Kveðjugjöf Katrínar Stefán Halldórsson skrifar 11. apríl 2024 17:01 Það er hefð fyrir þvi á vinnustöðum landsins að gefa kveðjugjöf þegar aðili sem staðið hefur vaktina í lengri tíma kveður, hvort sem við taka eftirlaun eða nýjar áskoranir á nýjum vinnustað. Í síðustu viku tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra til rúmlega sex ára og formaður Vinstri Grænna, um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Tilkynningin kom engum á óvart sem fylgst hafði með umræðunni, teikn höfðu lengi verið á lofti, gárurnar í tebollanum sögðu sína sögu og ekki ljúga spádómsbeinin. Katrín sneri hins vegar dæminu við og gaf landsmönnum stórskemmtilega gjöf, uppstokkun í ríkisstjórninni sem skilaði okkur nýjum (innan harkalegra gæsalappa) forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra, ásamt nýjum matvælaráðherra. Það er skiljanlegt að Katrín vilji skipta um starfsvettvang, þó langt sé í kosningar. Starfið sem hún sækist eftir er í grunninn frekar einfalt og nett, að vera stoltur fulltrúi lands og þjóðar, sameiningartákn og klettur í ólgusjó breytinga og óvissu. Og hver þekkir breytingar betur en einmitt Katrín? Sami gaurinn og hún tók við af sem forsætisráðherra breyttist í fjármálaráðherra, þvínæst utanríkisráðherra og verður svo að lokum aftur forsætisráðherra þegar Katrín hefur skilað staffapassanum. Þetta er hringrás lífsins eins og Múfasa útskýrði fyrir Simba á meðan allt lék í lyndi, „við étum antilópurnar, deyjum og breytumst í gras sem antilópurnar éta”. En hverjir eru hverjir í þessari sviðsmynd? Ég hef á tilfinningunni að við sem fylgjumst með sirkusnum á hliðarlínunni séum annað hvort antilópurnar eða grasið, étin vinstri/hægri. Ef ævintýrið um Simba hefur kennt okkur eitthvað þá er það sú lexía að sterk sýn leiðtoga og göfug markmið mega sín lítils ef undir niðri kraumar óánægja og öfund, kannski Múfasa hefði lifað ef Skari hefði bara fengið sendiherrastöðu í stað þess að húka fýldur í helli, í skugga bróður síns. En hvað með það, Katrín stefnir á Bessastaði og kveður Alþingi með öllu því stressi og veseni sem þar kraumar. Aðskilnaður frá Bjarna og co. getur bara gert henni gott en þó má benda á þá staðreynd að ef ætlunin er að fjarlægjast Sjálfstæðisflokkinn eru búferlaflutningar í Garðabæinn kannski ekki besta lausnin. En hver veit, kannski getur Katrín stuðlað að jákvæðum breytingum í embætti forseta, við skulum bara stilla væntingunum í hóf. Kjörbúð á Álftanesi og stærri öldur í öldulauginni hljóma eins og raunhæf markmið fyrir leiðtoga fólksins. Kveðjugjöf Katrínar er stjórnarsamstarf sem hangir saman á einhvers konar Stokkhólmsheilkenni á sterum, þingflokkur sem næði ekki manni inn ef kosið væri núna og forsætisráðherra sem getur varla pantað sér hálfan bræðing á Subway án þess að úr verði hneykslismál og uppstokkun á ráðuneyti. Mætti ég þá frekar biðja um gjafabréf í dekur og tvo fyrir einn í sund? Höfundur er ekki í framboði til embættis forseta Íslands.....enn sem komið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Alþingi Vinstri græn Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hefð fyrir þvi á vinnustöðum landsins að gefa kveðjugjöf þegar aðili sem staðið hefur vaktina í lengri tíma kveður, hvort sem við taka eftirlaun eða nýjar áskoranir á nýjum vinnustað. Í síðustu viku tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra til rúmlega sex ára og formaður Vinstri Grænna, um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Tilkynningin kom engum á óvart sem fylgst hafði með umræðunni, teikn höfðu lengi verið á lofti, gárurnar í tebollanum sögðu sína sögu og ekki ljúga spádómsbeinin. Katrín sneri hins vegar dæminu við og gaf landsmönnum stórskemmtilega gjöf, uppstokkun í ríkisstjórninni sem skilaði okkur nýjum (innan harkalegra gæsalappa) forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra, ásamt nýjum matvælaráðherra. Það er skiljanlegt að Katrín vilji skipta um starfsvettvang, þó langt sé í kosningar. Starfið sem hún sækist eftir er í grunninn frekar einfalt og nett, að vera stoltur fulltrúi lands og þjóðar, sameiningartákn og klettur í ólgusjó breytinga og óvissu. Og hver þekkir breytingar betur en einmitt Katrín? Sami gaurinn og hún tók við af sem forsætisráðherra breyttist í fjármálaráðherra, þvínæst utanríkisráðherra og verður svo að lokum aftur forsætisráðherra þegar Katrín hefur skilað staffapassanum. Þetta er hringrás lífsins eins og Múfasa útskýrði fyrir Simba á meðan allt lék í lyndi, „við étum antilópurnar, deyjum og breytumst í gras sem antilópurnar éta”. En hverjir eru hverjir í þessari sviðsmynd? Ég hef á tilfinningunni að við sem fylgjumst með sirkusnum á hliðarlínunni séum annað hvort antilópurnar eða grasið, étin vinstri/hægri. Ef ævintýrið um Simba hefur kennt okkur eitthvað þá er það sú lexía að sterk sýn leiðtoga og göfug markmið mega sín lítils ef undir niðri kraumar óánægja og öfund, kannski Múfasa hefði lifað ef Skari hefði bara fengið sendiherrastöðu í stað þess að húka fýldur í helli, í skugga bróður síns. En hvað með það, Katrín stefnir á Bessastaði og kveður Alþingi með öllu því stressi og veseni sem þar kraumar. Aðskilnaður frá Bjarna og co. getur bara gert henni gott en þó má benda á þá staðreynd að ef ætlunin er að fjarlægjast Sjálfstæðisflokkinn eru búferlaflutningar í Garðabæinn kannski ekki besta lausnin. En hver veit, kannski getur Katrín stuðlað að jákvæðum breytingum í embætti forseta, við skulum bara stilla væntingunum í hóf. Kjörbúð á Álftanesi og stærri öldur í öldulauginni hljóma eins og raunhæf markmið fyrir leiðtoga fólksins. Kveðjugjöf Katrínar er stjórnarsamstarf sem hangir saman á einhvers konar Stokkhólmsheilkenni á sterum, þingflokkur sem næði ekki manni inn ef kosið væri núna og forsætisráðherra sem getur varla pantað sér hálfan bræðing á Subway án þess að úr verði hneykslismál og uppstokkun á ráðuneyti. Mætti ég þá frekar biðja um gjafabréf í dekur og tvo fyrir einn í sund? Höfundur er ekki í framboði til embættis forseta Íslands.....enn sem komið er.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar