Telur að ríkisstjórnin lifi þetta ekki af Bjarki Sigurðsson skrifar 8. apríl 2024 15:46 Sigmar Guðmundsson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, kallar eftir því að Íslendingar kjósi til Alþingis þar sem ríkisstjórnin hafi engan vilja til þess að gera betri hluti fyrir þjóðina. Hann segir atburðarás síðustu daga afar áhugaverða. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Sigmar að loknum þingfundi í dag. Þingfundurinn var einungis þrjár mínútur þar sem forseti Alþingis las upp tilkynningar og sleit að lokum fundi. Sigmar segist taka því fagnandi. „Við gerðum mjög miklar athugasemdir við það að það væru fullt af stjórnarmálum á dagskrá og óundirbúinn fyrirspurnatími með ráðherrum sem enginn veit hvort verði í embætti í þeim ráðuneytum lengur. Þannig við fögnum því að forseti hafi tekið tillit til þess sem stjórnarandstaðan hafði fram að færa og það staðfestir að hér situr starfsstjórn í landinu og hún á ekkert með það að mæla fyrir málum sem við vitum ekki enn hvort er þingmeirihluti fyrir,“ segir Sigmar. Klippa: Kallar eftir kosningum Verði ekki miklar breytingar Hann segir það vera áhugavert að flokkar sem hafa starfað saman í ríkisstjórn í tæp sjö ár taki svo langan tíma til að átta sig á því hvort þeir vilji halda áfram að vinna saman eftir að forsætisráðherra baðst lausnar. „Mér finnst þetta segja okkur að ef þau ná saman þá verði ekki mikil breyting á því sem við höfum orðið vitni af, sem er að eini stöðugleikinn er sá að það er stöðugur óstöðugleiki,“ segir Sigmar. Alltaf sömu vandræðin Hann reiknar með því að erfiðast sé fyrir forystumenn flokkanna að ná lendingu um hvernig eigi að haga ríkisfjármálum og hver stefnan sé í orkumálunum. „Mér finnst líka mjög áhugavert þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar um að það þurfi ná einhverri lendingu í útlendingamálum því þau eru nýbúin að halda blaðamannafund um að það sé komin einhver skýr stefna og sýn í útlendingamálum og hælisleitendamálum. Þannig þau eru bara að vandræðast með nákvæmlega sömu málaflokka og við höfum séð vandræði hjá þeim með allt kjörtímabilið,“ segir Sigmar. Vill kosningar Hann sér ekki fyrir sér að ríkisstjórnin lifi fram á næsta haust. „Ég get ekki séð að það gerist, maður skal samt aldrei fullyrða neitt um það. En við sjáum að erindið er búið og ég held þau viti það alveg sjálf. Það er kannski óttinn við kosningar sem heldur þeim í stólunum heldur en það að það sé knýjandi vilji til þess að þessi stjórn fari að gera einhverja betri hluti. Ég held að þetta sé komið á endastöð og það er komið að því að kjósendur þessa lands gangi að kjörborðinu,“ segir Sigmar. Alþingi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Sigmar að loknum þingfundi í dag. Þingfundurinn var einungis þrjár mínútur þar sem forseti Alþingis las upp tilkynningar og sleit að lokum fundi. Sigmar segist taka því fagnandi. „Við gerðum mjög miklar athugasemdir við það að það væru fullt af stjórnarmálum á dagskrá og óundirbúinn fyrirspurnatími með ráðherrum sem enginn veit hvort verði í embætti í þeim ráðuneytum lengur. Þannig við fögnum því að forseti hafi tekið tillit til þess sem stjórnarandstaðan hafði fram að færa og það staðfestir að hér situr starfsstjórn í landinu og hún á ekkert með það að mæla fyrir málum sem við vitum ekki enn hvort er þingmeirihluti fyrir,“ segir Sigmar. Klippa: Kallar eftir kosningum Verði ekki miklar breytingar Hann segir það vera áhugavert að flokkar sem hafa starfað saman í ríkisstjórn í tæp sjö ár taki svo langan tíma til að átta sig á því hvort þeir vilji halda áfram að vinna saman eftir að forsætisráðherra baðst lausnar. „Mér finnst þetta segja okkur að ef þau ná saman þá verði ekki mikil breyting á því sem við höfum orðið vitni af, sem er að eini stöðugleikinn er sá að það er stöðugur óstöðugleiki,“ segir Sigmar. Alltaf sömu vandræðin Hann reiknar með því að erfiðast sé fyrir forystumenn flokkanna að ná lendingu um hvernig eigi að haga ríkisfjármálum og hver stefnan sé í orkumálunum. „Mér finnst líka mjög áhugavert þegar Sjálfstæðisflokkurinn talar um að það þurfi ná einhverri lendingu í útlendingamálum því þau eru nýbúin að halda blaðamannafund um að það sé komin einhver skýr stefna og sýn í útlendingamálum og hælisleitendamálum. Þannig þau eru bara að vandræðast með nákvæmlega sömu málaflokka og við höfum séð vandræði hjá þeim með allt kjörtímabilið,“ segir Sigmar. Vill kosningar Hann sér ekki fyrir sér að ríkisstjórnin lifi fram á næsta haust. „Ég get ekki séð að það gerist, maður skal samt aldrei fullyrða neitt um það. En við sjáum að erindið er búið og ég held þau viti það alveg sjálf. Það er kannski óttinn við kosningar sem heldur þeim í stólunum heldur en það að það sé knýjandi vilji til þess að þessi stjórn fari að gera einhverja betri hluti. Ég held að þetta sé komið á endastöð og það er komið að því að kjósendur þessa lands gangi að kjörborðinu,“ segir Sigmar.
Alþingi Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira