Skilur mikla örvæntingu og reiði Grindvíkinga Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2024 13:00 Það var glatt á hjalla þegar Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu meirihluta í Grindavík árið 2022. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fá tilefni hafa gefist til að brosa út að eyrum í Grindavík undanfarna mánuði. Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa. Fasteignafélaginu Þórkötlu, sem annast uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, hafa borist tæplega 700 umsóknir frá íbúum sem vilja selja ríkinu eignir sínar. Margir hverjir eru orðnir óþreyjufullir enda var það gefið út að kaupin myndu hefjast í byrjun apríl. Skortur á upplýsingagjöf frá Þórkötlu hefur verið harðlega gagnrýndur og á samfélagsmiðlum má skynja vaxandi reiði og örvæntingu Grindvíkinga. Dæmi eru um að fólk hafi misst eignir sem það var komið með samþykkt kauptilboð í vegna þess að það gat ekki fjármagnað útborgun. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík, segir bæjarstjórnina ekki upplýsta um ferlið. „Við erum endalaust að bíða og vona. Það er erfitt, ég veit að það er verið að reyna vinna hratt. Það er verið að skoða rafrænar samþykktir og þetta er ákveðið frumkvöðlaverkefni en Grindvíkingar bíða og bíða og þeir eru að missa kaupsamninga. En þetta húsnæðisóöryggi ýtir undir kvíða og vanlíðan og við upplifum mikla örvæntingu varðandi þetta allt saman.“ Uppkaupin séu frumkvöðlaverkefni sem sé að miklu leiti byggt á persónuverndarupplýsingum og tíminn sem þau taki sé í raun ekki óeðlilegur. Þó segir Ásrún að upplýsingagjöf til íbúa mætti vera betri. Upplýsingafundur íbúa sé í bígerð og vikulegir pistlar bæjarstjóra á heimasíðu bæjarins verði endurvekir. Um 70 fjölskyldueiningar eru á bráðalista vegna húsnæðismála. „Þetta er fólk sem er í óviðunandi húsnæði. Til dæmis eldri borgarar sem búa inn á börnum eða barnabörnum, eða eru inn á hjúkrunarheimili og þurfa kannski ekki að nýta þannig úrræði.“ Ásrún segist skilja reiði og örvæntingu íbúa vel, enda sé ástandið óboðlegt. „Ég skil hana mjög vel. Hef bara mjög miklar áhyggjur af andlegri líðan okkar Grindvíkinga. Maður heyrir líka bara varðandi börn, það er vaxandi vanlíðan. Svo ég er bara verulega áhyggjufull.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Fasteignafélaginu Þórkötlu, sem annast uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, hafa borist tæplega 700 umsóknir frá íbúum sem vilja selja ríkinu eignir sínar. Margir hverjir eru orðnir óþreyjufullir enda var það gefið út að kaupin myndu hefjast í byrjun apríl. Skortur á upplýsingagjöf frá Þórkötlu hefur verið harðlega gagnrýndur og á samfélagsmiðlum má skynja vaxandi reiði og örvæntingu Grindvíkinga. Dæmi eru um að fólk hafi misst eignir sem það var komið með samþykkt kauptilboð í vegna þess að það gat ekki fjármagnað útborgun. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík, segir bæjarstjórnina ekki upplýsta um ferlið. „Við erum endalaust að bíða og vona. Það er erfitt, ég veit að það er verið að reyna vinna hratt. Það er verið að skoða rafrænar samþykktir og þetta er ákveðið frumkvöðlaverkefni en Grindvíkingar bíða og bíða og þeir eru að missa kaupsamninga. En þetta húsnæðisóöryggi ýtir undir kvíða og vanlíðan og við upplifum mikla örvæntingu varðandi þetta allt saman.“ Uppkaupin séu frumkvöðlaverkefni sem sé að miklu leiti byggt á persónuverndarupplýsingum og tíminn sem þau taki sé í raun ekki óeðlilegur. Þó segir Ásrún að upplýsingagjöf til íbúa mætti vera betri. Upplýsingafundur íbúa sé í bígerð og vikulegir pistlar bæjarstjóra á heimasíðu bæjarins verði endurvekir. Um 70 fjölskyldueiningar eru á bráðalista vegna húsnæðismála. „Þetta er fólk sem er í óviðunandi húsnæði. Til dæmis eldri borgarar sem búa inn á börnum eða barnabörnum, eða eru inn á hjúkrunarheimili og þurfa kannski ekki að nýta þannig úrræði.“ Ásrún segist skilja reiði og örvæntingu íbúa vel, enda sé ástandið óboðlegt. „Ég skil hana mjög vel. Hef bara mjög miklar áhyggjur af andlegri líðan okkar Grindvíkinga. Maður heyrir líka bara varðandi börn, það er vaxandi vanlíðan. Svo ég er bara verulega áhyggjufull.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira