Hryðjuverkamálið til Landsréttar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. apríl 2024 17:18 Ísidór Nathansson og Sindri Snær Birgisson eru sakborningar í málinu. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í hinu svokallaða hryðjuverkamáli til Landsréttar. Áfrýjað er til sakfellingar fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í þeirri tilraun. Sindri snær Birgisson og Ísidór Nathansson voru sýknaðir í héraðsdómi af þeim hluta málsins. Þetta kom fram í svari við skriflegri fyrirspurn mbl.is. Ríkissaksóknari krefst einnig staðfestingar á sakfellingu í þeim hluta málsins sem snýr að vopnalagabroti. Farið er fram á refsiþyngingu. Sindri Snær hlaut tveggja ára dóm og Ísidór átján mánaða dóm. Sakborningarnir voru handteknir þann 21. september 2022 í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar Ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi og Mosfellsbæ. Þeir voru fyrst ákærðir í október sama árs en ákærunni var vísað frá dómi í febrúar ári síðar. Í júní á síðasta ári ákærði embætti héraðssaksóknara þá aftur og var sú ákæra talsvert lengri og ítarlegri. Mikið hefur verið fjallað um mál þeirra tveggja í fjölmiðlum undanfarin ár. Sindri og Ísidór hlutu dóm fyrir vopnalagabrot sem þeir játuðu að hluta til en voru sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að skipulagningu hryðjuverka. „Í mínum huga er ekki tilefni til þess að áfrýja þessu áfram. Þó að þetta sé fyrsta hryðjuverkamálið þá reynir þetta bara á tilraun. Ég hef trú á því að héraðsdómur hafi farið eftir fræðibókunum um tilraun og þá hlutdeild í tilefni hans umbjóðanda. Það eru engin rök sem mæla sérstaklega með áfrýjun,“ hafði Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakbornings málsins, að segja eftir að dómur var upp kveðinn. Embætti ríkissaksóknara hefur þó greinilega talið tilefni til áfrýjunar. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir „Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42 Sindri fékk tveggja ára dóm og Ísidór átján mánuði Sakborningarnir í hryðjuverkamálinu svokallaða voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær Birgisson, 26 ára, hlaut 24 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 25 ára, hlaut átján mánaða fangelsisdóm. 12. mars 2024 13:04 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Þetta kom fram í svari við skriflegri fyrirspurn mbl.is. Ríkissaksóknari krefst einnig staðfestingar á sakfellingu í þeim hluta málsins sem snýr að vopnalagabroti. Farið er fram á refsiþyngingu. Sindri Snær hlaut tveggja ára dóm og Ísidór átján mánaða dóm. Sakborningarnir voru handteknir þann 21. september 2022 í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar Ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi og Mosfellsbæ. Þeir voru fyrst ákærðir í október sama árs en ákærunni var vísað frá dómi í febrúar ári síðar. Í júní á síðasta ári ákærði embætti héraðssaksóknara þá aftur og var sú ákæra talsvert lengri og ítarlegri. Mikið hefur verið fjallað um mál þeirra tveggja í fjölmiðlum undanfarin ár. Sindri og Ísidór hlutu dóm fyrir vopnalagabrot sem þeir játuðu að hluta til en voru sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að skipulagningu hryðjuverka. „Í mínum huga er ekki tilefni til þess að áfrýja þessu áfram. Þó að þetta sé fyrsta hryðjuverkamálið þá reynir þetta bara á tilraun. Ég hef trú á því að héraðsdómur hafi farið eftir fræðibókunum um tilraun og þá hlutdeild í tilefni hans umbjóðanda. Það eru engin rök sem mæla sérstaklega með áfrýjun,“ hafði Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakbornings málsins, að segja eftir að dómur var upp kveðinn. Embætti ríkissaksóknara hefur þó greinilega talið tilefni til áfrýjunar.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir „Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42 Sindri fékk tveggja ára dóm og Ísidór átján mánuði Sakborningarnir í hryðjuverkamálinu svokallaða voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær Birgisson, 26 ára, hlaut 24 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 25 ára, hlaut átján mánaða fangelsisdóm. 12. mars 2024 13:04 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
„Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42
Sindri fékk tveggja ára dóm og Ísidór átján mánuði Sakborningarnir í hryðjuverkamálinu svokallaða voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær Birgisson, 26 ára, hlaut 24 mánaða fangelsisdóm og Ísidór Nathansson, 25 ára, hlaut átján mánaða fangelsisdóm. 12. mars 2024 13:04