Eygló hélt í jákvæðnina: „Verð orðin læknir á næstu ÓL“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2024 07:31 Eygló Fanndal Sturludóttir gerir sig klára fyrir snörun á heimsbikarmótinu í Phuket í gær. IWF/G. Scala Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir bætti tvö Norðurlandamet í Taílandi í gær og var afar nálægt því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París næsta sumar. Vonin lifir enn og þessi 22 ára læknanemi er ekki af baki dottinn. Eygló keppti á heimsbikarmótinu í Phuket, í -71 kg flokki, en þetta var sjöunda og síðasta undanmótið fyrir Ólympíuleikana. Eygló hefur bætt sig gríðarlega frá fyrsta mótinu, eða samanlagt um 23 kílógrömm. Í gær snaraði Eygló 106 kg, sem er 1 kg bæting á Norðurlandameti hennar frá því í febrúar. Hún reyndi einnig við 108 kg en missti þá lyftu aftur fyrir sig. Í jafnhendingu lyfti hún 130 kg og bætti sinn besta árangur um 3 kg. Samanlagður árangur hennar var því 236 kg sem er einnig nýtt Norðurlandamet, og 5 kg bæting á meti fyrrverandi Evrópumeistarans, Patriciu Strenius frá Svíþjóð. Þetta dugði henni í 11. sæti mótsins. Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París, og á enn von.IWF/G.Scala Eygló reyndi að jafnhenda 134 kg, sem hefði tryggt henni farseðil á Ólympíuleikana, og var nálægt því að standa uppi með þá þyngd. Hún endaði hins vegar í 14. sæti á úrtökulistanum fyrir leikana, hefði þurft að komast upp í 10. sæti (sennilega hefði 11. sæti dugað), en gæti enn mögulega fengið sérstakt boðsæti vegna forfalla annarra. Í samtali við heimasíðu IWF, alþjóða lyftingasambandsins, kvaðst Eygló „afar ánægð og jákvæð“ þrátt fyrir að svo litlu hafi munað að hún tryggði sér farseðilinn til Parísar. „Ég held áfram að æfa, áfram að keppa, og vonandi verð ég hærra á listanum í undankeppninni fyrir Los Angeles [Ólympíuleikana 2028],“ sagði Eygló á heimasíðu IWF. „Ég útskrifast 2027 og mun svo taka eitt ár án skóla, til þess að æfa bara fyrir 2028 leikana. Ég er ekki hætt. Ég verð orðin læknir á næstu Ólympíuleikum. Sjáumst þar.“ Lyftingar Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira
Eygló keppti á heimsbikarmótinu í Phuket, í -71 kg flokki, en þetta var sjöunda og síðasta undanmótið fyrir Ólympíuleikana. Eygló hefur bætt sig gríðarlega frá fyrsta mótinu, eða samanlagt um 23 kílógrömm. Í gær snaraði Eygló 106 kg, sem er 1 kg bæting á Norðurlandameti hennar frá því í febrúar. Hún reyndi einnig við 108 kg en missti þá lyftu aftur fyrir sig. Í jafnhendingu lyfti hún 130 kg og bætti sinn besta árangur um 3 kg. Samanlagður árangur hennar var því 236 kg sem er einnig nýtt Norðurlandamet, og 5 kg bæting á meti fyrrverandi Evrópumeistarans, Patriciu Strenius frá Svíþjóð. Þetta dugði henni í 11. sæti mótsins. Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París, og á enn von.IWF/G.Scala Eygló reyndi að jafnhenda 134 kg, sem hefði tryggt henni farseðil á Ólympíuleikana, og var nálægt því að standa uppi með þá þyngd. Hún endaði hins vegar í 14. sæti á úrtökulistanum fyrir leikana, hefði þurft að komast upp í 10. sæti (sennilega hefði 11. sæti dugað), en gæti enn mögulega fengið sérstakt boðsæti vegna forfalla annarra. Í samtali við heimasíðu IWF, alþjóða lyftingasambandsins, kvaðst Eygló „afar ánægð og jákvæð“ þrátt fyrir að svo litlu hafi munað að hún tryggði sér farseðilinn til Parísar. „Ég held áfram að æfa, áfram að keppa, og vonandi verð ég hærra á listanum í undankeppninni fyrir Los Angeles [Ólympíuleikana 2028],“ sagði Eygló á heimasíðu IWF. „Ég útskrifast 2027 og mun svo taka eitt ár án skóla, til þess að æfa bara fyrir 2028 leikana. Ég er ekki hætt. Ég verð orðin læknir á næstu Ólympíuleikum. Sjáumst þar.“
Lyftingar Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn
Leik lokið: ÍA - Afturelding 1-0 | Stutt frumraun Mosfellinga í Bestu-deildinni staðreynd Íslenski boltinn