Snjóflóðið reyndist vera stór skafl Lovísa Arnardóttir skrifar 12. apríl 2024 14:01 Björgunarsveitir af Tröllaskaga eru á leið á vettvang. Myndin er úr safni. Vísir/Arnar Björgunarsveitir á Tröllaskaga voru kallaðar út í dag um klukkan hálf tvö vegna snjóflóðs á Siglufjarðarvegi. Ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofunni segir að öllum líkindum hafi ekki verið snjóflóð. Það sé afar slæm færð á veginum og óvissustig en tilkynningin hafi borist um hættu utan þess svæðis. „Það var ekki snjóflóð,“ segir Minney Sigurðardóttir ofanflóðasérfræðingur. Það sé afar slæm færð á Siglufjarðarvegi og að fólk hafi mögulega keyrt utan í stóran skafl. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að búið sé að beina þyrlu Landhelgisgæslunnar aftur til Reykjavíkur og afturkalla eitthvað af björgunarsveitarfólki. Það verði samt sem áður einhver eftir á svæðinu til að leita af sér allan grun. „Þetta er ekki snjóflóð. Þetta er allt að skýrast,“ segir Jón Þór og að maður frá björgunarsveit á svæðinu hafi aðstoðað þónokkra sem hafi verið fastir vegna lélegrar færðar. Auk þess hafi snjómoksturstæki frá Veðurstofunni keyrt í gegn. „Það kannast enginn við að hafa séð snjóflóð falla né á veginum. Það er því verið að draga úr viðbúnaði en við viljum vera alveg viss um að það hafi ekki fallið snjóflóð þannig það verður gengið úr skugga um að svo hafi ekki verið.“ Á vef Vegagerðarinnar segir að þæfingsfærð og skafrenningur sé á Siglufjarðarvegi og slæmt skyggni. Óvissustig er á veginum vegna snjóflóða. Staðsetning Miklavatns er merkt með bláum punkti á myndinni. Mynd/map.is Fréttin hefur verið uppfærð. Fjallabyggð Færð á vegum Skagafjörður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Það var ekki snjóflóð,“ segir Minney Sigurðardóttir ofanflóðasérfræðingur. Það sé afar slæm færð á Siglufjarðarvegi og að fólk hafi mögulega keyrt utan í stóran skafl. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að búið sé að beina þyrlu Landhelgisgæslunnar aftur til Reykjavíkur og afturkalla eitthvað af björgunarsveitarfólki. Það verði samt sem áður einhver eftir á svæðinu til að leita af sér allan grun. „Þetta er ekki snjóflóð. Þetta er allt að skýrast,“ segir Jón Þór og að maður frá björgunarsveit á svæðinu hafi aðstoðað þónokkra sem hafi verið fastir vegna lélegrar færðar. Auk þess hafi snjómoksturstæki frá Veðurstofunni keyrt í gegn. „Það kannast enginn við að hafa séð snjóflóð falla né á veginum. Það er því verið að draga úr viðbúnaði en við viljum vera alveg viss um að það hafi ekki fallið snjóflóð þannig það verður gengið úr skugga um að svo hafi ekki verið.“ Á vef Vegagerðarinnar segir að þæfingsfærð og skafrenningur sé á Siglufjarðarvegi og slæmt skyggni. Óvissustig er á veginum vegna snjóflóða. Staðsetning Miklavatns er merkt með bláum punkti á myndinni. Mynd/map.is Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjallabyggð Færð á vegum Skagafjörður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira