Leggur aftur fram vantrauststillögu á Svandísi Bjarki Sigurðsson skrifar 8. apríl 2024 14:39 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram nýja vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þingmenn flokksins krefjast þess að hún víki úr embætti þegar í stað. Tillagan er tilkomin vegna álits Umboðsmanns Alþingis á því þegar Svandís frestaði upphafi hvalveiða í fyrrasumar. Umboðsmaðurinn komst að þeirri niðurstöðu að frestunin hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. Í tilkynningu sem Flokkur fólksins sendi frá sér í dag segir að Svandís hafi brotið gegn lögmætisreglu og þar með 75. gr. stjórnarskrárinnar sem fjallar um atvinnufrelsi. Þá hafi hún brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. „Sjálf lýsti ráðherrann því yfir að hún hefði ekki lagaheimild til að afturkalla veiðileyfið. Engu að síður setti hún reglugerð án fyrirvara sem kom í veg fyrir nýtingu leyfisins. Ráðherra sem brýtur gegn lögum, brýtur gegn stjórnarskrá, þarf að axla ábyrgð gjörða sinna. Flokkur fólksins krefst þess að hún víki þegar í stað,“ segir í tilkynningunni. Inga hafði áður lagt fram vantrauststillögu á Svandísi í janúar á þessu ári en dró hana til baka sama dag þegar Svandís greindi frá því að hún hafi greinst með krabbamein og væri komin í veikindaleyfi. Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Vinstri græn Tengdar fréttir Inga dregur vantrauststillöguna til baka Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. 22. janúar 2024 15:29 Tíðindin breyti ekki afstöðu þingmanna til málsins Formaður Flokks fólksins segir ekkert annað hafa komið til greina en að draga til baka vantraust en hvalveiðimálið vofi þó enn yfir. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki hafa verið búinn að komast að afstöðu til vantrausts þegar tíðindi af veikindum ráðherra bárust. Tíðindin breyti þó ekki óánægju flokksins með málið. 22. janúar 2024 21:40 Svandísar bíði vantrauststillaga Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að hún muni leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar þing kemur saman í næstu viku, nú þegar ljóst er að Svandís snýr aftur til starfa eftir veikindaleyfi. 2. apríl 2024 12:11 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira
Tillagan er tilkomin vegna álits Umboðsmanns Alþingis á því þegar Svandís frestaði upphafi hvalveiða í fyrrasumar. Umboðsmaðurinn komst að þeirri niðurstöðu að frestunin hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. Í tilkynningu sem Flokkur fólksins sendi frá sér í dag segir að Svandís hafi brotið gegn lögmætisreglu og þar með 75. gr. stjórnarskrárinnar sem fjallar um atvinnufrelsi. Þá hafi hún brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. „Sjálf lýsti ráðherrann því yfir að hún hefði ekki lagaheimild til að afturkalla veiðileyfið. Engu að síður setti hún reglugerð án fyrirvara sem kom í veg fyrir nýtingu leyfisins. Ráðherra sem brýtur gegn lögum, brýtur gegn stjórnarskrá, þarf að axla ábyrgð gjörða sinna. Flokkur fólksins krefst þess að hún víki þegar í stað,“ segir í tilkynningunni. Inga hafði áður lagt fram vantrauststillögu á Svandísi í janúar á þessu ári en dró hana til baka sama dag þegar Svandís greindi frá því að hún hafi greinst með krabbamein og væri komin í veikindaleyfi.
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Vinstri græn Tengdar fréttir Inga dregur vantrauststillöguna til baka Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. 22. janúar 2024 15:29 Tíðindin breyti ekki afstöðu þingmanna til málsins Formaður Flokks fólksins segir ekkert annað hafa komið til greina en að draga til baka vantraust en hvalveiðimálið vofi þó enn yfir. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki hafa verið búinn að komast að afstöðu til vantrausts þegar tíðindi af veikindum ráðherra bárust. Tíðindin breyti þó ekki óánægju flokksins með málið. 22. janúar 2024 21:40 Svandísar bíði vantrauststillaga Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að hún muni leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar þing kemur saman í næstu viku, nú þegar ljóst er að Svandís snýr aftur til starfa eftir veikindaleyfi. 2. apríl 2024 12:11 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira
Inga dregur vantrauststillöguna til baka Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. 22. janúar 2024 15:29
Tíðindin breyti ekki afstöðu þingmanna til málsins Formaður Flokks fólksins segir ekkert annað hafa komið til greina en að draga til baka vantraust en hvalveiðimálið vofi þó enn yfir. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki hafa verið búinn að komast að afstöðu til vantrausts þegar tíðindi af veikindum ráðherra bárust. Tíðindin breyti þó ekki óánægju flokksins með málið. 22. janúar 2024 21:40
Svandísar bíði vantrauststillaga Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að hún muni leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar þing kemur saman í næstu viku, nú þegar ljóst er að Svandís snýr aftur til starfa eftir veikindaleyfi. 2. apríl 2024 12:11