Herskátt myndband Ástþórs vekur athygli Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2024 09:00 Slagurinn er að harðna. Ástþór beinir spjótum sínum að „hermangsþríeykið“ Katrínu, Baldri og Jóni í nýju myndbandi og undir ómar lag Hatara sem Ástþór tók til notkunar að hljómsveitinni forspurðri. Ástþór telur greinilega að ekki verði barist fyrir friði friðsamlega. Nú er tekið að hitna í baráttunni um Bessastaði og ljóst að Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi ætlar ekki að hverfa úr þeirri baráttu hægt og hljótt. Óhætt er að segja að nýtt myndband Ástþórs hafi vakið athygli þar sem tónlist Hatara hljómar undir í ósátt hljómsveitarinnar. Ástþór hefur sett í loftið afar herskátt Youtube-myndband þar sem hann talar fyrir friði. Við lok ávarps Ástþórs tekur við kafli þar undir hljómar tónlist frá Hatara og þau þrjú sem efst eru í skoðanakönnun, þau Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr eru í skotlínunni. Þau kallar Ástþór hermangsþríeykið. Þar eru þau sýnd saman og sitt í hvoru lagi sem stríðsæsingamenn og svo lýkur myndbandinu með kjarnorkusprengju. Ástþór segir í ávarpi sínu, áður heimagerða myndbandið hefst, að við verðum að takafrumkvæði í að leiða heiminn til friðar. Hann hafi varað við því að stríð myndi hefjast gegn Rússlands og íslands. „Það stríð er nú hafið, sendiráði lokað, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt símtal til friðar. stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir möguleikar: Stríð eða friður. Guð blessi Ísland.“ Og þá tekur við dúndrandi heimsósóminn, vídeóið þar sem í aðalhlutverki eru mótframbjóðendur Ástþórs, þau Katrín, Baldur og Jón og undir er viðeigandi brot úr lagi með Hatara: „Dansið eða deyið“.Herskátt myndband Ástþórs vekur athygli Samkvæmt heimildum Vísis voru þeir Hatara-menn ekki hafðir með í ráðum, lagið var notað að þeim forspurðum og eru þeir, eftir því sem næst verður komist, að leita upplýsinga um hvernig best er að bregðast við öðru eins og þessu. Forsetakosningar 2024 Höfundarréttur Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Sjá meira
Ástþór hefur sett í loftið afar herskátt Youtube-myndband þar sem hann talar fyrir friði. Við lok ávarps Ástþórs tekur við kafli þar undir hljómar tónlist frá Hatara og þau þrjú sem efst eru í skoðanakönnun, þau Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr eru í skotlínunni. Þau kallar Ástþór hermangsþríeykið. Þar eru þau sýnd saman og sitt í hvoru lagi sem stríðsæsingamenn og svo lýkur myndbandinu með kjarnorkusprengju. Ástþór segir í ávarpi sínu, áður heimagerða myndbandið hefst, að við verðum að takafrumkvæði í að leiða heiminn til friðar. Hann hafi varað við því að stríð myndi hefjast gegn Rússlands og íslands. „Það stríð er nú hafið, sendiráði lokað, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt símtal til friðar. stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir möguleikar: Stríð eða friður. Guð blessi Ísland.“ Og þá tekur við dúndrandi heimsósóminn, vídeóið þar sem í aðalhlutverki eru mótframbjóðendur Ástþórs, þau Katrín, Baldur og Jón og undir er viðeigandi brot úr lagi með Hatara: „Dansið eða deyið“.Herskátt myndband Ástþórs vekur athygli Samkvæmt heimildum Vísis voru þeir Hatara-menn ekki hafðir með í ráðum, lagið var notað að þeim forspurðum og eru þeir, eftir því sem næst verður komist, að leita upplýsinga um hvernig best er að bregðast við öðru eins og þessu.
Forsetakosningar 2024 Höfundarréttur Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00