Telur að ríkisstjórnin lifi þetta ekki af Bjarki Sigurðsson skrifar 8. apríl 2024 15:46 Sigmar Guðmundsson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, kallar eftir því að Íslendingar kjósi til Alþingis þar sem ríkisstjórnin hafi engan vilja til þess að gera betri hluti fyrir þjóðina. Hann segir atburðarás síðustu daga afar áhugaverða. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Sigmar að loknum þingfundi í dag. Þingfundurinn var einungis þrjár mínútur þar sem forseti Alþingis las upp tilkynningar og sleit að lokum fundi. Sigmar segist taka því fagnandi. „Við gerðum mjög miklar athugasemdir við það að það væru fullt af stjórnarmálum á dagskrá og óundirbúinn fyrirspurnatími með ráðherrum sem enginn veit hvort verði í embætti í þeim ráðuneytum lengur. Þannig við fögnum því að forseti hafi tekið tillit til þess sem stjórnarandstaðan hafði fram að færa og það staðfestir að hér situr starfsstjórn í landinu og hún á ekkert með það að mæla fyrir málum sem við vitum ekki enn hvort er þingmeirihluti fyrir,“ segir Sigmar. Klippa: Kallar eftir kosningum Verði ekki miklar breytingar Hann segir það vera áhugavert að flokkar sem hafa starfað saman í ríkisstjórn í tæp sjö ár taki svo langan tíma til að átta sig á því hvort þeir vilji halda áfram að vinna saman eftir að forsætisráðherra baðst lausnar. „Mér finnst þetta segja okkur að ef þau ná saman þá verði ekki mikil breyting á því sem við höfum orðið vitni af, sem er að eini stöðugleikinn er sá að það er stöðugur óstöðugleiki,“ segir Sigmar. Alltaf sömu vandræðin Hann reiknar með því að erfiðast sé fyrir forystumenn flokkanna að ná lendingu um hvernig eigi að haga ríkisfjármálum og hver stefnan sé í orkumálunum. „Mér finnst líka mjög áhugavert þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar um að það þurfi ná einhverri lendingu í útlendingamálum því þau eru nýbúin að halda blaðamannafund um að það sé komin einhver skýr stefna og sýn í útlendingamálum og hælisleitendamálum. Þannig þau eru bara að vandræðast með nákvæmlega sömu málaflokka og við höfum séð vandræði hjá þeim með allt kjörtímabilið,“ segir Sigmar. Vill kosningar Hann sér ekki fyrir sér að ríkisstjórnin lifi fram á næsta haust. „Ég get ekki séð að það gerist, maður skal samt aldrei fullyrða neitt um það. En við sjáum að erindið er búið og ég held þau viti það alveg sjálf. Það er kannski óttinn við kosningar sem heldur þeim í stólunum heldur en það að það sé knýjandi vilji til þess að þessi stjórn fari að gera einhverja betri hluti. Ég held að þetta sé komið á endastöð og það er komið að því að kjósendur þessa lands gangi að kjörborðinu,“ segir Sigmar. Alþingi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Sigmar að loknum þingfundi í dag. Þingfundurinn var einungis þrjár mínútur þar sem forseti Alþingis las upp tilkynningar og sleit að lokum fundi. Sigmar segist taka því fagnandi. „Við gerðum mjög miklar athugasemdir við það að það væru fullt af stjórnarmálum á dagskrá og óundirbúinn fyrirspurnatími með ráðherrum sem enginn veit hvort verði í embætti í þeim ráðuneytum lengur. Þannig við fögnum því að forseti hafi tekið tillit til þess sem stjórnarandstaðan hafði fram að færa og það staðfestir að hér situr starfsstjórn í landinu og hún á ekkert með það að mæla fyrir málum sem við vitum ekki enn hvort er þingmeirihluti fyrir,“ segir Sigmar. Klippa: Kallar eftir kosningum Verði ekki miklar breytingar Hann segir það vera áhugavert að flokkar sem hafa starfað saman í ríkisstjórn í tæp sjö ár taki svo langan tíma til að átta sig á því hvort þeir vilji halda áfram að vinna saman eftir að forsætisráðherra baðst lausnar. „Mér finnst þetta segja okkur að ef þau ná saman þá verði ekki mikil breyting á því sem við höfum orðið vitni af, sem er að eini stöðugleikinn er sá að það er stöðugur óstöðugleiki,“ segir Sigmar. Alltaf sömu vandræðin Hann reiknar með því að erfiðast sé fyrir forystumenn flokkanna að ná lendingu um hvernig eigi að haga ríkisfjármálum og hver stefnan sé í orkumálunum. „Mér finnst líka mjög áhugavert þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar um að það þurfi ná einhverri lendingu í útlendingamálum því þau eru nýbúin að halda blaðamannafund um að það sé komin einhver skýr stefna og sýn í útlendingamálum og hælisleitendamálum. Þannig þau eru bara að vandræðast með nákvæmlega sömu málaflokka og við höfum séð vandræði hjá þeim með allt kjörtímabilið,“ segir Sigmar. Vill kosningar Hann sér ekki fyrir sér að ríkisstjórnin lifi fram á næsta haust. „Ég get ekki séð að það gerist, maður skal samt aldrei fullyrða neitt um það. En við sjáum að erindið er búið og ég held þau viti það alveg sjálf. Það er kannski óttinn við kosningar sem heldur þeim í stólunum heldur en það að það sé knýjandi vilji til þess að þessi stjórn fari að gera einhverja betri hluti. Ég held að þetta sé komið á endastöð og það er komið að því að kjósendur þessa lands gangi að kjörborðinu,“ segir Sigmar.
Alþingi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira