Stál í stál í Lundúnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2024 21:00 Úr leik kvöldsins. EPA-EFE/ANDY RAIN Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. Heimamenn hafa verið frábærir að undanförnu og eru í bullandi toppbaráttu á Englandi á meðan gestirnir eru í þann mund að horfa á annað lið verða Þýskalandsmeistari í fyrsta skipti í meira en áratug. Það kom því lítið á óvart þegar Skytturnar komust yfir snemma leiks. Þar var að verki Bukayo Saka eftir undirbúning Ben White. #UCL pic.twitter.com/6R3BoWNOUd— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 9, 2024 Skömmu áður en Skytturnar komust yfir fékk vinstri bakvörður Bayern, Alphonso Davies, gult spjald sem þýðir að hann verður hvergi sjáanlegur þegar liðin mætast í Þýskalandi. Hvað varðar forystu heimamanna þá entist hún aðeins í sex mínútur. Fyrrverandi leikmaður Arsenal, Serge Gnabry, sá til þess. Leon Goretzka renndi boltanum á Gnabry sem kláraði færið af mikilli yfirvegun og kom David Raya engum vörnum við í marki heimamanna. He came to cook #UCL pic.twitter.com/tGrPU6OkaT— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 9, 2024 Það var svo þegar rétt rúmlega hálftími var liðinn sem vítaspyrna var dæmd. Leroy Sané fékk boltann við miðlínu og tók á rás. Hann hristi af sér hvern varnarmann Arsenal á fætur öðrum áður en það var brotið á honum innan vítateigs. Harry Kane, fyrrverandi leikmaður Tottenham Hotspur, steig á punktinn og kom Bæjurum yfir. Reyndist það síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan 1-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Harry Kane in north London #UCL pic.twitter.com/6VXtXc0U6O— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 9, 2024 Aðeins eitt mark var skorað í síðari hálfleik. Það gerði Leandro Trossard eftir undirbúning Gabríel Jesús og staðan orðin 2-2. Fleiri mörk voru ekki skoruð og það er því til alls að vinna á Allianz-vellinum þann 17. apríl. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. Heimamenn hafa verið frábærir að undanförnu og eru í bullandi toppbaráttu á Englandi á meðan gestirnir eru í þann mund að horfa á annað lið verða Þýskalandsmeistari í fyrsta skipti í meira en áratug. Það kom því lítið á óvart þegar Skytturnar komust yfir snemma leiks. Þar var að verki Bukayo Saka eftir undirbúning Ben White. #UCL pic.twitter.com/6R3BoWNOUd— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 9, 2024 Skömmu áður en Skytturnar komust yfir fékk vinstri bakvörður Bayern, Alphonso Davies, gult spjald sem þýðir að hann verður hvergi sjáanlegur þegar liðin mætast í Þýskalandi. Hvað varðar forystu heimamanna þá entist hún aðeins í sex mínútur. Fyrrverandi leikmaður Arsenal, Serge Gnabry, sá til þess. Leon Goretzka renndi boltanum á Gnabry sem kláraði færið af mikilli yfirvegun og kom David Raya engum vörnum við í marki heimamanna. He came to cook #UCL pic.twitter.com/tGrPU6OkaT— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 9, 2024 Það var svo þegar rétt rúmlega hálftími var liðinn sem vítaspyrna var dæmd. Leroy Sané fékk boltann við miðlínu og tók á rás. Hann hristi af sér hvern varnarmann Arsenal á fætur öðrum áður en það var brotið á honum innan vítateigs. Harry Kane, fyrrverandi leikmaður Tottenham Hotspur, steig á punktinn og kom Bæjurum yfir. Reyndist það síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan 1-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Harry Kane in north London #UCL pic.twitter.com/6VXtXc0U6O— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 9, 2024 Aðeins eitt mark var skorað í síðari hálfleik. Það gerði Leandro Trossard eftir undirbúning Gabríel Jesús og staðan orðin 2-2. Fleiri mörk voru ekki skoruð og það er því til alls að vinna á Allianz-vellinum þann 17. apríl.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti