„Þetta var ótrúlegt og ég hef aldrei upplifað svona lagað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2024 14:00 Þorgils Jón Svölu Baldursson og félagar í Karlskrona geta tryggt sér sigur í einvíginu gegn Västerås í kvöld. vísir/hulda margrét Einn íslensku leikmannanna hjá Karlskrona segist aldrei hafa lent í aðstæðum eins og í leik gegn Västerås í gær. Þá þurfti að endurtaka vítakast úr leik sem fór fram fjórum dögum fyrr. Á föstudaginn vann Karlskrona Västerås, 25-24, í leik í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Í þann mund sem leiktíminn rann út fékk Västerås vítakast. Dómarar leiksins mátu það hins vegar sem svo að leiktíminn hafi verið búinn, vítið var ekki tekið og Västerås tapaði leiknum. Leikmenn Västerås voru æfir og félagið kærði niðurstöðu leiksins í kjölfarið. Og hafði erindi sem erfiði. Sænska handknattleikssambandið ákvað að taka þyrfti vítakastið og leika svo til þrautar ef Västerås myndi skora úr því. Þrír Íslendingar leika með Karlskrona; Ólafur Guðmundsson, Dagur Sverrir Kristjánsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson. Að sögn þess síðastnefna var andrúmsloftið þegar vítakastið var tekið í gær nokkuð sérstakt. „Þetta var ótrúlegt og ég hef aldrei upplifað svona lagað,“ sagði Þorgils í samtali við Vísi í dag. „Allt átti að vera eins og á föstudaginn. Vítið tekið á sama stað og það átti að vera, sömu leikmenn í hóp og þannig. En ekki sömu dómarar. Ég náði ekki af hverju. Við undurbjuggum okkur bara eins og um annan leik væri að ræða, hittumst á sama tíma, hituðum vel upp og gerðum ráð fyrir að við værum að fara í framlengingu. Ekki bara treysta á þetta eina víti.“ Phil Döhler, sem lék með FH um árabil, freistaði þess að verja vítið en tókst það ekki og því þurfti að framlengja, í tvisvar sinnum fimm mínútur. „Síðan kom bara framlenging sem við höfðum betur í og það gekk vel,“ sagði Þorgils en Karlskrona vann framlenginguna, 5-1. Fjöldi manns var mættur á leikinn til að fylgjast mögulega með einungis einu víti. Phil Döhler reyndi að verja vítið fræga.vísir/vilhelm „Þeir sem voru á síðasta leik máttu ekki koma en þeir sem voru búnir að kaupa miða á leikinn í dag máttu koma. Það mættu mun fleiri en ég hélt. Þegar við mættum út á völl og verið var að undirbúa vítið voru einhver hundruð manns mættir. Það var vissulega mjög undarlegt; kannski hefðu allir farið heim eftir vítið,“ sagði Þorgils. Hann segir að leikmenn Karlskrona hafi tekið öllu þessu havaríi með miklu jafnaðargeði. „Við fengum bara að heyra að svona væri þetta. Það væri búið að dæma í þessu og við gætum ekkert gert. Það var einhver pæling hjá Karlskrona að áfrýja niðurstöðunni en það yrði aldrei tekið til skoðunar fyrr en eftir einvígið. Við áttum bara að vinna þetta, fannst mér,“ sagði Þorgils en Karlskrona er 2-0 yfir í einvíginu gegn Västerås og getur tryggt sér sigur í því með því að vinna leik liðanna í kvöld. „Við stefnum á það og erum vel undirbúnir. Við stefnum á að vinna og taka þetta, 3-0, eða 4-0,“ sagði Þorgils léttur en liðin hafa jú þurft að mæta þrisvar sinnum til leiks þrátt fyrir að staðan í einvíginu sé 2-0. Þorgils varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val áður en hann hélt utan.vísir/hulda margrét Þorgils gekk í raðir Karlskrona frá Val í sumar. Hann kann vel við sig í sænska boltanum. „Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt. Þeir spila öðruvísi handbolta, aðrar áherslur bæði í vörn og sókn, þannig mér finnst ég hafa lært mikið hérna. Það tók smá tíma að ná tökum á þessu,“ sagði Þorgils sem segir að það hjálpi mikið að vera með tvo aðra Íslendinga og hinn íslenskumælandi Döhler með sér í liði. „Það hefur skipt miklu máli. Ég hef til dæmis fengið mikla hjálp frá Óla sem er reyndur og svo er líka gott að vera með Phil og Dag. Þetta hefur gengið betur en ég þorði að vona.“ Sænski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Á föstudaginn vann Karlskrona Västerås, 25-24, í leik í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Í þann mund sem leiktíminn rann út fékk Västerås vítakast. Dómarar leiksins mátu það hins vegar sem svo að leiktíminn hafi verið búinn, vítið var ekki tekið og Västerås tapaði leiknum. Leikmenn Västerås voru æfir og félagið kærði niðurstöðu leiksins í kjölfarið. Og hafði erindi sem erfiði. Sænska handknattleikssambandið ákvað að taka þyrfti vítakastið og leika svo til þrautar ef Västerås myndi skora úr því. Þrír Íslendingar leika með Karlskrona; Ólafur Guðmundsson, Dagur Sverrir Kristjánsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson. Að sögn þess síðastnefna var andrúmsloftið þegar vítakastið var tekið í gær nokkuð sérstakt. „Þetta var ótrúlegt og ég hef aldrei upplifað svona lagað,“ sagði Þorgils í samtali við Vísi í dag. „Allt átti að vera eins og á föstudaginn. Vítið tekið á sama stað og það átti að vera, sömu leikmenn í hóp og þannig. En ekki sömu dómarar. Ég náði ekki af hverju. Við undurbjuggum okkur bara eins og um annan leik væri að ræða, hittumst á sama tíma, hituðum vel upp og gerðum ráð fyrir að við værum að fara í framlengingu. Ekki bara treysta á þetta eina víti.“ Phil Döhler, sem lék með FH um árabil, freistaði þess að verja vítið en tókst það ekki og því þurfti að framlengja, í tvisvar sinnum fimm mínútur. „Síðan kom bara framlenging sem við höfðum betur í og það gekk vel,“ sagði Þorgils en Karlskrona vann framlenginguna, 5-1. Fjöldi manns var mættur á leikinn til að fylgjast mögulega með einungis einu víti. Phil Döhler reyndi að verja vítið fræga.vísir/vilhelm „Þeir sem voru á síðasta leik máttu ekki koma en þeir sem voru búnir að kaupa miða á leikinn í dag máttu koma. Það mættu mun fleiri en ég hélt. Þegar við mættum út á völl og verið var að undirbúa vítið voru einhver hundruð manns mættir. Það var vissulega mjög undarlegt; kannski hefðu allir farið heim eftir vítið,“ sagði Þorgils. Hann segir að leikmenn Karlskrona hafi tekið öllu þessu havaríi með miklu jafnaðargeði. „Við fengum bara að heyra að svona væri þetta. Það væri búið að dæma í þessu og við gætum ekkert gert. Það var einhver pæling hjá Karlskrona að áfrýja niðurstöðunni en það yrði aldrei tekið til skoðunar fyrr en eftir einvígið. Við áttum bara að vinna þetta, fannst mér,“ sagði Þorgils en Karlskrona er 2-0 yfir í einvíginu gegn Västerås og getur tryggt sér sigur í því með því að vinna leik liðanna í kvöld. „Við stefnum á það og erum vel undirbúnir. Við stefnum á að vinna og taka þetta, 3-0, eða 4-0,“ sagði Þorgils léttur en liðin hafa jú þurft að mæta þrisvar sinnum til leiks þrátt fyrir að staðan í einvíginu sé 2-0. Þorgils varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með Val áður en hann hélt utan.vísir/hulda margrét Þorgils gekk í raðir Karlskrona frá Val í sumar. Hann kann vel við sig í sænska boltanum. „Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt. Þeir spila öðruvísi handbolta, aðrar áherslur bæði í vörn og sókn, þannig mér finnst ég hafa lært mikið hérna. Það tók smá tíma að ná tökum á þessu,“ sagði Þorgils sem segir að það hjálpi mikið að vera með tvo aðra Íslendinga og hinn íslenskumælandi Döhler með sér í liði. „Það hefur skipt miklu máli. Ég hef til dæmis fengið mikla hjálp frá Óla sem er reyndur og svo er líka gott að vera með Phil og Dag. Þetta hefur gengið betur en ég þorði að vona.“
Sænski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti