og jafnvel stærstu stuðningsmanna samtök Eurovision á Íslandi, FÁSES, hefur hvatt til sniðgöngu á keppninni. Sterkasta ákallið kemur þó frá Palestínumönnum sjálfum sem hafa kallað eftir sniðgöngu á Eurovision á meðan Ísrael fær þennan stóra vettvang til að reyna réttlæta aðgerðir sínar. Á meðan Ísrael tekur þátt - þá á Ísland ekki að taka þátt og hvetjum við því allar sjónvarpsstöðvar og fréttamiðla, keppendur, framleiðendur og áhorfendur að sniðganga Eurovision í ár og leyfa ekki Ísrael að komast upp með það að hvítþvo/listþvo glæpi sína. Auglýsendur ættu sérstaklega að forðast keppnina í ár og auglýsa ekki á útsendingartíma Eurovision til að fyrirbyggja að fyrirtækið verði tengt við þjóðernishreinsanir næstu áratugi. Einnig hvetjum við skemmtistaði og skipuleggjendur Eurovision-viðburða í ár að hafna þátttöku á meðan Ísrael fær óhindrað að taka þátt og þess í stað að skipuleggja viðburði lausa við aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð og með því að neita að gefa samþykki sitt við að leyfa Ísrael að stunda áróður á Eurovision vettvanginum. Við hvetjum alla hugsanlega arftaka Gísla Marteins sem þuli til að sniðganga keppnina og neita að taka þátt á meðan Ísrael fær að nýta vettvanginn til að réttlæta þjóðernishreinsanir. Að taka þátt í og “normalisera” Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðarmorð gerir okkur samsek. Við hvetjum ykkur því öll til að standa réttum megin í lífinu, gegn þjóðarmorðum og þjóðernishreinsunum og senda þannig skýr skilaboð um að Eurovision eigi að vera vettvangur gleði og stemningu en ekki vettvangur glæparíkja að réttlæta morðæði sitt, landrán og þjóðernishreinsanir. Fyrir hönd félaganna Ísland Palestína og BDS Ísland, Yousef Ingi Tamimi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Eurovision Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er löngu orðið augljóst að Ísrael fremur þjóðarmorð í Palestínu. Linnulausar árásir Ísraels á Palestínu síðustu 6 mánuði eru skýrt merki um einbeittan brotavilja Ísraels gagnvart alþjóðalögum og vilja Ísraels til að losna við alla Palestínumenn. Ríkisstjórn Ísraels hefur engin áform um að viðurkenna Palestínu og stelur stöðugt meira landi, drepur, arðrænir og stundar aðskilnaðarstefnu og þjóðernishreinsanir í Palestínu. Það skýtur því skökku við að Ísland ætli að taka þátt í Eurovision í ár, vitandi það að Ísrael nýtir vettvanginn til að hreinsa ímynd sína með glamúr og glimmeri. Að taka þátt í Eurovision fyrir Ísrael er draumur, þar sem ríkið hefur fengið stóra sviðið til að reyna réttlæta ímynd sína, ímynd sem frjálslynt, vestrænt og siðmenntað ríki en ekki sem hernemandi og arðrænandi þjóð. Frá október 2023 hefur Ísrael myrt meira en 33.000 Palestínumenn í Gaza, þar á meðal að minnsta kosti 12.300 börn, og sært yfir 76.000 manneskjur að auki. Ísraelski forsetinn Isaac Herzog, sem áttar sig vel á áróðursgildi keppninnar, og þá sérstaklega á tímum þjóðarmorðs, hefur látið hafa eftir sér að „Það er mikilvægt fyrir Ísrael að koma fram í Eurovision”. Að Ísland vilji svo gjarnan deila sviði með Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðernishreinsarnir og þjóðarmorð og fulltrúi íslensku þjóðarinnar á þessu sviði lýsi því yfir að hún “elski ísraelska” framlagið er skömm fyrir Ísland. Það fer ekki framhjá neinum einstaklingi þær hörmulegu aðgerðir sem Ísrael stundar gagnvart Palestínu - og að RÚV og farandsveit þeirra sé tilbúin að deila sviði með ríkinu segir mikið um þeirra innri mann. Það eru þó nokkrir hugrakkir einstaklingar og félagasamtök nátengd Eurovision sem hafa komið fram og hafnað þátttöku í ár vegna þátttöku Ísraels. Gísli Marteinn hefur afþakkað að lýsa viðburðinum vegna framgöngu Ísraela og vegna viðbragða keppninnar við henni og tónlistarmaðurinn Magnús Jónsson dró framlag sitt til baka úr Söngvakeppni sjónvarpsins. Ásdís María lagahöfundur sigurlagsins hefur sagt að samviskan sína leyfir sér ekki að taka þátt og hefur sýnt hugrekki sem fleiri í Eurovision hópnum mættu taka til fyrirmynda. Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður og tónlistarfræðingur ekkert fjallað um Eurovision í ár, sem hann hefur gert samviskusamlega í mörg ár og jafnvel stærstu stuðningsmanna samtök Eurovision á Íslandi, FÁSES, hefur hvatt til sniðgöngu á keppninni. Sterkasta ákallið kemur þó frá Palestínumönnum sjálfum sem hafa kallað eftir sniðgöngu á Eurovision á meðan Ísrael fær þennan stóra vettvang til að reyna réttlæta aðgerðir sínar. Á meðan Ísrael tekur þátt - þá á Ísland ekki að taka þátt og hvetjum við því allar sjónvarpsstöðvar og fréttamiðla, keppendur, framleiðendur og áhorfendur að sniðganga Eurovision í ár og leyfa ekki Ísrael að komast upp með það að hvítþvo/listþvo glæpi sína. Auglýsendur ættu sérstaklega að forðast keppnina í ár og auglýsa ekki á útsendingartíma Eurovision til að fyrirbyggja að fyrirtækið verði tengt við þjóðernishreinsanir næstu áratugi. Einnig hvetjum við skemmtistaði og skipuleggjendur Eurovision-viðburða í ár að hafna þátttöku á meðan Ísrael fær óhindrað að taka þátt og þess í stað að skipuleggja viðburði lausa við aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð og með því að neita að gefa samþykki sitt við að leyfa Ísrael að stunda áróður á Eurovision vettvanginum. Við hvetjum alla hugsanlega arftaka Gísla Marteins sem þuli til að sniðganga keppnina og neita að taka þátt á meðan Ísrael fær að nýta vettvanginn til að réttlæta þjóðernishreinsanir. Að taka þátt í og “normalisera” Ísrael á meðan ríkið stundar þjóðarmorð gerir okkur samsek. Við hvetjum ykkur því öll til að standa réttum megin í lífinu, gegn þjóðarmorðum og þjóðernishreinsunum og senda þannig skýr skilaboð um að Eurovision eigi að vera vettvangur gleði og stemningu en ekki vettvangur glæparíkja að réttlæta morðæði sitt, landrán og þjóðernishreinsanir. Fyrir hönd félaganna Ísland Palestína og BDS Ísland, Yousef Ingi Tamimi
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun