Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 15:18 Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína, eins og flestir þekkja hana mótmælti á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. Birgir Ármannson, forseti þingsins, sagði um sjö mínútum yfir 15 að mótmælendur yrðu að víkja og hafa þögn. Bjarni byrjaði að tala stuttu áður. Magga Stína var ósátt við yfirlýsingar Bjarna um útlendingamál.Vísir/Vilhelm Á meðan Bjarni talaði hrópaði Magga Stína að honum. Tveimur öðrum var vísað af þingpöllunum vegna hávaða. Bjarni gerði hlé á máli sínu á meðan hrópað var að honum í stutta stund en hélt svo áfram eftir að forseti þingsins bað mótmælendur að hafa þögn. Magga Stína hefur verið áberandi á mótmælum vegna átaka á Gasa. Þegar hún hrópaði að Bjarna var hann í yfirlýsingu sinni að ræða frumvörp dómsmálaráðherra um útlendingamál og að það væri grundvallaratriði að þau yrði kláruð á þessu þingi sem nú stendur yfir. „Traust landamæri eru grundvallaratriði í fullveldi hvers ríkis. Séríslenskar reglur mega ekki auka þrýsting á landamærin á Íslandi þannig að innviðir gefi eftir,“ sagði Bjarni og að við þyrftum að bera okkur saman við okkar nágrannaríki. Möggu Stínu var fylgt út. Vísir/Vilhelm „Ástandið eins og það sem við höfum horft upp á undanfarin misseri er ósjálfbært og óásættanlegt. Stjórn á fjölda þeirra sem hingað sækja er forsenda þess að við getum tekið vel á móti þeim sem eiga rétt á að fá hér skjól,“ sagði Bjarni og þá byrjaði Margrét að hrópa. Annað atvikið á stuttum tíma Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis fyrir um mánuði síðan sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var þá í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Maðurinn sem hrópaði og kallaði sagðist síðar ekki trúa því að hann hefði gert það. Hægt er að fylgjast með yfirlýsingu forsætisráðherra og umræðum um hana hér að neðan. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. 10. apríl 2024 14:50 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Birgir Ármannson, forseti þingsins, sagði um sjö mínútum yfir 15 að mótmælendur yrðu að víkja og hafa þögn. Bjarni byrjaði að tala stuttu áður. Magga Stína var ósátt við yfirlýsingar Bjarna um útlendingamál.Vísir/Vilhelm Á meðan Bjarni talaði hrópaði Magga Stína að honum. Tveimur öðrum var vísað af þingpöllunum vegna hávaða. Bjarni gerði hlé á máli sínu á meðan hrópað var að honum í stutta stund en hélt svo áfram eftir að forseti þingsins bað mótmælendur að hafa þögn. Magga Stína hefur verið áberandi á mótmælum vegna átaka á Gasa. Þegar hún hrópaði að Bjarna var hann í yfirlýsingu sinni að ræða frumvörp dómsmálaráðherra um útlendingamál og að það væri grundvallaratriði að þau yrði kláruð á þessu þingi sem nú stendur yfir. „Traust landamæri eru grundvallaratriði í fullveldi hvers ríkis. Séríslenskar reglur mega ekki auka þrýsting á landamærin á Íslandi þannig að innviðir gefi eftir,“ sagði Bjarni og að við þyrftum að bera okkur saman við okkar nágrannaríki. Möggu Stínu var fylgt út. Vísir/Vilhelm „Ástandið eins og það sem við höfum horft upp á undanfarin misseri er ósjálfbært og óásættanlegt. Stjórn á fjölda þeirra sem hingað sækja er forsenda þess að við getum tekið vel á móti þeim sem eiga rétt á að fá hér skjól,“ sagði Bjarni og þá byrjaði Margrét að hrópa. Annað atvikið á stuttum tíma Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis fyrir um mánuði síðan sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var þá í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Maðurinn sem hrópaði og kallaði sagðist síðar ekki trúa því að hann hefði gert það. Hægt er að fylgjast með yfirlýsingu forsætisráðherra og umræðum um hana hér að neðan.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. 10. apríl 2024 14:50 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. 10. apríl 2024 14:50