Elínborg leiði friðaboðskap kirkjunnar Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2024 09:01 Að skapa kirkjunni breiðan farveg friðar á Íslandi verður verkefni nýs biskups. Og það er ekkert áhlaupaverk því þar er bæði um að ræða frið og sátt um kirkjunnar störf og mikilvægi meðal okkar Íslendinga sem og sá boðskapur að boða og styðja frið í stríðshrjáðum heimi. Maðurinn háir linnulaus stríð við veröldina alla, við aðra menn og náttúruna. Á Íslandi er sótt að kirkjunni, hún sökuð um að vera gamaldags, úrelt og eiga ekki erindi við nútímann. Og vissulega er boðskapur hennar gamall enda rúmlega tvö þúsund ára. En það er enginn boðskapur betri. En það er hins vegar hvernig sá boðskapur er settur fram á hverjum tíma og honum fylgt eftir sem er verkefni hverrar kynslóðar, með þeim aðferðum sem hún hefur yfir að búa og þeim áherslum sem hún telur mikilvægastar og ég tel engan vafa á að því verkefni væri best komið hjá Elínborgu Sturludóttur. Fædd og uppalin á landsbyggðinni, hafandi þjónað sjávarbyggð, sveit og höfuðborginni sem prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík og búið erlendis. Með víðtæka menntun í guðfræði og sálgæslu til að veita prestum og öðru starfsfólki kristinnar kirkju á Íslandi stuðning í störfum sínum. Í þjónustu sinni sem prestur hefur áhersla hennar á boðskap um frið verið aðalsmerki, allan hennar starfsferili. Hún hefur haft að leiðarljósi hljóða göngu pílagrímanna, ekki bara á hinum fræga Jakobsvegi heldur milli kirkna, úr Borgafirði , í Skálholt og svo nú síðast frá Dómkirkjunni í Reykjavík um höfuðborgina okkar allra. Á göngu gefst færi á að íhuga, koma friði og ró á hugann og þakka fyrir það sem er en einnig búa sig undir að takast á við það sem bíður. Og við erum alltaf öll að kalla eftir friði, innri friði og friði í veröldinni svo foreldrar megi horfa í augu barnanna sinna og sjá þar framtíðina. Ég hvet alla sem hafa atkvæðisrétt í komandi biskupskjöri að nýta sitt atkvæði og greiða það Elínborgu Sturludóttur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Að skapa kirkjunni breiðan farveg friðar á Íslandi verður verkefni nýs biskups. Og það er ekkert áhlaupaverk því þar er bæði um að ræða frið og sátt um kirkjunnar störf og mikilvægi meðal okkar Íslendinga sem og sá boðskapur að boða og styðja frið í stríðshrjáðum heimi. Maðurinn háir linnulaus stríð við veröldina alla, við aðra menn og náttúruna. Á Íslandi er sótt að kirkjunni, hún sökuð um að vera gamaldags, úrelt og eiga ekki erindi við nútímann. Og vissulega er boðskapur hennar gamall enda rúmlega tvö þúsund ára. En það er enginn boðskapur betri. En það er hins vegar hvernig sá boðskapur er settur fram á hverjum tíma og honum fylgt eftir sem er verkefni hverrar kynslóðar, með þeim aðferðum sem hún hefur yfir að búa og þeim áherslum sem hún telur mikilvægastar og ég tel engan vafa á að því verkefni væri best komið hjá Elínborgu Sturludóttur. Fædd og uppalin á landsbyggðinni, hafandi þjónað sjávarbyggð, sveit og höfuðborginni sem prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík og búið erlendis. Með víðtæka menntun í guðfræði og sálgæslu til að veita prestum og öðru starfsfólki kristinnar kirkju á Íslandi stuðning í störfum sínum. Í þjónustu sinni sem prestur hefur áhersla hennar á boðskap um frið verið aðalsmerki, allan hennar starfsferili. Hún hefur haft að leiðarljósi hljóða göngu pílagrímanna, ekki bara á hinum fræga Jakobsvegi heldur milli kirkna, úr Borgafirði , í Skálholt og svo nú síðast frá Dómkirkjunni í Reykjavík um höfuðborgina okkar allra. Á göngu gefst færi á að íhuga, koma friði og ró á hugann og þakka fyrir það sem er en einnig búa sig undir að takast á við það sem bíður. Og við erum alltaf öll að kalla eftir friði, innri friði og friði í veröldinni svo foreldrar megi horfa í augu barnanna sinna og sjá þar framtíðina. Ég hvet alla sem hafa atkvæðisrétt í komandi biskupskjöri að nýta sitt atkvæði og greiða það Elínborgu Sturludóttur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun