Eldri kjósendur hallast að Katrínu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2024 11:32 Eiríkur Bergmann stjórnamálafræðingur segir að áhugavert verði að fylgjast með hvað gerist næstu vikurnar. Vísir/Vilhelm Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. Rúmur einn og hálfur mánuður er þar til landsmenn ganga að kjörborðinu og velja sér nýjan forseta. Margir hafa lýst áhuga á embættinu og hlaupa frambjóðendurnir á tugum og enn gætu fleiri bæst við. Nýjasti Þjóðarpúls Gallup sýnir að af þeim sem hafa stigið fram virðast þrír njóta mest fylgis. Þannig mælist ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Þrjátíu prósent landsmanna segjast styðja Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Fylgi Jóns Gnarr mælist tæplega átján prósent. Sjá einnig: Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Aðrir frambjóðendur mælast með nokkuð minna fylgi. Þannig segjast sjö prósent ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur. Um fögur prósent Arnar Þór Jónsson og Höllu Hrund Logadóttur. Tvö prósent landsmanna ætla sér að kjósa Ásdísi Rán Gunnarsdóttur og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Ástþór Magnússon mælist svo með eitt prósent fylgi en aðrir frambjóðendur með minna. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir könnunina sýna hvaða frambjóðendur munu líklega berjast um embættið. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir. Það kemur auðvitað ekki á óvart að forsætisráðherrann fyrrverandi Katrín Jakobsdóttir hafi mest fylgi en það sem kannski meiru skiptir þar er samsetningin á því fylgi. Hún hefur mest fylgi í elstu aldurshópunum og það eru nú þeir sem eru líklegri til að mæta á kjörstað. Þannig að hún getur þá notið þess ef að líkum lætur. “ Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Þá segir Eiríkur að áhugavert verði að sjá hvernig næstu kannanir koma út. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“ Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Rúmur einn og hálfur mánuður er þar til landsmenn ganga að kjörborðinu og velja sér nýjan forseta. Margir hafa lýst áhuga á embættinu og hlaupa frambjóðendurnir á tugum og enn gætu fleiri bæst við. Nýjasti Þjóðarpúls Gallup sýnir að af þeim sem hafa stigið fram virðast þrír njóta mest fylgis. Þannig mælist ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs. Þrjátíu prósent landsmanna segjast styðja Katrínu en ríflega tuttugu og sex prósent Baldur. Fylgi Jóns Gnarr mælist tæplega átján prósent. Sjá einnig: Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Aðrir frambjóðendur mælast með nokkuð minna fylgi. Þannig segjast sjö prósent ætla að kjósa Höllu Tómasdóttur. Um fögur prósent Arnar Þór Jónsson og Höllu Hrund Logadóttur. Tvö prósent landsmanna ætla sér að kjósa Ásdísi Rán Gunnarsdóttur og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Ástþór Magnússon mælist svo með eitt prósent fylgi en aðrir frambjóðendur með minna. Niðurstöður Gallup eru samhljóða könnun Maskínu sem birt var fyrr í vikunni.Gallup Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir könnunina sýna hvaða frambjóðendur munu líklega berjast um embættið. „Það eru þrír frambjóðendur sem að ná máli og hafa umtalsvert fylgi. Aðrir hafa miklu minna og eru ansi langt frá því að geta talist sigurstranglegir. Það kemur auðvitað ekki á óvart að forsætisráðherrann fyrrverandi Katrín Jakobsdóttir hafi mest fylgi en það sem kannski meiru skiptir þar er samsetningin á því fylgi. Hún hefur mest fylgi í elstu aldurshópunum og það eru nú þeir sem eru líklegri til að mæta á kjörstað. Þannig að hún getur þá notið þess ef að líkum lætur. “ Könnunin var gerð dagana 5. til 11. apríl.Gallup Þá segir Eiríkur að áhugavert verði að sjá hvernig næstu kannanir koma út. „Ég held að fylgið hafi ekki sest almennilega enn þá. Auðvitað gefur þessi könnun mjög sterka vísbendingu um þessa þrjá helstu frambjóðendur en það getur enn þá verið töluvert flot á þessu en við höfum líka séð í fyrri forsetakjörum að fylgistölurnar hafa breyst allnokkuð eftir því sem nálgast kjördag.“
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira