Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar 9. apríl 2024 07:00 Nú hefur sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson tilkynnt þá virðingarverðu ákvörðun sína, að taka ekki að sér að lýsa Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þetta árið. Gísli þykir almennt bæði fær og fróður lýsandi, enda hefur hann lýst keppninni með hléum frá árinu 2003, og óslitið frá árinu 2016. Ástæðan sem Gísli gefur upp fyrir ákvörðun sinni er sú að honum ofbýður bæði framganga Ísraels á Gaza og skortur á viðbrögðum Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva við henni. Hvort sem það hafi verið meðvitað eða ekki þá fellur ákvörðun Gísla undir menningarlega sniðgöngu. Gísli bætist því í vaxandi hóp fólks sem tekur afstöðu gegn árásum Ísraelshers á íbúa Gaza og kýs að beita þeirri friðsamlegu aðferð sem sniðganga er. Menningarleg sniðganga er hluti af aðferðum BDS (BoycottDivestSanction) hreyfingarinnar, sem var stofnuð af palestínskum samtökum árið 2005. Hreyfingin leitast við að hafa áhrif á ísraelsk stjórnvöld með alþjóðlegri sniðgöngu, fjárlosun og viðskiptaþvingunum. Sá hluti sniðgöngunnar sem snýr að menningu reynir meðal annars að koma í veg fyrir að ísraelsk stjórnvöld noti menningarviðburði á borð við Söngvakeppnina til að hvítþvo, og í tilfelli Eurovision bæði hvít- og bleikþvo, ímynd sína á alþjóðavettvangi. Í tilkynningunni, sem Gísli Marteinn sendi frá sér á samskiptamiðlinum Instagram tekur hann einnig fram að fyrir honum snúist Söngvakeppnin um stemningu og gleði en hann finni fyrir hvorugu í keppninni í ár. Sá hluti yfirlýsingarinnar er afar skiljanlegur því hvernig er hægt að finna gleði og stemningu þegar 13.000 palestínsk börn hafa verið myrt af Ísraelsher á hálfu ári? Á dögunum komust tónlistargagnrýnendur hjá Norska Ríkisútvarpinu, NRK og tónlistarfræðingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen, að sömu niðurstöðu og Gísli og tilkynntu að þau myndu ekki með neinu móti fjalla um Söngvakeppnina 2024, heldur sniðganga keppnina vegna þjóðarmorðs ísraelskra stjórnvalda á palestínsku þjóðinni. Einnig hefur gengið erfiðlega hjá aðstandendum keppninnar að fá tónlistarfólk til að troða upp í Eurovision-þorpinu í Malmö í ár því fjöldi sænskra hljómsveita neitar að taka þátt af sömu ástæðum. Engan þarf að undra viðbrögð norsku og íslensku gagnrýnendanna, sænska tónlistarfólksins og Gísla, enda ætti ekkert að vera eðlilegra en að láta réttlætis- og siðferðiskennd ráða för þegar fólk tekur ákvarðanir. Viðbrögðin eru þó, ótrúlegt en satt, eins og vin í eyðimörkinni því fólk og stofnanir forðast að taka afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Það er til að mynda hæsta máta undarlegt að stjórnendur RÚV hafi á engum tímapunkti hugsað með sér: „Er ekki kaldranalegt að taka þátt í stærsta glimmerpartýi Evrópu á sama tíma og ein keppnisþjóðanna murkar líf úr heilli þjóð. Ættum við kannski að sleppa því í þetta sinn?” Það er ofar mínum skilningi hvernig þátttaka okkar í Eurovision í ár var réttlætt. Sér í lagi þar sem við höfum mjög skýrt dæmi um hvernig hægt er að bregðast við þegar ein keppnisþjóð ræðst á aðra: Rússland hefur ekki fengið að vera með í Eurovision síðan ríkið réðst inn í Úkraínu 2022. Keppnin rúllaði þó áfram, Rússlandslaus, og í ofanálag kusu áhorfendur Úkraínu sem sigurvegara. Einfalt mál, búið, bless. Í kjölfarið var Rússland einnig útilokað frá helstu íþrótta- og menningarviðburðum um alla Evrópu. Rauðum samstöðudregli hefur verið rúllað um stofnanir og borgir og úkraínski fáninn blaktir við himininn hvert sem litið er. Þegar stuðning við Palestínu ber hins vegar á góma þá verður málið skyndilega svo flókið að meira að segja yfirlýsta friðarborgin Reykjavík getur ekki flaggað palestínska fánanum - og RÚV neitar að taka afstöðu. Það er því kærkomið þegar fólk eins og Gísli stendur upp og segir stopp, og því ber að fagna. Með yfirlýsingu sinni býr hann til skjól fyrir næstu manneskju og auðveldar henni að taka afstöðu og þannig, koll af kolli, verður til umhverfi þar sem fólk getur tekið lýst yfir afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði. Að lokum langar mig að beina orðum mínum til þeirra sem eru í mögulega í þeirri aðstöðu að fylla í skarð Gísla og lýsa keppninni í ár: Hvernig myndirðu réttlæta þá ákvörðun ef manneskja frá Gaza myndi spyrja þig út í hana? Höfundur er tónlistakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson tilkynnt þá virðingarverðu ákvörðun sína, að taka ekki að sér að lýsa Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þetta árið. Gísli þykir almennt bæði fær og fróður lýsandi, enda hefur hann lýst keppninni með hléum frá árinu 2003, og óslitið frá árinu 2016. Ástæðan sem Gísli gefur upp fyrir ákvörðun sinni er sú að honum ofbýður bæði framganga Ísraels á Gaza og skortur á viðbrögðum Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva við henni. Hvort sem það hafi verið meðvitað eða ekki þá fellur ákvörðun Gísla undir menningarlega sniðgöngu. Gísli bætist því í vaxandi hóp fólks sem tekur afstöðu gegn árásum Ísraelshers á íbúa Gaza og kýs að beita þeirri friðsamlegu aðferð sem sniðganga er. Menningarleg sniðganga er hluti af aðferðum BDS (BoycottDivestSanction) hreyfingarinnar, sem var stofnuð af palestínskum samtökum árið 2005. Hreyfingin leitast við að hafa áhrif á ísraelsk stjórnvöld með alþjóðlegri sniðgöngu, fjárlosun og viðskiptaþvingunum. Sá hluti sniðgöngunnar sem snýr að menningu reynir meðal annars að koma í veg fyrir að ísraelsk stjórnvöld noti menningarviðburði á borð við Söngvakeppnina til að hvítþvo, og í tilfelli Eurovision bæði hvít- og bleikþvo, ímynd sína á alþjóðavettvangi. Í tilkynningunni, sem Gísli Marteinn sendi frá sér á samskiptamiðlinum Instagram tekur hann einnig fram að fyrir honum snúist Söngvakeppnin um stemningu og gleði en hann finni fyrir hvorugu í keppninni í ár. Sá hluti yfirlýsingarinnar er afar skiljanlegur því hvernig er hægt að finna gleði og stemningu þegar 13.000 palestínsk börn hafa verið myrt af Ísraelsher á hálfu ári? Á dögunum komust tónlistargagnrýnendur hjá Norska Ríkisútvarpinu, NRK og tónlistarfræðingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen, að sömu niðurstöðu og Gísli og tilkynntu að þau myndu ekki með neinu móti fjalla um Söngvakeppnina 2024, heldur sniðganga keppnina vegna þjóðarmorðs ísraelskra stjórnvalda á palestínsku þjóðinni. Einnig hefur gengið erfiðlega hjá aðstandendum keppninnar að fá tónlistarfólk til að troða upp í Eurovision-þorpinu í Malmö í ár því fjöldi sænskra hljómsveita neitar að taka þátt af sömu ástæðum. Engan þarf að undra viðbrögð norsku og íslensku gagnrýnendanna, sænska tónlistarfólksins og Gísla, enda ætti ekkert að vera eðlilegra en að láta réttlætis- og siðferðiskennd ráða för þegar fólk tekur ákvarðanir. Viðbrögðin eru þó, ótrúlegt en satt, eins og vin í eyðimörkinni því fólk og stofnanir forðast að taka afstöðu gegn þjóðarmorðinu. Það er til að mynda hæsta máta undarlegt að stjórnendur RÚV hafi á engum tímapunkti hugsað með sér: „Er ekki kaldranalegt að taka þátt í stærsta glimmerpartýi Evrópu á sama tíma og ein keppnisþjóðanna murkar líf úr heilli þjóð. Ættum við kannski að sleppa því í þetta sinn?” Það er ofar mínum skilningi hvernig þátttaka okkar í Eurovision í ár var réttlætt. Sér í lagi þar sem við höfum mjög skýrt dæmi um hvernig hægt er að bregðast við þegar ein keppnisþjóð ræðst á aðra: Rússland hefur ekki fengið að vera með í Eurovision síðan ríkið réðst inn í Úkraínu 2022. Keppnin rúllaði þó áfram, Rússlandslaus, og í ofanálag kusu áhorfendur Úkraínu sem sigurvegara. Einfalt mál, búið, bless. Í kjölfarið var Rússland einnig útilokað frá helstu íþrótta- og menningarviðburðum um alla Evrópu. Rauðum samstöðudregli hefur verið rúllað um stofnanir og borgir og úkraínski fáninn blaktir við himininn hvert sem litið er. Þegar stuðning við Palestínu ber hins vegar á góma þá verður málið skyndilega svo flókið að meira að segja yfirlýsta friðarborgin Reykjavík getur ekki flaggað palestínska fánanum - og RÚV neitar að taka afstöðu. Það er því kærkomið þegar fólk eins og Gísli stendur upp og segir stopp, og því ber að fagna. Með yfirlýsingu sinni býr hann til skjól fyrir næstu manneskju og auðveldar henni að taka afstöðu og þannig, koll af kolli, verður til umhverfi þar sem fólk getur tekið lýst yfir afstöðu með mannréttindum og gegn þjóðarmorði. Að lokum langar mig að beina orðum mínum til þeirra sem eru í mögulega í þeirri aðstöðu að fylla í skarð Gísla og lýsa keppninni í ár: Hvernig myndirðu réttlæta þá ákvörðun ef manneskja frá Gaza myndi spyrja þig út í hana? Höfundur er tónlistakona.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar