Fara stúdentar til tannlæknis? Alexandra Ýr van Erven skrifar 8. apríl 2024 12:01 Spurningin er ein þeirra sem leitast er við að svara í lífskjararannsókn stúdenta sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja nú fyrir háskólanema. Það er gömul saga og ný að stúdentar lifa við bág kjör og hafa þeir hrópað sig hása um ófullnægjandi framfærslu og óöruggt stuðningskerfi í áraraðir. Í úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir yfirstandandi skólaár kemur fram að einstæður stúdent á leigumarkaði fær 237.214 kr. til framfærslu á mánuði. Það er óþarft að fara í málalengingar um áhrif verðbólgu á útgjöld en ef ske kynni að stjórnvöld búi í öðrum heimi en stúdentar þá skal því komið hér tryggilega til skila að 237.214 kr. duga skammt fyrir leigu, mat og öðru hefðbundnu uppihaldi á Íslandi í dag. Það sem við vitum aftur á móti ekki er hvaða áhrif þessi kjör hafa á líf stúdenta og aðgengi þeirra að námi. Í hvað fara tekjur stúdenta? Og í hvað duga þær ekki? Geta stúdentar borðað eina staðgóða máltíð á dag og geta þau farið til sálfræðings ef þau þurfa? Af hverju vinna íslenskir stúdenta svona mikið? Tengist vaxandi aðsókn í fjarnám þessari atvinnuþátttöku? Þetta eru spurningar sem nauðsynlegt er að fá svör við svo hægt sé að krefja stjórnvöld um að bregðast við með viðeigandi hætti. Mikilvægt að líta til stóru myndarinnar Önnur aðkallandi spurning sem við verðum að leita allra leiða til að svara varðar aðgengi að námi í íslensku samfélagi. Skortur á stuðningi við námsmenn er ávísun á stéttskipt samfélag þar sem einstaklingar úr efnameiri fjölskyldum eiga betri möguleika á stunda nám. Þetta eru áhyggjur sem stúdentar hafa viðrað um nokkurt skeið og verður að taka alvarlega. Töluvert færri ungmenni hafa lokið háskólamenntun á Íslandi samanborið við Norðurlöndin og mikilvægt er að við finnum ástæðuna en getum ekki í eyðurnar. Er samhengi á milli stöðu og stéttar foreldra og því hvort afkvæmin fara í háskólanám? Með öðrum orðum er íslenskt samfélag að verða af menntun einstaklinga sem myndi gjarnan vilja mennta sig en geta það ekki? Staðreyndin er sú að stuðningur við stúdenta hefur víðtækari áhrif en innan háskólasamfélagsins. Skortur á stuðningi hefur bein áhrif á þekkingarsköpun þjóðarinnar og mönnun mikilvægra starfsstétta. Lífskjararannsókn stúdenta Það er af þessum ástæðum sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja fyrir lífskjararannsókn stúdenta. Þetta er í fyrsta skipti sem könnunin er lögð fyrir og er markmið hennar að kanna efnahags- og samfélagslega stöðu stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis. Því fleiri sem svara því betri innsýn fáum við í stöðu og hagi stúdenta í íslensku samfélagi. Undirrituð hvetur alla háskólanema að taka könnunina en hana má finna á skólanetföngum allra nemenda við íslenska háskóla sem og þeirra sem skráð eru í Samband íslenskra námsmanna erlendis. Ég væri að minnsta kosti til í að vita hvort stúdentar hafa tök á því að fara til tannlæknis. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Ýr van Erven Tannheilsa Hagsmunir stúdenta Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Spurningin er ein þeirra sem leitast er við að svara í lífskjararannsókn stúdenta sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja nú fyrir háskólanema. Það er gömul saga og ný að stúdentar lifa við bág kjör og hafa þeir hrópað sig hása um ófullnægjandi framfærslu og óöruggt stuðningskerfi í áraraðir. Í úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna fyrir yfirstandandi skólaár kemur fram að einstæður stúdent á leigumarkaði fær 237.214 kr. til framfærslu á mánuði. Það er óþarft að fara í málalengingar um áhrif verðbólgu á útgjöld en ef ske kynni að stjórnvöld búi í öðrum heimi en stúdentar þá skal því komið hér tryggilega til skila að 237.214 kr. duga skammt fyrir leigu, mat og öðru hefðbundnu uppihaldi á Íslandi í dag. Það sem við vitum aftur á móti ekki er hvaða áhrif þessi kjör hafa á líf stúdenta og aðgengi þeirra að námi. Í hvað fara tekjur stúdenta? Og í hvað duga þær ekki? Geta stúdentar borðað eina staðgóða máltíð á dag og geta þau farið til sálfræðings ef þau þurfa? Af hverju vinna íslenskir stúdenta svona mikið? Tengist vaxandi aðsókn í fjarnám þessari atvinnuþátttöku? Þetta eru spurningar sem nauðsynlegt er að fá svör við svo hægt sé að krefja stjórnvöld um að bregðast við með viðeigandi hætti. Mikilvægt að líta til stóru myndarinnar Önnur aðkallandi spurning sem við verðum að leita allra leiða til að svara varðar aðgengi að námi í íslensku samfélagi. Skortur á stuðningi við námsmenn er ávísun á stéttskipt samfélag þar sem einstaklingar úr efnameiri fjölskyldum eiga betri möguleika á stunda nám. Þetta eru áhyggjur sem stúdentar hafa viðrað um nokkurt skeið og verður að taka alvarlega. Töluvert færri ungmenni hafa lokið háskólamenntun á Íslandi samanborið við Norðurlöndin og mikilvægt er að við finnum ástæðuna en getum ekki í eyðurnar. Er samhengi á milli stöðu og stéttar foreldra og því hvort afkvæmin fara í háskólanám? Með öðrum orðum er íslenskt samfélag að verða af menntun einstaklinga sem myndi gjarnan vilja mennta sig en geta það ekki? Staðreyndin er sú að stuðningur við stúdenta hefur víðtækari áhrif en innan háskólasamfélagsins. Skortur á stuðningi hefur bein áhrif á þekkingarsköpun þjóðarinnar og mönnun mikilvægra starfsstétta. Lífskjararannsókn stúdenta Það er af þessum ástæðum sem Landssamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna leggja fyrir lífskjararannsókn stúdenta. Þetta er í fyrsta skipti sem könnunin er lögð fyrir og er markmið hennar að kanna efnahags- og samfélagslega stöðu stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis. Því fleiri sem svara því betri innsýn fáum við í stöðu og hagi stúdenta í íslensku samfélagi. Undirrituð hvetur alla háskólanema að taka könnunina en hana má finna á skólanetföngum allra nemenda við íslenska háskóla sem og þeirra sem skráð eru í Samband íslenskra námsmanna erlendis. Ég væri að minnsta kosti til í að vita hvort stúdentar hafa tök á því að fara til tannlæknis. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun