Lítið opið „bónbréf“ til forseta Alþingis Lúðvík Bergvinsson skrifar 10. apríl 2024 14:31 Kæri Birgir. Það er ekki einfalt að halda uppi skipulagi í mannlegu samfélagi, enda flóran fjölbreytt. Meðan sumir eru eigingjarnir hugsa aðrir um almannahag; meðan sumir eru góðviljaðir ræður hatur för hjá öðrum. Þá vilja sumir fá að vera í friði meðan aðrir telja sig fædda leiðtoga og elska fjölmenni. Þannig er þetta bara. Allskonar. Þetta þekkjum við báðir. Hugmyndinni um skipulag er ætlað að tryggja að sem flestir fái notið sín í okkar samfélagi á eigin forsendum. Okkar þjóðskipulag tekur mið af því að valdið sé hjá þjóðinni. Í kosningum til Alþingis er þessu valdi, a.m.k. að hluta og tímabundið, fyrirkomið hjá kjörnum fulltrúum. Þessir fulltrúar fara með lagasetningarvald og taka m.a. ákvarðanir um hvaða tekna skuli afla og hvernig þeim skuli varið. Þetta gera þeir fyrst og fremst með því að greiða atkvæði. Frá Alþingi hríslast valdið svo áfram niður til framkvæmdastjórnar, þ.e. ríkisstjórnar og einstaka ráðherra, sem á stundum virðast halda að uppspretta valdsins sé hjá þeim. Það er misskilningur. Það vitum við báðir. Þetta lýðræðislega fyrirkomulag okkar er vitaskuld ekki fullkomið, en mögulega það skásta sem við höfum. Það þarf því að gæta vel að lýðræðinu og ef við berjumst ekki fyrir því tapast það og sérhagsmunagæslan verður alfarið ofan á. Við það deyr hugmyndin um skipulag í þágu almannahags; þá er stutt í ófriðinn. Það viljum við ekki. Setning búvörulaga Þá er komið að erindinu minn kæri Birgir. Þannig er að ég hef alltaf álitið forseta þingsins helstan varðgæslumann lýðræðis hér á landi og því ábyrgð hans mikil. Hann er í mínum huga nokkurskonar stjórnarformaður í öllu kompaníinu og ætlað það hlutverk að líta til með framkvæmdastjórninni. Hann þarf að tryggja að Alþingi standi undir því hlutverki sem því er falið. Á því virðist, því miður, hafa orðið nokkur misbrestur. Ef marka má tíðindi virðist sem einn nýgræðingur á Alþingi hafi strax eftir síðustu kosningar, þ.e. sem nú situr á stóli formanns atvinnuveganefndar, misst af afar mikilvægum kynningarfundi Alþingis hvað varðar hlutverk þingsins. Þetta verður ráðið af því að margt bendir til að hann hafa skundað einn síns liðs í Skagafjörð með lagafrumvarp matvælaráðherra um búvörulög upp á vasann og falið Kaupfélagi á staðnum að endurskrifa allt efni þess. Leiðarstefið virðist hafa verið það að fulltrúar þeirra 3-4 aðila sem sjá um alla slátrun á kjöti í landinu, auk nánast alls innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt kvóta, þurfi ekki lengur að fara í Öskjuhlíðina til að taka ákvarðanir um verðmyndun. Nú megi þeir stunda sitt samráð fyrir opnum tjöldum. Með öðrum orðum að starfsemi þeirra lúti engum lögum hvað varðar samkeppni og verðmyndun. Af þeim sökum verði verslunin, almenningur og bændur að sætta sig við til framtíðar einhliða ákvarðanir einokunaraðila um verð við kaup eða sölu á kjöti. Að sögn talsmanna almannahagsmuna, sem hafa talsvert fjallað um þetta mál á opinberum vettvangi, mun á fundinum í Skagafirði hafa glitt í allan Framsóknarflokkinn og jafnvel mátt sjá til Óla Björns Kárasonar gægjast uppúr brjóstvasa kaupfélagsstjórans. Nýgræðingurinn er líka sagður hafa sagt að hann hefði fullt vald til að útvista lagasetningarvaldi Alþingis í Fjörðinn, enda njóti hann verndar bæði Katrínar og Bjarna í þessu bixi. Hann hafi því verið nokkuð hróðugur. Það undarlega við þetta allt saman, minn kæri Birgir, er það að þetta gekk allt saman eftir í þeim skilningi að útvistunarlögin úr Skagafirðinum voru samþykkt sem lög frá Alþingi. Ég er því hræddur um að hér hafi orðið alvarlegt lýðræðislegt stórslys. Bónin Það er því ekki að ástæðulausu, kæri Birgir, að ég leita nú til þín fyrir hönd þeirra sem kaupa kjöt til að neyslu, jafnvel bara um helgar. Sem helsti varðgæslumaður lýðræðis er vandséð að betri maður en þú finnist til verksins og lagfæri það sem miður fór í héraði. Í samræmi við framangreint langar mig að biðja þig, lengstra orða, að hlutast til um það fyrir mig og marga aðra í svipaðri stöðu, að þessi nýsamþykktu búvörulög verði felld úr gildi, því eins og sagt var forðum, ef við slítum í sundur lögin er hættan sú að friðurinn sé úti. Við látum það ekki gerast á þinni vakt. Þinn einlægur, Lúðvík Bergvinsson, hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Landbúnaður Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Sjá meira
Kæri Birgir. Það er ekki einfalt að halda uppi skipulagi í mannlegu samfélagi, enda flóran fjölbreytt. Meðan sumir eru eigingjarnir hugsa aðrir um almannahag; meðan sumir eru góðviljaðir ræður hatur för hjá öðrum. Þá vilja sumir fá að vera í friði meðan aðrir telja sig fædda leiðtoga og elska fjölmenni. Þannig er þetta bara. Allskonar. Þetta þekkjum við báðir. Hugmyndinni um skipulag er ætlað að tryggja að sem flestir fái notið sín í okkar samfélagi á eigin forsendum. Okkar þjóðskipulag tekur mið af því að valdið sé hjá þjóðinni. Í kosningum til Alþingis er þessu valdi, a.m.k. að hluta og tímabundið, fyrirkomið hjá kjörnum fulltrúum. Þessir fulltrúar fara með lagasetningarvald og taka m.a. ákvarðanir um hvaða tekna skuli afla og hvernig þeim skuli varið. Þetta gera þeir fyrst og fremst með því að greiða atkvæði. Frá Alþingi hríslast valdið svo áfram niður til framkvæmdastjórnar, þ.e. ríkisstjórnar og einstaka ráðherra, sem á stundum virðast halda að uppspretta valdsins sé hjá þeim. Það er misskilningur. Það vitum við báðir. Þetta lýðræðislega fyrirkomulag okkar er vitaskuld ekki fullkomið, en mögulega það skásta sem við höfum. Það þarf því að gæta vel að lýðræðinu og ef við berjumst ekki fyrir því tapast það og sérhagsmunagæslan verður alfarið ofan á. Við það deyr hugmyndin um skipulag í þágu almannahags; þá er stutt í ófriðinn. Það viljum við ekki. Setning búvörulaga Þá er komið að erindinu minn kæri Birgir. Þannig er að ég hef alltaf álitið forseta þingsins helstan varðgæslumann lýðræðis hér á landi og því ábyrgð hans mikil. Hann er í mínum huga nokkurskonar stjórnarformaður í öllu kompaníinu og ætlað það hlutverk að líta til með framkvæmdastjórninni. Hann þarf að tryggja að Alþingi standi undir því hlutverki sem því er falið. Á því virðist, því miður, hafa orðið nokkur misbrestur. Ef marka má tíðindi virðist sem einn nýgræðingur á Alþingi hafi strax eftir síðustu kosningar, þ.e. sem nú situr á stóli formanns atvinnuveganefndar, misst af afar mikilvægum kynningarfundi Alþingis hvað varðar hlutverk þingsins. Þetta verður ráðið af því að margt bendir til að hann hafa skundað einn síns liðs í Skagafjörð með lagafrumvarp matvælaráðherra um búvörulög upp á vasann og falið Kaupfélagi á staðnum að endurskrifa allt efni þess. Leiðarstefið virðist hafa verið það að fulltrúar þeirra 3-4 aðila sem sjá um alla slátrun á kjöti í landinu, auk nánast alls innflutnings á landbúnaðarvörum samkvæmt kvóta, þurfi ekki lengur að fara í Öskjuhlíðina til að taka ákvarðanir um verðmyndun. Nú megi þeir stunda sitt samráð fyrir opnum tjöldum. Með öðrum orðum að starfsemi þeirra lúti engum lögum hvað varðar samkeppni og verðmyndun. Af þeim sökum verði verslunin, almenningur og bændur að sætta sig við til framtíðar einhliða ákvarðanir einokunaraðila um verð við kaup eða sölu á kjöti. Að sögn talsmanna almannahagsmuna, sem hafa talsvert fjallað um þetta mál á opinberum vettvangi, mun á fundinum í Skagafirði hafa glitt í allan Framsóknarflokkinn og jafnvel mátt sjá til Óla Björns Kárasonar gægjast uppúr brjóstvasa kaupfélagsstjórans. Nýgræðingurinn er líka sagður hafa sagt að hann hefði fullt vald til að útvista lagasetningarvaldi Alþingis í Fjörðinn, enda njóti hann verndar bæði Katrínar og Bjarna í þessu bixi. Hann hafi því verið nokkuð hróðugur. Það undarlega við þetta allt saman, minn kæri Birgir, er það að þetta gekk allt saman eftir í þeim skilningi að útvistunarlögin úr Skagafirðinum voru samþykkt sem lög frá Alþingi. Ég er því hræddur um að hér hafi orðið alvarlegt lýðræðislegt stórslys. Bónin Það er því ekki að ástæðulausu, kæri Birgir, að ég leita nú til þín fyrir hönd þeirra sem kaupa kjöt til að neyslu, jafnvel bara um helgar. Sem helsti varðgæslumaður lýðræðis er vandséð að betri maður en þú finnist til verksins og lagfæri það sem miður fór í héraði. Í samræmi við framangreint langar mig að biðja þig, lengstra orða, að hlutast til um það fyrir mig og marga aðra í svipaðri stöðu, að þessi nýsamþykktu búvörulög verði felld úr gildi, því eins og sagt var forðum, ef við slítum í sundur lögin er hættan sú að friðurinn sé úti. Við látum það ekki gerast á þinni vakt. Þinn einlægur, Lúðvík Bergvinsson, hæstaréttarlögmaður.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun