Bein útsending: Yfirlýsing forsætisráðherra og umræður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 10. apríl 2024 14:27 Bjarni Benediktsson mun flytja yfirlýsingu forsætisráðherra fyrir þingið síðdegis. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun fara með yfirlýsingu fyrir Alþingi klukkan 15. Þetta er fyrsti þingfundur eftir páskafrí og eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði af sér sem forsætisráðherra og tilkynnti framboð til embættis forseta. Þing kom formlega saman í fyrsta sinn eftir páskafrí á mánudag. Þingfundur fór þó ekki fram með hefðbundnu sniði heldur var hann settur og honum frestað þremur mínútum síðar. Þá stóðu enn yfir viðræður milli stjórnarflokkanna þriggja um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf, sem tilkynnt var í gær. Yfirlýsing forsætisráðherra og umræður um hana er eina málið sem er á dagskrá þingsins í dag. Tólf hafa þegar skráð sig á mælendaskrá, þar á meðal Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Ef vaktin birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Þing kom formlega saman í fyrsta sinn eftir páskafrí á mánudag. Þingfundur fór þó ekki fram með hefðbundnu sniði heldur var hann settur og honum frestað þremur mínútum síðar. Þá stóðu enn yfir viðræður milli stjórnarflokkanna þriggja um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf, sem tilkynnt var í gær. Yfirlýsing forsætisráðherra og umræður um hana er eina málið sem er á dagskrá þingsins í dag. Tólf hafa þegar skráð sig á mælendaskrá, þar á meðal Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Ef vaktin birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Fyrst og fremst bara ljúft“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin. 10. apríl 2024 12:05 Lyklaskiptin gengu sinn vanagang Í hádegisfréttum fylgjumst við með lyklaskiptunum í kjölfar þess að breytingar voru í gær gerðar á ríkisstjórnni. 10. apríl 2024 11:36 Bjarni bauð Þórdísi velkomna heim „Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma. 10. apríl 2024 10:53 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
„Fyrst og fremst bara ljúft“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin. 10. apríl 2024 12:05
Lyklaskiptin gengu sinn vanagang Í hádegisfréttum fylgjumst við með lyklaskiptunum í kjölfar þess að breytingar voru í gær gerðar á ríkisstjórnni. 10. apríl 2024 11:36
Bjarni bauð Þórdísi velkomna heim „Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma. 10. apríl 2024 10:53