„Við getum bætt okkur miklu meira en hin liðin“ Sverrir Mar Smárason skrifar 13. apríl 2024 17:07 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var stoltur af liði sínu í dag en svekktur með úrslitin. Visir/ Hulda Margrét Vestri tapaði öðrum leik sínum í röð í Bestu deild karla þegar liðið heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll í dag, 4-0. Davíð Smári Lamude, þjálfari nýliðanna, var svekktur með úrslitin eftir að hafa farið með jafna stöðu inn í hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var ekki alveg fullkominn. Mér fannst við ekki nægilega góðir á boltann en góðir varnarlega og mikil bæting frá síðasta leik. Við fáum mark á okkur snemma í síðari hálfleiknum sem breytir þessu og svo einhverjir dómar sem að falla ekki með. Augnablikið fer svolítið frá okkur þegar við gefum vítið. Þetta var leikur fram að vítinu. Ég ætla bara að vera hreinskilinn, ég er gríðarlega stoltur af mínu liði. Stoltur af því hvar við erum og það er auvðitað margt sem er ekki nægilega gott en við erum bara á öðrum stað en hin liðin. Við getum bætt okkur miklu meira en hin liðin. Blikarnir eru ekkert alltof langt frá sínu besta en mitt lið er lengst af öllum frá sínu besta. Það veit á gott þó svo ég sé ekki sáttur með úrslitin og alls ekki sáttur með seinni hálfleikinn,“ sagði Davíð Smári. Elvar Baldvinsson, varnarmaður Vestra, fékk að líta beint rautt spjald fyrir tæklingu um miðjan síðari hálfleikinn. Umdeild ákvörðun hjá dómara leiksins. „Ég held þetta sé ekki rautt spjald. Ég skal viðurkenna það að ég er ekki búinn að sjá þetta í sjónvarpi en mér finnst þetta mjög harður dómur,“ sagði Davíð um rauða spjaldið. Gestunum gekk illa að sækja að marki Blika í dag og sköpuðu sér varla eitt færi í leiknum. „Mér fannst bara svona þessar stuttu, einföldu sendingar og sendingar fram á við voru ekki nógu góðar. Við náum ekki að sækja hratt á þá þegar við vinnum boltann. Þá töpum við boltanum fljótt aftur og náum aldrei takti í að sækja á þá. Náum illa að fylla teiginn þeirra þar af leiðandi þar sem við eruma lltaf stutt með boltann,“ sagði Davíð. Andri Rúnar Bjarnason kom inná í dag og fékk nokkrar mínútur. Það gekk þó erfiðlega þar sem hann var inná í mjög erfiðri stöðu. Hann hefur verið að koma til baka eftir meiðsli. „Við vorum inni í leiknum og svo kemur vítið þegar hann er við það að labba inn á völlinn. Augnablikið fór frá okkur. En eins og ég segi þá er ég bara stoltur af mínu liði. Auðvitað eru mörk þarna sem eru ekki nægilega góð og við þurfum að laga. Við þurfum að horfa fram vegin og reyna að bæta okkur fyrir næsta leik,“ sagði Davíð Smári að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Breiðablik Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var ekki alveg fullkominn. Mér fannst við ekki nægilega góðir á boltann en góðir varnarlega og mikil bæting frá síðasta leik. Við fáum mark á okkur snemma í síðari hálfleiknum sem breytir þessu og svo einhverjir dómar sem að falla ekki með. Augnablikið fer svolítið frá okkur þegar við gefum vítið. Þetta var leikur fram að vítinu. Ég ætla bara að vera hreinskilinn, ég er gríðarlega stoltur af mínu liði. Stoltur af því hvar við erum og það er auvðitað margt sem er ekki nægilega gott en við erum bara á öðrum stað en hin liðin. Við getum bætt okkur miklu meira en hin liðin. Blikarnir eru ekkert alltof langt frá sínu besta en mitt lið er lengst af öllum frá sínu besta. Það veit á gott þó svo ég sé ekki sáttur með úrslitin og alls ekki sáttur með seinni hálfleikinn,“ sagði Davíð Smári. Elvar Baldvinsson, varnarmaður Vestra, fékk að líta beint rautt spjald fyrir tæklingu um miðjan síðari hálfleikinn. Umdeild ákvörðun hjá dómara leiksins. „Ég held þetta sé ekki rautt spjald. Ég skal viðurkenna það að ég er ekki búinn að sjá þetta í sjónvarpi en mér finnst þetta mjög harður dómur,“ sagði Davíð um rauða spjaldið. Gestunum gekk illa að sækja að marki Blika í dag og sköpuðu sér varla eitt færi í leiknum. „Mér fannst bara svona þessar stuttu, einföldu sendingar og sendingar fram á við voru ekki nógu góðar. Við náum ekki að sækja hratt á þá þegar við vinnum boltann. Þá töpum við boltanum fljótt aftur og náum aldrei takti í að sækja á þá. Náum illa að fylla teiginn þeirra þar af leiðandi þar sem við eruma lltaf stutt með boltann,“ sagði Davíð. Andri Rúnar Bjarnason kom inná í dag og fékk nokkrar mínútur. Það gekk þó erfiðlega þar sem hann var inná í mjög erfiðri stöðu. Hann hefur verið að koma til baka eftir meiðsli. „Við vorum inni í leiknum og svo kemur vítið þegar hann er við það að labba inn á völlinn. Augnablikið fór frá okkur. En eins og ég segi þá er ég bara stoltur af mínu liði. Auðvitað eru mörk þarna sem eru ekki nægilega góð og við þurfum að laga. Við þurfum að horfa fram vegin og reyna að bæta okkur fyrir næsta leik,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Breiðablik Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira